Vera - 01.01.1984, Side 21

Vera - 01.01.1984, Side 21
„Afburða greind” börn hafa verið nokkuð til umræðu í fjölmiðlum að undanförnu. Ástæðan er sú að Fræðsluráð Reykjavíkur hefur sam- þykkt að koma á fót „starfsemi, sem hefur það markmið að bæta aðstöðu afburða greindra barna í grunnskólum Reykjavíkur.” Kvenna- framboðið vakti athygli á þessari samþykkt á borgarstjórnarfundi þann 5. jan. s.l. og um- ræðan fór af stað. Kvennaframboðið hefur lýst yfir furðu sinni á þessari samþykkt og tekið þá afstöðu að það væri verðugra verkefni fyrir Fræðsluráð að beita sér fyrir gagngerum úrbótum í grunnskólanum sem kæmu öllum nemend- um til góða. Ekki eru allir sáttir við þessa afstöðu Kvennaframboðsins og í lesendabréfum dagblaðanna hefur m.a. komið fram sú skoðun, að það samrýmist ekki „jafnréttishugsjón” Kvennaframboðsins að leggj- astgegnúrbótumáaðstöðu „afburðagreindra” barna. Ef grannt er skoðað hljóta menn þó að sjá að sú afstaða sem við tókum er einmitt i anda Kvennaframboðsins. Hverjir eru „afburða greindir”? Hugtakið „afburða greindur” er mjög afstætt og inn- tak þess er háð tímabilum, aldursskeiðum, þjóðfélög- um, menningu, upprunao.fi. í þeim greinargerðum sem Fræðsluráð hefur haft úr að moða er venjulegast geng- ið út frá því að ,1.5-2.0% skólabarna flokkist undir þetta hugtak. Nokkuð vefst fyrir mönnum hvernig þeir eigi að finna þessi börn því greindarvísitalan ein og sér dugir ekki. Hefur því stundum verið brugðið á það ráð að afmarka fleiri þætti s.s. sköpunargáfu, andlegt og líkamlegt heilbrigði, athafnaþörf, andlega lífsorku, við- horf til náms, sjálfsöryggi, lífsmarkmið o.fl. Hver sá sem les þessa upptalningu hlýtur að gera sér Ijóst að allir þessir þættir eru mjög undir uppeldisskilyrðum komnir og það liggur næstum I augum uppi, að börn með erfið- an félagslegan bakgrunn koma illa út úr slíkri flokkun. Jafnframt er mjög líklegt að stelpur komi verr út úr henni en strákar. Til skamms tíma a.m.k. hafa telpur ekki ver- ið örvaðar til jafns við stráka og þar sem athafnasvið kvenna I þjóðfélaginu er mun þrengra en karla, hljóta viðmiðanir stelpna að vera þrengri en stráka. Það er því hætt viö að flokkarnir sem gerðar eru á forsendum karla skilji kvenfólkið eftir úti I kuldanum. Sveigjanlegra skólastarf Það má hins vegar segja aö þetta séu aukaatriði. Að- alatriðið er að öll börn hafa sérþarfir. Það er því miður alltof útbreiddur misskilningur að börn með námserfið- leika (ca. 10% barna) og „afburða greind” börn (ca. 2%) séu þau einu sem hafi sérþarfir. Öll börn þar á milli (ca. 88%) séu „stöðluð” ef svo má að orði komast, og fái þörfum sínum fullnægt í skólanum. Því fer auðvitað víðsfjarri. Samkvæmt grunnskólalögunum eiga öll börn rétt á því að komið sé til móts við þarfir þeirra I skólanum. í lögunum segir: „Grunnskólinn skal leitast við að haga störfum sínum I sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins.” Eigi grunnskólinn að hafa ein- hverja möguleika á að rækja þetta hlutverk sitt verður að bæta aðstæður hans til muna. (dag er honum þröng- ur stakkur skorinn af þeim sem ráða fjármálum hjá ríki og bæ. Húsnæöisekla, yfirfullar kennslustofur, sundur- slitinn skóladagur, skortur á góðu námsefni, fábreytileg viðfangsefni o.fl. er sá veruleiki sem fjöldi íslenskra skólabarna býr við. Ef gerð væri gangskör að því að bæta úr þessum vanköntum á skólastarfinu kæmi það öllum börnum tilgóða, líkaþeim „afburðagreindu”. Þá fyrst væri opnara og sveigjanlegra skólastarf I sjónmáli, skólastarf sem miðaðist við þarfir og eðli einstakling- anna en ekki hinn nafnlausa fjölda. Að þessu á Fræðsluráð Reykjavíkur ásamt yfirvöldum menntamála I landinu að beita kröftum sínum, á boröi sem I orði! Hamingja einstaklinganna Aðlokum mágeta þess aðhins.k. „afburðagreindu” börn eru yfirleitt með mörg járn I eldinum. Þau stunda oft á tíðum annað nám eða eru virk I íþróttum eða félagslífi. Þetta eru börn sem hafa allar aðstæður til að spjara sig I tilverunni. Er full ástæðatil að draga I efa að þau yrðu hamingjusamari einstaklingar þó misvitrir menn fengju aö gera úr þeim „úrvalshóþ”. Það er því enginn skaði skeður þó þessi börn sitji áfram viö sama borð og aörir nemendur. Það er hins vegar mikill skaði skeður ef ekki er reynt af fremsta megni að hlúa að þeim börnum sem búa við erfið félagsleg og uppeldisleg skil- yrði. Meðan fjármagn er af skornum skammti hljótum við að veita þeim börnum forgang, þ.e.a.s. ef við viljum á annað borð að skólinn stuðli að heill og hamingju ein- staklinganna. —isg. ■ I ■ 21

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.