Vera - 01.01.1984, Blaðsíða 13

Vera - 01.01.1984, Blaðsíða 13
Ljdsmynd: Þjóðvi/Jinn . Úthverfin Hið daglega líf Sólrún: Gæti það t.d. ekki haft áhrif á úthverfin? í dag eru þau flest eins og geymslustaður, þar eru engin atvinnutækifæri, engir samkomustaðir og ekkert um að vera. Hvernig er hægt að breyta því? Guðrún: Ég held að við verðum að reyna að leita nýrra úrræða I sambandi viö slík hverfi, t.d. athuga betri tengsl atvinnusvæða °9 ibúðasvæða og einhver önnur sambýlisform og húsagerð, sem geta gert hverfin að áhugaverðari og lífvænlegri stöðum en Þau nú eru. Við verðum að opna aðra möguleika fyrir konur í hverfunum, en að sitja í sinni íbúð og passa sinn krakka. Dagný: Maður vonar nú að það verði ekki þróunin að það verði alltaf konan sem verði heima og gæti barnanna. Guðrún: Nei, það gæti eins verið karlinn, en það þarf líka að hlúa að honum. Sólrún: Ég er að velta því fyrir mér hvort aðstæður heimavinn- andi kvenna í dag séu ekki verri en þær voru fyrir kannski 20 ár- um. Þá var þó obbinn af konum heimavinnandi og þær höfðu |élagsskap af hver annarri, en núer kannski kona í fjórðu hverri íbúð á daginn, eða ekki það. Ragnheiður: Ég held að i dag fylgi því meiri sálræn pressa fyrir konuna að vera heima en áður var. Núna spilar inn í þetta óvissan Ufh það hversu lengi hún ætlar að vera heima og hvort hún eigi aö taka sér eitthvað annað fyrir hendur o.s.frv. Guðrún: Það eru of fátæklegir möguleikar sem þessi mann- eskja hefur. Það þarf að gera þá möguleika fjölbreyttari með ein- hverju móti. Auður: En þetta gildir náttúrulega um fjölskylduna sem heild Því meðan konan er heima, einangruð meira eða minna, þá er karlinn í 10-12 tíma vinnu. Þannig er karlinn líka einangraður frá sínu nánasta umhverfi megnið af deginum. Þetta er náttúrulega ekkert fjölskyldulíf. Ragnheiður: Er þetta þá ekki spurningin um styttingu vinnu- timans? Þó bæði kona og karl væru úti á vinnumarkaðnum og skiluðu samtals 16 tímum þá myndi það ekki breyta þessu fjöl- skylduástandi? Sólrún: Samt komum við alltaf aftur að hverfinu. Segjum sem svo að fólk ynni styttri vinnutíma og hefði meiri tíma til að vera nteð fjölskyldunni. Eigum við þá að ganga út frá því að allir séu heima hjá sér, hver í sínu húsi, en það sé ekkert félagslegt sam- neyti innan hverfisins? Hvert gæti fólk fariö í sínu hverfi til að hitta annað fólk? Guðrún: Já, við komum alltaf aftur að sama punktinum. Dagný: Það vantar bara hverfiskrárnar. Ragnheiður: Er ekki nauðsynlegt að skipulag taki meira mið af hvunndeginum? Er ekki hægt að gera mjög einfalda úttekt á því hvernig við lifum og reyna síðan að koma til móts við það í skipu- lagi? Guðrún: Þarna held ég að okkur vanti einmitt rannsóknir. Það þyrfti aö gera úttekt á byggingarmálum íslendinga og fara ofan í saumana á því, hvaða afleiðingar þróunin hefur haft. Það hafa orðið miklar breytingar í þjóðfélaginu og það verður að koma ein- hver svörun í skipulags- og byggingarmálum við þeim breyting- um. Dagný: Það þyrfti að gera úttekt á því hvert fólk fer í vinnu, hvar býr það, hvar eru börnin, hvar er keypt, hvernig er umferðin o.s.frv. Auður: Ef daglegt líf fólks á að breytast þá þarf svo margt ann- að í þjóðfélaginu að breytast jafnhliða. En það er auðvitað liður í því að gera rannsóknir sem gætu sýnt fram á að þetta gengur ekki svona. Ragnheiður: Hið daglega líf er náttúrulega mjög tætt enda lif- um viðáþannigtímum. Maðureyðirobbanum af tímasínum íein- hverjar fjarlægðir og hefur mjög lítinn tíma með fjölskyldunni. Hverfin eru t.d. ekki sjálfum sér nóg hvað varðar gæslu barna. Það er mjög algengt að maður þurfi að fara úr vesturbænum með barnið í gæslu í austurbænum og svo t.d. niöur í miöbæ að vinna. Þetta er. mál sem hlýtur að vera hægt að leysa. Dagný: það er líka þessi flöskuháls sem er austur/vestur um- feröin, þessi gífurlegi þungi sem streymir þarna fram og aftur. Fólk þarf að fara þetta daglega, jafnvel oft á dag. Þetta er ein átt sem allir þurfa að fara í. íbúðabyggð á flugvellinum? Sólrún: Þú talar um þennan flöskuháls sem er austur/vestur umferðin. Nú er Reykjavík auðvitað staðsett á löngu og mjóu nesi, en hvernig væri hægt að draga úr þessu austur/vestur streymi í skipulagi? Dagný: Það kom nú fram ágæt hugmynd hjá honum Þóröi Ben. um að gera brú yfir á Álftanes. Þetta er reyndar gömul hugmynd um það að byggðin þróaðist hér á nesjunum og þá er það í raun- inni Grafarvogurinn og Álftanesið sem um er að ræða og nesin síðan tengd með brúm í báöar áttir. Mér finnst þetta mjög heill- andi hugmynd og hún vegur upp á móti þessari stöðugu þróun í austur. Guðrún: Já, þessi hugmynd er mjög heillandi en svo er maður nú alltaf að sverma í kringum þennan flugvöll. Þarf hann að vera þarna, má hann fara, getur hann minnkað o.s.frv.? Þetta eru allt óskaplega stórar spurningar og hljóta að vera mótandi fyrir næstu framtíð. Sólrún: En fara menn þá ekki alltaf að velta fyrir sér kostnaðin- um hér og nú. Maður hefur heyrt þá röksemd að það sé svo dýrt aö flytja flugvöllinn að það sé nær ógerlegt. En væri ekki alveg eins hægt að umreikna dæmið og reikna út þann sparnað sem ra» s »

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.