Vera - 01.01.1984, Síða 36

Vera - 01.01.1984, Síða 36
Ljósmynd: Þjóð viljin n Manneskja eða starfsheiti Skilaboð til Söndru. Kvikmynd byggð á skáldsögu Jökuls Jakobssonar. 1983. Handrit: Guðný Halldórsdóttir, Árni Þórarinsson og Kristín Pálsdóttir. Leikstjórn: Kristín Pálsdóttir. Framkvæmdastjórn: Guðný Halldórs- dóttir. Kvikmyndataka: Einar Bjarnason og Alex De Waal. Framleiðandi: Kvikmyndafélagið Umbi sf. Helstu leikendur: Bessi Bjarnason, Ás- dís Thoroddsen, Bryndís Schram, Andrés Sigurvinsson, Rósa Ingólfsdótt- ir, Þorlákur Kristinsson, Bubbi Morthens, Birna Þórðardóttir, Elías Mar. í upphafi er rétt að það komi fram aö ég hef ekki lesið skáldsögu Jökuls og byggi því umsögn mína eingöngu á kvikmynd- inni. Sagan hefst á því að Jónas, miðaldra rit- höfundur, sest að í sumarbústaö til þess að semja handrit að kvikmynd um Snorra Sturluson fyrir ítalskt kvikmyndafyrirtæki. Hann þarf að hafa góðan starfsfrið og hef- ur því ráðið Söndru til að sinna matseld og öðrum húsverkum gvo hann geti gefið sig óskiptan að ritstörfunum. Þarna er hlut- verkaskiptingin skýrt afmörkuð: Hann er ráðinn af ítölsku kvikmyndafyrirtæki, hún er ráðin af honum. Ekkert má trufla hann og hún á aö hugsa um hann. En þegar til kastanna kemur er eitthvaö ekki eins og það á að vera. Sandra fellur ekki inn í hlutverk sitt. Við það riðlast vald hans og styrkur. Eitt atriði sýnir þetta glöggt. Maginn dregur Jónas fram í eld- hús. Þar er engin Sandra og enginn matur utan nokkrar pylsurfrá deginum áður. Eftir nokkra leit finnur hann Söndru í laut skammt frá bústaðnum, hún er að leggja I Ching og segir honum að það megi ekkert trufla sig. Sandra lætur hlutverkið ekki trufla sig — hún er Sandra. Jónas er virtur rithöf- undur og þarf að standa sig sem slíkur. í því liggur hans veikleiki og hann fer að ótt- ast öryggi og styrk Söndru. Þegar líðatek- ur á vistina í sumarbústaðnum gengur Jónasi æ verr með handritið, hann lætur allt trufla sig og er farinn að staupa sig meira en góðu hófi gegnir. Hlutverkið er orðið honum ofraun og í örvængingu sinni grípur hann dauðahaldi það eina hálmstrá sem hann eygir, Söndru. Þegar hún hverf- ur er hrunið óumflýjanlegt. Jónas er eins og áður segir miðaldra rit- höfundur, rígfastur í ákveðnu hlutverki og búinn að glata tengslunum við sjálfan sig. Sandra er ung og ábyrgðarlaus, hún er taó, lífið sjálft, sterk eins og kletturinn, eft- irgefanleg eins og vatnið. Og lífið á sér bæöi Ijótar og fallegar hliðar. Þær Ijótu eru sýndar í mynd kunningja Söndru, skúrk- anna þriggja, sem setjast upp í sumarbú- staðnum og segja við Jónas: Við erum Sandra og Sandra er hluti af okkur. Atvinnumenn og amatörar Af leikurum mæðir mest á þeim Bessa og Ásdísi. Bessa tókst vel að sýna að í Jón- asi bjó þrátt fyrir allt manneskja með til- finningar, manneskja sem hafði lifaö af til- 36

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.