Vera - 01.01.1984, Side 24
Ljósmynd: Þjóðviljinn
Framhald af bls. 14
Dagný: Mér finnst nú dálítið erfitt að kynjaskipta þessu. Ef ég
á að tala um mína reynslu þá vinn ég t.d. með karlmanni sem mér
finnst ekki síður leggja áherslu á þennan mannlega þátt. En ef
maður hugsar um reynslu og uppeldi okkar kvenna þá held ég að
fari ekkert hjá því að það eru aðrir þættir sem móta okkur en karl-
menn. Við höfum alltaf haft leyfi til að gefa okkur tilfinningum á
vald og þ.a.l. gefum við kannski þessum umhverfis- og mann-
eskjulegu þáttum meiri gaum. Þannig að ég held að með aukinni
þátttöku kvenna í þessum störfum þá hljóti sá þáttur að aukast.
Sólrún: Þú tókst þarna dæmi af eigin reynslu. Hlýtur það ekki
að vera þannig, að eftir því sem kynin fá meiri hlutdeild í hvors
annars veruleika þá breytist sjónarhorn beggja?
Dagný: Það hlýtur að vera markmiðið með þessu, að kynin
vinni saman en ekki sundur. Og þá jafnframt, að þessi mann-
eskjulegu sjónarmið sem hafa verið mest á kvenna hendi verði
meira ráðandi. En ég held samt að það sé lengra í land með þess-
ar breytingar en maður gæti haldið. Ég dreg t.d. þær ályktanir af
því að vinna mikið með karlmönnum, að maður þurfi oft að til-
einka sér þeirra leikreglur ef maður ætlar að komast eitthvaö
áfram í sambandi við ákvarðanatökur.
Guðrún: Já, ég hef alveg sömu reynslu og Dagný. Ég gæti ekki
gert upp á milli karls og konu hvað sjónarmið varðar í þessari
stétt. Én ég býst fastlega við að með aukinni þátttöku kvenna þá
myndi samt ekki vera hægt að neita því að sjónarmiö myndu
sveigjast til eða verða fjölbreytilegri. Ég held einmitt að það væri
grundvöllurinn fyrir því að eitthvað gerðist á næsta stigi, þ.e. í
sambandi við ákvarðanatökuna. Ég held kannski að við myndum
fylgja lengur eftir ákveðnum sjónarmiðum heldur en karlmaður-
inn. Sjónarmiðum, sem mikilvægt er, að fái traustari sess í um-
ræöunni.
Sólrún: En ef það er ekki hægt að gera þennan mun á milli
karla og kvenna í arkitektastétt, af hverju eru borgarhverfin þá
eins og þau eru? Af hverju er t.d. ekki reiknað með börnum?
Guörún: Ja, það eru til vondar bækur og góðar bækur, vondir
rithöfundar og góðir rithöfundar. Ég held að það þurfi ekki að
kynskipta því en þetta er háð manninum sem vinnur verkið og
þeim skilyrðum, sem honum eru búin.
Dagný: Ef maöur vill tala um kynjaskiptingu þá eru karlmenn
náttúrulega í alveg gífurlegum meirihluta.
Ragnheiður: þaö má kannski segja að með tilkomu fleiri
kvenna þá styrkist náttúrlega sjálfsímynd kvenna í faginu.
Guörún: Mér finnst samspil karla og kvenna ákaflega æskilegt
en ég held hins vegar að þaö sé mjög mikilvægt aö áhrif kvenna
veröi aukin á þessum sviöum. Og þá sérstaklega á stjórnunar-
sviðinu.
Ragnheiður: En nú hefur stundum verið sagt aö konur hafi far-
ið inn í þessa stétt og alveg aðlagaö sig þeim forsendum sem þar
gilda, þ.e. forsendum karla.
Dagný: Þetta hefur nú verið harðari veggur að eiga við en mað-
ur gerir sér grein fyrir. í svona stétt þar sem er yfirgnæfandi karl-
veldi, og ég tala nú ekki um þegar kynslóðabilið spilar þarna inn
í líka, en ráðandi menn þarna eru yfirleitt af eldri kynslóðinni, þá
finnst mér ég stundum ekki tala sama mál og þeir. Þannig að tjá-
skipti geta bara orðið mjög erfitt.
Auður: Það er kannski ekki hægt að greina á milli kynja í þessu
skipulagsfagi, en ég held að það sé mjög mikilvægt að það komist
fleiri konur inn í ákvarðanatöku og inn í embættismannakerfið. Ég
held einmitt að þær opni farveg til að sýna tilfinningar og ég held
að það sé mjög mikilvægt að þ; ð komi inn í þessa ákvarðanatöku
tilfinningar fyrir okkar umhverfi. Það gerir það ekki í dag í þessu >
karlakerfi, — þessu embættismanna- og stjórnunarkerfi. Það
vantar. Mér finnst oft að það þurfi voða lítið, t.d. ekki annað en að
sýna dæmi úr daglega lífinu, til að opna öðruvísi umræðu en hefur
kannski átt sér stað.
Ragnheiður: Nú hafa orðið ýmsar breytingar á högum karla en
það hafa samt orðið miklu meiri breytingar á högum kvenna. Þær
eru í æ ríkari mæli komnar út á vinnumarkaðinn þar sem karlar
hafa verið fastir fyrir í óralangan tíma. Það hlýtur því að vera mjög
mikilvægt að þær komi inn í ákvarðanatöku, og hafi t.d. áhrif á
hönnun heimilanna. Hvernig á þetta heimili að vera, og hvernig
á þetta umhverfi að vera út frá því lífi sem við lifum í dag, þ.e. út
frá hvunndeginum? Ég held líka að þær geti séð ýmislegt í skýr-
ara Ijósi á hinu opinbera sviði en karlmenn sem eru kannski
bundnari af hefðinni. Þær eru kannski ferskari fyrir því að það þarf
ýmsu að breyta í hinu daglega lífi til að það gangi upp.
Auður: En til þess að konur geti komist í svona stöður þá þarf
ekkert venjulegt átak, bæði í gegnum pólitík og eins til þess að
komast í þessar embættismannastöður. Yfirleitt geta konur það
ekki nema þær séu afburða hraustar eða búnar að koma upp sín-
um börnum og séu með létt heimili.
Dagný: Ég held líka að þetta sé þessi Öskubuskuvanmáttar-
kennd sem konur þjást af, a.m.k. held ég að þetta hái þeim oft eftir
að þær eru komnar út í þessi störf. Þarna erum við komnar að
uppeldi og öllu þessum þáttum sem móta konur og gera það að
verkum að þær vantar þetta sjálfsöryggi sem karlar hafa.
Auður: En er það ekki líka þjóðfélagið sem gerir konum svo
erfitt fyrir? Það er alið á því að konur eigi fyrst og síðast að rækja
sínar skyldur við heimilið.
Guðrún: Jú, jú þetta er tíðarandinn. Það þarf töluvert átak til að
standa af sér allt röflið um að maður sé að vanrækja^fjölskyldu
slna.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ragnheiður Ragnardóttir
24