Vera - 01.01.1984, Side 26
Konur
og
Sameinuðu
þjóðirnar
Árið 1975 hófst kvennaáratugur Sameinuðu þjóðanna. Það ár var
haldin heimsráðstefna í Mexíkó þar sem samþykkt var fimm ára
áætlun um það hvernig ætti að rétta hlut kvenna í heiminum. 1980
var aftur fundað í Kaupmannahöfn til að meta árangurinn, sem því
miður var sá að kjör kvenna hefðu versnað þessi 5 ár. Enn á ný munu
konur alls staðar að úr heiminum hittast 1985 í höfuðborg Kenýa,
Nairobi til að horfa yfir farinn veg og leggja á ráðin um frekari fram-
kvæmdir. Vegna þessa áratugar eru lagðar fram skýrslur fyrir alls-
herjarþing Sameinuðu þjóðanna á hverju ári og þingið samþykkir til-
lögur um kvennamál. Það er sú hlið mála sem ég ætla að gera grein
fyrir hér á eftir.
í fundarsölum
þjóðanna
Þegar ég mætti til leiks í fundarsölum
þjóöanna 21. nóv. sl. var umræðunni um
kvennamálin lokið, hugsa sér aö fulltrúi
eina kvennaflokks í heiminum (svo ég viti)
missti af kvennamálunum — bara attbú.
Hvað um það ég naut þeirrar ánægju að
fylgjast með atkvæðagreiðslum um tillög-
urnar sem snertu konur og einnig náði ég
mér í þær skýrslur sem lagðar voru fram.
Mér segir hins vegar svo hugur um að ég
hafi ekki misst af miklu því ef kvennaum-
ræðan hefur verið í samræmi við aðrar
ræður sem þarna voru fluttar hafa þær ver-
ið í dúrnum: allt er í sómanum heima hjá
mér, en þið hin mættuö nú taka ykkur á, í
þaö minnsta að undirrita sáttmálan um
aukin rétt kvenna.
Rannsóknar- og
menntastofnun kvenna
Það merkasta sem gert er í þágu kvenna
á vettvangi S.Þ. virðist mér vera unnið í
Rannsóknar- og menntastofnun kvenna.
Hún er staðsett í Santo Domingo í
Dóminiska lýðveldinu og byggir starfsemi
sína á frjálsum framlögum frá einstökum
ríkjum eins og reyndar fleiri stofnanir S.Þ.
Verkefni þessarar stofnunar eru margvís-
leg, en eins og geta má nærri er sjónum
mjög beint að konum í þriðja heiminum. í
skýrslu stofnunarinnar má sjá aö verkefn-
in sem unnið er að eru að safna tölfræði-
legum upplýsingum um konur og stöðu
þeirra í heiminum og eru þær gefnar út í
bókum. Unnið er að því að koma konum
inn í þau þróunarverkefni sem unniö er að
í ýmsum löndum (reynslan sýnir að það
veitir ekki af að passa upp á að fótunum sé
ekki kippt undan konum þegar vestur-
landabúar mæta með sína verkþekkingu
og hefðbundnu verkaskiptingu, sem oft er
allt önnur en gerist hjá þjóðum þriðja
heimsins. Þess eru dæmi að konur hafi
misst vinnu sína og hlutverk í landbúnaði
sem þær hafa stundað frá örófi alda þegar
vesturlanda karlar koma með traktora og
tól til að kenna karlmönnum einum á tæk-
in). Það má nefna verkefni eins og það að
tengja konur áformum í hreinlætis- og
vatnsmálum. Það er okkur fjarlægt að
hafa áhyggjur af vatni, en í mörgum ríkjum
heims fer stór hluti af vinnutíma kvenna í
að bera vatn frá vatnsbóli og heim og oft
eru í vatninu sóttkveikjur sem verða ung-
börnum að fjörtjóni. Eitt það besta sem
hægt er að gera fyrir þessar konur er að
grafa brunn eða veita vatni. Kvennastofn-
unin er einnig með áform um að auka hlut
kvenna í atvinnulífi, tengja þær efnahags-
málum og gera þær að þátttakendum í
sjálfsbjargarviðleitni þjóðar sinnar (renna
stoðum undir atvinnulífið myndu islenskir
athafnamenn segja). Þá er verið að huga
að konum og iðnþróun, áhrifum tæknibylt-
ingarinnar á líf og stöðu kvenna, vaxandi
hlutverki kvenna í fæðuöflun í heiminum,
hvernig konur tengjast orkuffólitík, og
einnig má nefna að innan Háskóla S.Þ. er
í gangi námskeið um heimilishald, kyn og
aldur sem stofnunin hefur átt hlut að. Loks
er staðiö fyrir þjálfun kvenna af ýmsu tagi
t.d. til ákveðinna starfa.
26