Vera - 01.01.1984, Síða 7
9
9
OPINFRÁ KL. 8—10 $
Á ÞRIÐJUDA GSKVÖLD UM
9
9
9
Kvennaráðgjöf
í Kvennahúsinu, Hótei Vík er búiö aö
opna kvennaráðgjöf. Vera náði tali af
einni úr ráðgjafarhópnum og spurði
hana hverjar stæðu að Kvennaráðgjöf-
inni.
— Það eru 20 kvenna hópur, félagsráð-
gjafar, lögfræðingar, hjúkrunarfr. og nem-
ar í félagsráðgjöf og lögfræði, sem skipta
þessu verki með sér.
— Hverskonar ráðgjöf er um að
ræða?
— Þetta er ráðgjöf fyrir konur veitt af
konum. Við ætlum að reyna að verða að
liði með því að veita konum lagalega og
félagslega ráðgjöf. Kvennaráðgjöf er að
okkar mati einn liðurinn í kvenfrelsisbar-
áttunni. Ráðgjöfin er opin öllum konum.
Hún er ókeypis og nafnleyndar verður
gætt. Konur geta hringt í okkur, komið
hingað eða skrifað okkur.
— Hvenær er ráðgjöfin opin?
— Við höfum opið einu sinni í viku á
þriðjudagskvöldum kl. 8-10. Aðseturokkar
er hér í Kvennahúsinu og síminn er 21500.
Vera óskar ráðgjafahópnum góðs geng-
is og hvetur konur til að leita til Kvennaráð-
gjafarinnar með vandamál sín og láta frétt-
ir af starfsemi hennar berast til annarra
kvenna.
Heimilisfangið er:
Kvennaráðgjöfin,
Kvennahúsinu,
Hótel Vík, Vallarstr. 4,
101 Reykjavík.
Síminn er: 21500.