Vera - 01.01.1984, Qupperneq 17
I MJÖG ÓKLÓK PÓLITÍK!”
„Gatnagerö og malbik eru efst á
blaði fjárhagsáætlunar meirihlutans
þessu sinni og einkennandi fyrir sjón-
armið hans. Okkar breytingartillögur
voru eiginlega endurskoðun á fjár-
hagsáætluninni frá grunni enda sam-
ræmdist hún alls ekki þeim viðhorfum,
sem við viljum leggja til grundvallar í
stjórn borgarinnar”,
sagöi Guörún Jónsdóttir, borgarfulltrúi, þegar tíö-
indakona VERU sótti hana heim til aö spjalla um
borgarmálin. Eölilegt var aö samtalið byrjaöi á
fjárhagsáætlun ársins 1984, því fjárhagsáætlun
er stefnuvísir borgaryfirvalda hverju sinni. Áöur en
áætlunin er afgreidd (árlega í janúar) hafa því jafn-
an farið fram langvinnar umræður um innihald
hennar, bæði í nefndum og ráðum og sjálfri borg-
arstjórn. Sjaldnast ná þó athugasemdir og breyt-
ingartillögur minnihluta-aðila fram að ganga; við
samþykkt áætlunarinnar fyrir 1984 lágu t.d. fyrir
160 tillögur frá minnihlutaflokkunum og þar af
voru 99 frá Kvennaframboðinu einu saman. Allar
þessar tillögur voru felldar af meirihlutanum. Og
þá tökum við aftur upp talið við Guðrúnu þar sem
frá var horfið: y\
FJÁRHAGSÁÆTLUN
Ljósmynd: Þjóðviljinn
— Hver voru meginsjónarmiðin að baki tillögum
Kvennaframboðsins?
G.J.: „Grundvallarhugsunin var sú, aö ekkert þjón-
ustugjalda í borginni, þ.e. kostnaöur viö þá þjónustu
sem borgin heldur uppi, dagvistargjöld, strætó,
sund. . . hækkaöi meira en 20%, en þaö er áætluð
kauphækkun milli áranna 1983-84 og við þaö viljum við
miða. Og þetta heföi veriö hægt og í okkar tillögum er
farið fram á sparnað á ýmsum sviðum i þessu augna-
miði. Meö því aö draga úr gatnagerð og með smá sparn-
aði hefði verið hægt að koma í veg fyrir að útsvör hækk-
uöu um 41% eins og raun varð á — við vildum halda
þeim við 20% líka.”
PENINGUM MOKAÐ I GRAFARVOG
— Þér verður tíðrætt um gatnagerð?
G.J.: ,,Já, og ekki að ósekju! Skuldir Reykjavíkur-
borgar eru nú 270 milljónir — vegna Grafarvogsævin-
týrsins. Óheyrilegum fjármunum hefur verið pundað í
nýbyggingu gatna í nýjum hverfum, í frágang lóða, sem
ekki ganga út. Hér er um að ræða lóðir í Grafarvogi, Sel-
ási og í Seljahverfi.”
— Hversu margar lóðir hafa gengið út í Grafar-
vogi?
G.J.: Eftir þeim upplýsingum sem við höfum undir
höndum hafa verið greidd gatnagerðargjöld af 112 ein-