Vera - 01.01.1984, Síða 27

Vera - 01.01.1984, Síða 27
Hver er árangurinn? Þetta er ekki svo lítið, en það fylgir ekki sögunni hver árangurinn er. Hitt er svo annað mál að við vitum að hagur kvenna fer síst batnandi í stórum hluta heimsins °9 í fjölda ríkja hafa þær verið sviptar rétt- 'ndum, svo sem í ríki erkiklerksins Kómen- is. Sendisveinar klerksins (ungir og mynd- arlegir, dökkskeggjaðir menn) létu nokkuð að sér kveða í nefndinni þar sem ég sat og báru t.d. upp tillögu um fordæmingu á vsendi í heiminum. Nú er það skiljanlegt að heittrúarmenn og siðapostular skuli telja sér slík mál viðkomandi, og síst skal ég iasta það, en menn voru ekki i vafa um að ýmislegt annað vekti fyrir írönum. Þannig ar nefnilega mál með vexti að stjórnvöld í Iran ofsækja Bahaímenn af mikilli grimmd, elta, fangelsa og drepa karla, konur og börn. Meðal Bahaíkvenna er frelsi mun meira en gengur og gerist þar austur frá og er það talin ein af skýringunum á ofsókn- unum að kerfi Bahaía ógni viðteknum hug- myndum múhameðstrúarmanna um hlut- verk kvenna, því ekki skipta Bahaíar sér af pólitík. írönsk stjórnvöld viðurkenna ekki hjónabönd Bahaía og því teljast konur þeirra vændiskonur. Það er því ekki amar- legt að geta nú bankað upp á hjá Bahaí- fólki með samþykkt S.Þ. í höndunum, lýsa yfir heilagri vandlætingu, taka konurnar með sér og setja þær í endurhæfingu (svo sem tillagan gerir ráð fyrir), allt I nafni bar- áttu gegn vændi. Það kann að vera að vændi sé vandamál þarna fyrir austan, en það vottaði hvorki fyrir vilja til að taka unga pilta með I dæmið, hvað þá þann karla- skara sem nýtir sér vændiskonur. Vestur- lönd greiddu mörg hver atkvæði gegn til- lögunni eða sátu hjá (t.d. ísland) m.a. vegna þess að í mörgum Evrópuríkjum er vændi ekki bannað með lögum. Hér á ís- landi er vændi ekki bannað, en útgerð á konum er hins vegar bönnuð. Tillögur samþykktar Af fleiri tillögum sem lagðar voru f ram og allar voru samþykktar má nefna stuðning við fyrrnefnda rannsóknarstofnun, áskor- un á ríki heims að staðfesta sáttmálann um bættan hag kvenna, tillaga um mikil- vægt hlutverk kvenna í friðarbaráttu, til- laga um kvennaráðstefnuna 1985 þar sem tekið er fram að sérstaklega skuli fjalla um stöðu kvenna á herteknum svæðum, svo sem á yfirráðasvæðum ísraela þeim er áð- ur tilheyrðu Jórdaníu og fleiri ríkjum, Namebíu, og væntanlega Afganistan, svo og þar sem styrjaldir geisa. Þessu voru mörg ríki á móti, fannst að verið væri að binda hendur ráðstefnunnar, enda ku um- ræðan um Palestínu hafa sett mikinn svip á Kaupmannahafnarráðstefnuna 1980. Hvað um það ísland studdi þessa tillögu sem I heild var hvatning til undirbúnings- hópsins. Ljósmynd: Svala Sigurleifsdóuir Undir konum komið Það er erfitt fyrir mig að draga ályktanir af því sem ég sá, las og heyrði um konur og kvennamál, um það hvort konum gagn- ast það sem unnið er að á vettvangi S.Þ. Það er sagt að þessi mikla stofnun sem átti að bjarga heiminum sé að drukkna I pappír og skrifstofubákni, hún haldi uppi fjölda manns á góðum launum, en afraksturinn sé í engu hlutfalli við það sem í er lagt. Hvernig sem því er varið, hlýtur umræða að vera til góðs, en þegar allt kemur til alls hlýtur árangurinn að byggjast á konum sjálfum, vilja þeirra, kröftum og aðstæðum til að breyta heiminum. Kristín Ásgeirsdóttir 27

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.