Vera - 01.01.1984, Side 38
Framhald af bls. 37
ur hverrar sögu. — Ætli það sé ekki höfuö-
einkenni góðrar smásögu?
Sögurnar lýsa ekki aðeins persónum
þær gefa líka ákveðna mynd af íslensku
samfélagi. Samfélagi neyslu, tækni, ein-
angrunar fólks og rofinna tengsla við fortíð
og sögu. Álfkonurnar eru orðnar skáta-
stelpur með gullbelti og grillsteikja krydd-
legnar kótelettur upp á Hellisheiði!
Steinunni tekst eindæma vel að lýsa fár-
anleikanum og tómleikanum í gerfiheimi,
sem þó er raunveruleiki, fastri hlutverka-
skiptingu kynjannaog vonlítilli leit persóna
að innihaldi í lífi sínu. Og hún gerir þetta
hnitmiðað, þar er ekkert of eða vansagt.
Þó ádeilan sé bitur og við neyðumst til að
sjá sjálf okkur í spéspegli hennar, opnar
hún leið með óskeikulli kímni sinni.
Ekki nóg með þetta. Sögurnar eru marg-
ræðari við nánari lestur en hér er vikið að,
en það uppgötvar hver og ein best sjálf við
lestur. Kvennímyndir Steinunnar eru
margbreytilegar í sögunum. Þarna eru
konur eins og Ásdís, lúxus — út í gegn, í
umgengni og eldamennsku, hún sýður
sjálf bernaissósuna frá grunni og býr sjálf
til í hana bragðefnin. Ásdís sem er alltaf
eins og Marilyn Monroe þrátt fyrir tuttugu
og sjö ára sambúð. — Svana — drauma-
stúlka hins miðaldra karlmanns, skógar-
dís, nakin eða sveipuð hvítu silki. Leikfang
hans um sumar, en verður svo þreytandi,
lögð á geðdeild og grætur í síma. Konurn-
ar i „Fjölskyldusögum fyrir alla”, smánað-
ar, lítilsvirtar eða þá svo samrunnar eigi-
manninum að þær verða ekki frá honum
greindar. Eða þá Elsa, velgifta, sem skap-
ar sér undankomuleið í eigin kynlausum
draumaheimi og leikur álfkonu. Allar eiga
þær kúgunina sameiginlega þó hún birtist
í ýmsum myndum, þær eru þolendur, karl-
arnir gerendur. Sársaukafullur veruleiki
okkar kvenna, sem við þó erum að reyna
að brjótast út úr blasir við. Já, Sögurnar
hennar Steinunnar eru svo sannarlega vit-
undarvekjandi og það á marga vegu.
Megum viö fá meira aö heyra, Steinunn!
Guðrún Jónsdóttir.
sumar!
' listí!
Játakk! Vinsamlega
sendiö mér nýja FREEMANS
pöntunarlistann í póstkröfu.
Nafn:
Heimili:
Staður:
98r
Sendist til:
FREEMANS
of London
c/o BALCO hf.
Reykjavíkurvegi 66,
220 Hafnarfirði,
simi 5 39 00
Samtök kvenna á
vinnumarkaðinum
Framhald af bls. 8
kjarasamningum. Okkur fannst líka tilvalið
að minna á fyrri kröfur verkalýðsfélaganna
um dagvistarrými fyrir öll börn.
Fundurinn hafnaði þeim tillögum, sem
fram hafa komið um að láglaunafólk fái
greidda hluta launa sinna með afkomu-
tryggingu og sett var fram krafa um, að at-
vinnurekendur setjist við samningaborðið
og semji um mannsæmandi laun fyrir dag-
vinnu. Einnig var þeim hugmyndum hafn-
að, sem fram hafa komið hjá VSÍ um að
launatengd gjöld verði greidd beint til
launafólks, sem hluti af kauþi.
f lokin var samþykkt ályktun, sem kveð-
ur á um sömu laun fyrir konur og karla i
sömu starfshópum og vísað til könnunar,
sem nýlega hefur verið kynnt og sýnir að
karlar hafa 52% hærri laun en konur. Þá
var einnig samþykkt ályktun gegn sjúk-
lingaskattinum.
Á fundinum var jafnframt samþykkt til-
laga frá tengihóp um að Samtökin fengju
húsnæðisaðstöðu í Kvennahúsinu Hótel
Vík. Þar meö hafa Samtökin fengið fast
heimilisfang og stað fyrir minni fundi og
hópstarf. Nú er líka búið aö stofna starfs-
hópa um ýmis réttindamál kvenna. Svo nú
er bara að taka upp símtólið, hringja í síma
Kvennahússins 21500 gerast félagi, láta
skrá sig í starfshóp og fá upplýsingar um
Samtökin. Eða það sem betraer, labba við
í Kvennahúsinu, hitta aörar konur, ræða
málin og drífa sig í baráttuna. — Það er
verk að vinnaog enn tangt í jafnstöðu kynj-
anna á vinnumarkaðnum.
Leiðrétting.
Þó seint sé viljum við koma á framfæri
leiðréttingu á meinlegri prentvillu sem
slæddist inn í greinina „Nauðgun og
vændi — vanmáttur hverra?” I 4. tbl.
VERU á síðasta ári. Á bls. 16 eftir önnur
greinarskil stendur: „Það er eins*og kyn-
ferðislegt ofbeldi verði aö nokkurs konar
afleitrihugsjón. . .”. Þarnaáaðsjálfsögðu
að standayfirsjón en ekki hugsjón. VERA
biður greinarhöfund velvirðingar á þessari
meinlegu prentvillu.
38