Vera - 01.01.1984, Side 14

Vera - 01.01.1984, Side 14
hlytist af íbúðabyggð þarna, t.d. í samgöngum, bensíni, þjónustu o.fl.? Guðrún: Þetta er auðvitað geysilega flókið mál og erfitt úr- lausnar. Engu að síður er nauðsynlegt að velta þessu fyrir sér og hugleiða hvort reikna á með þessari eyðu í borgarmyndinni til frambúðar. Hvað kostar brú yfir á Álftanes og hvaða vanda gæti hún leyst, þetta þyrfti t.d. að kanna. En í öllum tilvikum þarf að reyna að ná meira jafnvægi milli íbúðabyggðar og atvinnustaða í borginni og á nýjum svæðum þannig að dragi úr þessu gífurlega umferðaálagi sem áður var minnst á. Ragnheiður: En hefur það ekki verið reynt? Hafa skipu- leggjendur ekki reiknað með atvinnufyrirtækjum í tengslum við íbúðabyggð en það síðan verið þurrkað út á síðari stigum og at- vinnulóðirnar verið teknar undir íbúðir? Guðrún: Jú, það má segja að það hafi verið gert á einstökum svæðum. Breiðholtið byrjaði upphaflega sem hrein íbúöabyggð, síðan reyndu skipuleggjendur að koma með tillögur um atvinnu- svæði þar og voru þær samþykktar, en svo dregst það að menn sýni þessum atvinnusvæðum áhuga og þá er þeim breytt í íbúðar- lóðir aftur. Það er eins og menn standi þetta ekki af sér, þegar eft- irspurnin eftir íbúðarlóðum er til staðar. Göturnar hafa forgang Auður: Ég held að málin séu komin á það stig að við þurfum að fara að líta á aðra hluti í uppbyggingu nýrra hverfa heldur en lóðirnar, gatnagerðargjöldin og göturnar. Til þess þarf ákveðna hugarfarsbreytingu hjá þeim sem taka ákvarðanir. Það þarf að veita fjármagni í okkar nánasta umhverfi. Þó það gefi ekki af sér beinharðan arð þá skilar það sér t.d. í andlegri vellíðan. Það þýðir náttúrulega ekki að setja fjármagn í fáranlega hluti eins og gervi- gras o.fl. þegar það væri hægt að gera alveg gífurlega margt gott fyrir þessa upphæð innan borgarkerfisins. Sólrún: Já, ég held einmitt að það skipti alveg gífurlega miklu máli fyrir andlega vellíðan og heilbrigði aö lifa í góðu umhverfi. í umh verfi sem er gefandi. Og slík vellíðan er ómetanleg verðmæti. Ragnheiður: En af hverju borgar fólk gatnagerðargjald en ekki t.d. umhverfisgjald? Af hverju borgar fólk frekar fyrir götur en það umhverfi sem það býr í? Guðrún: í rauninni væri kannski betra að gjaldið héti öðru nafni og rynni til framkvæmda á sviði umhverfismála þar á meðal gatna. Göturnar hafa vissulega haft forgang. Þetta er mjög áber- andi þegar á hinn bóginn er litið til útivistarsvæðanna og aðstöðu gangandi fólks. Gamli bærinn malbiksauðn Sólrún: En hvernig er hægt að gera úthverfin lífvænlegri? Guðrún: Það er t.d. hægt að gera með því að notfæra sér það, sem hverfin hafa þó upp á að bjóða, varðandi útivistarmöguleika svo dæmi sé nefnt. Það þarf að leggja áherslu á að ganga frá úti- vistarsvæðum þannig að umhverfið verði aðlaðandi. Leggja þarf áherslu á að skapa fjölbreytta útivistarmöguleika í hverfunum, mörgum gæti t.d. hentað mun betur að geta farið á skíði með börnum sínum eða einir í næsta nágrenni við heimilið, en fara upp í Bláfjöll eða Hveradali. Auður: Ég held einmitt að þetta sé mjög nauðsynlegt. Það þarf að koma í hvert hverfi svæði sem hægt er að nota jafnt að sumri sem vetri, svæði þar sem hægt er að vera með börn. Þetta er t.d. sérstaklega brýnt í Gamla bænum því það er í rauninni alveg ömurlegt að þurfa að horfast í augu við að geta ekki búið þar með börn. Það er illmögulegt ef börnin eiga að geta verið úti. Þessi svæði þurfa ekki endilega að vera stór, en þar þarf að vera ein- hver aðstaða. í dag er þetta malbiksauðn. Skólavörðuholtiö hefði t.d. verið alveg „ídealt” sem útivistarsvæði fyrir þennan bæjar- hluta. Ég vil í rauninni líta á umhverfi okkar sem keðju af stærri og minni útivistarsvæðum sem hafa mismunandi hlutverkum að gegna. Þessi keðja á að hlykkjast um hverfin og tengja saman hina ýmsu borgarhluta. Ég held að það sé einmitt mikilvægt að gera sér grein fyrir þessari keðju en líta ekki á einn og einn hlekk einangrað. Þetta byrjar við húsið, tengist í götuna og svo í leik- svæðið og stærri útivistarsvæði. ) Sólrún: En svo við víkjum aðeins að öðru. Við vitum að karl- menn hafa lengst af verið algerlega ráðandi í þessum skipulags- og umhverfismálum. Haldið þið að konur hafi aðra sýn á þessi mál en karlmenn? Framhald á bls. 24 Aukin þátttaka kvenna nauðsynleg 14

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.