Vera - 01.01.1984, Qupperneq 5

Vera - 01.01.1984, Qupperneq 5
Eins og sagt er frá annars staöar í þessari Veru, hefur nú veriö opnaö Kvennahús í Reykjavík. Þar meö rættist draumur, sem margar okkar hugöu nýjan af nálinni. Svo er þó ekki. Úr fórum Kvennasögu- safnsins barst Veru forvitnileg Plögg, sem sýndu aö kvenfrels- isbaráttan fyrr á öldinni átti Þennan sama draum. í ávarpi, sem birtist í tímariti Kvenrétt- indafélags íslands, 19. júní (1. tbl.) 1926, sagði svo: >,islenzkar konur ætla að reisa hús á Arnarhólstúni. Alþingi hefir gefiö lóð til þess. Hlutafélag hefir veriö stofnað í þessum tilgangi, 15. des. s | 0g heitir félagiö „Hlutafélagið Kvennaheimilið”. í samþykktum félags- lr|s, 3. gr., er komist svo að orði: Tilgangur félagsins er að koma upp samkomuhúsi í Reykjavík handa íslenzkum konum, þar sem þaer geta dvaliö um lengri eða skemri tirna. Forgöngukonur þessa fyrirtækis, yoru nefnd, kosin af Bandalagi kvenna, og hefir verið leitað aðstoðar allra kvenfélaga hæjarins og fjölda málsmetandi kvenna víðs vegar um land allt. Undirtektir hafa verið góðar, þar sem til hefir frést, enda er hér um nauðsynjamál að ræða. Húsi því, er hér er til stofnað, er ætlað að verða einskonar miðstöð fyrir félagsstarf- semi íslenzkra kvenna á sem flestum svið- Urr>. Það á að vera fyrir fundi þeirra og samkvæmi. Það á að vera athvarf konum hvaðanæfa af landinu, er hingað koma ókunnar og þurfa aðstoðar og leiðbeining- ar við til að koma sér fyrir og geta veitt Þeim gistingu um lengri eða skemri tíma. þar á Lestrarfélag kvenna Reykjavíkur að vera og léttur aðgangur að góðum bókum °9 blöðum í vistlegum lestrarsal. Þar eiga Þaer konur, sem fáa þekkja, að eiga vísan 9óðan félagsskap í tómstundum sínum. Samfara rekstri þessa heimilis verður hússtjórnarkensla og þá jafnframt mat- og kaffisala. Þarna ætti og að vera aðalstöð fyrir verzlun með íslenzkan heimilisiðnað °9 kaup á efni og áhöldum til hans. — En fyrst og fremst á húsið að vera fögur um- 9jörð um líf og starf kvenna utan heimil- anna. Húsið á að vera komið upp 1930. þar eiga íslenzkar konur að hittast á 1000 ára hátíð Alþingis. Leyfir bráðabirgðastjórn hlutafélagsins sér hér með að skora á alla, er skilja nauð- syn þessa fyrirtækis, karla jafnt sem kon- Ur> að styðja það með því að kaupa hluta- bréf félagsins. „Reykjavík, 26. janúar, 1926, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Inga L. Lárusdóttir, Laufey vilhjálmsdóttir, Steinunn H. Bjarnason. I varastjórn: Margrjet Th. Rasmusog Ragn- hildur Pétursdóttir.” Hlutafjársöfnun í næsta tölublaði 19. júní (feb. 1926) er síðan birt hlutaútboð. Þar kemur fram að eftirtaldar konur og félög stóðu að stofnun hlutafélagsins um Kvennaheimilið: Bandalag kvenna, Lestrarfélag kvenna Reykjavíkur, Thorvaldsenfélagið, Anna Guðmundsdóttir, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Camilla Bjarnason, Elín Briem Jónsson, Eufemía Waage, Gróa Anderson, Guðrún Bjarnadóttir, Guðrún Eyjólfsdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Halldóra Bjarnadóttir, Hólm- fríður Þorláksdóttir, Inga L. Lárusdóttir, Ingibjörg ísaksdóttir, Kristín Símonarson, Laufey Vilhjálmsdóttir, Lovísa ísleifsdóttir, Margrjet Th. Rasmus, Ragnhildur Péturs- dóttir, Sigríður Pétursdóttir, Steinunn Hj. Bjarnason, Theodóra Thoroddsen, Vigdís Árnadóttir og Þuríður Lange. Upphæð hlutafjár var fyrst um sinn ákveðin kr. 10.000 og var stjórn félagsins heimilt að hækka það í kr. 100.000. Stærð hlutanna var 25, 50, 100 og 500 kr. Stofn- endur höfðu skrifað sig fyrir hlutum að upphæð 4.325. og afganginn var ætlunin að fá með almennu útboði. Með útboðinu í 19. júní gaf stjórnin almenningi kost á að skrifa sig fyrir hlutum og var auglýst að tek- ið yrði á móti hlutafjárloforðum af stjórn- inni svo og á eftirtöldum stöðum: í Bóka- verslun Arinbjarnar Sveinbjarnarsonar, Laugavegi 41, í Hannyrðaversluninni á Laugavegi 23, hjá frú Hólmfríði Þorláks- dóttur, Bergstaðastræti 3, í Lesstofu Kvenna, Þingholtsstræti 28, í Mjólkurbúð- inni Vesturgötu 12 (Lovísa Ólafsdóttir) í Sápuversluninni Austurstræti 17, í Smjör- húsinu Irma, Hafnarstræti 22 og í Thor- valdsenbazarnum, Austurstræti 4. Undir útboðið skrifuðu konurnar í stjórn félags- ins, þær hinar sömu og undirrituðu ofan- greint ávarp. Hlutabréfið Hlutabréfin sjálf voru hin fegurstu, um- girt skreytingu og hugmynd forgöngu- kvennanna um útlit Kvennaheimilisins en teikninguna mun Laufey Vilhjálmsdóttir hafa gert. Fer ekki á milli mála stórhugur þessara kvenna. Hitt er svo önnur saga, hver afdrif drauma þeirra urðu og verður hún ekki sögð að sinni þótt vissulega sé til þess ástæða að rifja hana upp þótt síðar verði. En tilvist Hallveigarstaða við Tún- götu á sínar rætur að rekja til þessara stofnunar „Hlutafélagsins Kvennaheimil- ið.” Við getum svo i lokin leikið okkur að þeirri hugmynd, að á sjálfum Arnarhóli stæði veglegt Kvennaheimili! En þegar öllu er á botninn hvolft, þá höfum við konur raunar hreiðrað notalega um okkur í Kvosinni, hjarta Reykjavíkur: Enn er Thorvaldsensbazarinn við sjálfa slagæð- ina, Austurstrætið, spölkorn þaðan mið- stöð heimilisiðnaðar í landinu, verslunin Heimilisiðnaður, — Hallveigarstaðir standa svo vestar og ofar og nú hefur Kvennahús opnað öllum dyr sínar við Hall- ærisplanið, sem sporgöngukonurnar hefðu víst betur kannast við undir heitinu Hótel íslandsplanið. Og svo er Austurvöll- ur ekki langt undan og gleymum ekki að hann var upphaflega hugmynd og verk reykvískra kvenna, sem, þegar þar var komið fyrir styttu eftir Thorvaldsen, stofn- uðu með sér Thorvaldsenfélagið í þeim til- gangi að prýða umhverfi styttunnar blóm- um og runnum. Svo það er aldrei að vita nema það yrði létt á þeim brúnin, stofn- endum Hlutafélagsins Kvennaheimilið, gæfist þeim kostur að litast um í miðbæ höfuðstaðarins núna. Raunar sýnist sú hugmynd alls ekki fráleit þegar allt þetta kemur til alls, að Hallærisplanið verði end- urskýrt á þann máta, að minni á framlag kvenna til bæjarbragsins! MS 5

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.