Vera - 01.01.1984, Síða 30

Vera - 01.01.1984, Síða 30
Mynd eftir Gerardter Borch Viö erum alltaf aö f ramleiöa og endurfram- leiða okkar mannlega umhverfi. Viö fram- leiðum t.d. börn (fólksframleiðsla) og þ.a.l. allt vinnuafl. Ef við gerðum þetta ekki þá væri engin vöruframleiðsla til og ekkert efnahagslíf. Þau störf sem unnin eru inni á heimilunum, og þá fyrst og fremst af kon- um, eru því undirstaða samfélagsins, það sem heldur því uppi en ekki vörufram- leiðslan. Engu að síður er okkur talin trú um að fjölskyidan, heimilin og einkalífið komi efnahagslífinu ekkert við og sé per- sónulegt mál okkar hvers um sig. Okkur er talin trú um að fjölskyldan standi utan við hagkerfið. Þessi skilningur sem þarna er á ferðinni elur á því að störf kvenna á heimilunum séu einskis viröi og ekki unnin í þágu sam- félagsins heldur í þágu þeirra einstaklinga sem tilheyra fjölskyldunni. Þetta hefur svo aftur áhrif á það hvernig þessi störf eru metin til launa þegar farið er að vinna þau úti í samfólaginu. Þau þykja lítils viröi og hreint ekki ábyrgðarfull. Þetta er hins veg- ar nauðsynleg vinna sem ekkert samfélag getur verið án og það verður að meta hana að verðleikum. Einkalíf og opinbert líf Hið efnahagslega hlutverk fjölskyldunn- ar er hulið í auðvaldssamfélaginu en svo hefurekki alltaf verið. í þræla- og lénssam- félaginu var það augljóst, öll framleiðsla fór fram á heimilinu eða í tengslum við það og var haldið uppi af því fólki sem því til- heyrði (þrælar tilheyrðu heimilinu rétt eins og búpeningurinn). Á árdögum auðvalds- skipulagsins gilti þetta líka og hin upp- rennandi borgarstétt mat fjölskylduna mikils því hún var uppspretta vinnunnar og gróðans. Eli Zaretsky heldur því fram að varla hafi verið greint á milli fjölskyldunnar og heims vöruframleiðslunnar fyrr en á 19. öld. Skiptingin þarnaá milli hafi fyrst orðið til með iðnvæðingunni. Þá myndaðist sú gjá sem síðan hefur staðið óbrúuð, gjáin milli vinnumarkaðarins og einstaklings- bundinnar vinnu kvenna á heimilunum, milli hins opinbera lífs og einkalífsins, milli vinnu og lífs. Aðskilnaður fjölskyldunnar og heims vöruframleiðslunnar hefur m.a. haft það í för með sér að frftfmi í einhverjum mæli er orðinn eign fjöldans svo og leitin að per- sónulegri fullnægingu og tilgangi. í þræla- og lénssamfélaginu var þetta eign fá- mennrar yfirstéttar. Mikið af þessari leit fer fram í einkalífinu, og þá ekki hvað síst inn- an fjölskyldunnar. Það sem einkennir hana er vitundin um það að vera einstak- lingur, að standa einn utan samfélagsins án nokkurrar vissu um hlutverk sitt eða stöðu innan hinnar skipulögðu heildar. Sá klofningur sem ég hef talað hér um, þ.e. klofningurinn milli vinnu og lífs, milli einkalífs og opinbers lífs gildir síður um konur en karla. Fyrir konur er heimilið bæði vettvangur vinnu og einkalífs og það fer ekki hjá því að þetta hafi mótað þær. Þær greina síður þarna á milli og fylgja þ.a.l. ekki alveg viðteknum leikreglum sem fram til þessa hefur verið talið Ijóður á ráði þeirra. (Hver kannast ekki við það að konur séu taldar rugla tilfinningum og einkalífi saman við mál sem séu þessu tvennu óviðkomandi?) Þær aðskilja síður vinnu og líf. Hinn aukni frítími alls launafólks var for- senda þess að hægt væri að koma á fót raunverulegu einkalífi. Aðskilnaður vinnu og fjölskyldu er ekki nóg eitt sér, það verð- ur líkaað veratími til annars en brautstrits. Kapítalistarnir voru tilbúnir til að auka frí- tíma verkafólks að því marki sem hentaði, þ.e. ekki meira en svo að þeir gætu haft góða stjórn á vinnuaflinu. í rauninni var átta tíma vinnudagur orðin viðmiðun í Vestur-Evrópu þegar árið 1930, þó svo að hann hafi ekki náð fram að ganga hér á landi enn þann dag í dag, nema á pappírn- um. Síðan þá hefur vinnustundunum ekki fækkað þrátt fyrir stórstígar tækniframfarir sem gera það mögulegt. Tilurð og mikilvægi einkalífs helst í hendur við það að kapítalistarnir hafa minni möguleika en áður á því að fjárfesta í hinni nauðsynlegu vöruframleiðslu (mat- vælaframleiðsla eða annað sem nauðsyn- legt er til hins daglega viðhalds). Nú fara þeir að spila inn á einkalífið og reyna að selja fólki ýmislegt sem tengist t.d. íþrótt- um, heilsufari, menningu, sálarlegri heill o.s.frv. Samhliða þessu tekur sjálfsímynd fólks að breytast, hún byggist ekki lengur eingöngu á vinnu eða eign heldur á neysl- unni. Það er enginn maður með mönnum nema hann eigi hús og bíl og litasjónvarp og stereotæki o.fl. Margir fara að líta á neysluna sem hið endanlega markmið í stað þess að sjá hana sem eitthvað tengt Neyslan í öndvegi 30

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.