Vera - 01.01.1984, Síða 33

Vera - 01.01.1984, Síða 33
Kanada í febrúarhefti tímarits kanadískra lækna á fyrra ári er fjallað um ofbeldi 9egn konum í grein sem ber yfirskrift- ina: „Jafnvel læknar beita konur sínar ofbeldi”. i greininni eru læknar hvattir til að vera vel á verði til þess að finna konur sem bera ákverka eftir ofbeldi en segja ekki frá því, því ,,ef þú spyrð ekki færðu ekki svar”. Það er undirstrikað rækilega í greininni að konur úr öllum stéttum geta verið beittar ofbeldi á heimilum sínum. í október 1982 sendi kanadíska stjórnin upplýsingabækling til allra kanadískra kvenna, 3.5 milljóna talsins, sem eiga börn undir 16 ára aldri. í bæklingnum voru konur hvattar til að leita aðstoðar, ef þær væru beittar ofbeldi. Stjórnvöld hafa sem sagt vaxandi áhyggjur af því að aðeins lítið brot kvenna leiti aðstoðar. Hið dulda of- beldi gegn konum sé óhuggulega mikið og vaxandi. Skráð eru 500 þús. tilvik ofbeldis eigin- fnanna gegn eiginkonum í landinu og þau 85 athvörf sem eru starfandi anna hvergi nærri eftirspurn. Þar er yfirfullt allt árið. T.d. dvöldu 10.332 konur í 33 athvörfum í Onterio-fylki en 20.000 var vísað frá vegna plássleysis. I greininni er og sagt frá því að samtök 9egn kvennaofbeldi í Toronto hafi gefið út handbók fyrir lækna, þar sem vakin er at- hygli þeirra á einkennum sem bent geti til ofbeldis og þeir hvattir til að spyrja um or- sakir. Þá eru og nefnd þrjú atriði sem aftra iaeknum frá því að grennslast eftir hvort kona, sem leitar til þeirra, er beitt ofbeldi. Hið fyrsta er sú skoðun margra lækna, að Það sem komi fyrir innan veggja heimilis- ■ns sé einkamál. Annað atriöi er sú trú, að ofbeldi eigi sér aðeins stað í „lélegum fjöl- skyldum”. Loks að læknar þori ekki aö komast að hinu sanna því þeir viti ekki hvernig eigi að bregðast við slíkum málum (ekki hægt að gefa pillu við því). Annað form á ofbeldi gegn konum eru nauðganir. í Bandaríkjunum er talið að aö- eins ein nauðgun af tíu sé kærð. Hand- taka nauðgarans fylgir aðeins eftir í 56% tilvika og aðeins 36% þeirra fá dóm. í rauri fylgir dómur því aðeins í kjölfar 0.9% nauðgana. Hvernig er þessum málum háttað hjá okkur? — Hvað margar konur, sem beittar eru ofbeldi á heimilum sínum, fá hjálp og hvatningu frá læknum til þess að þora að segja frá því? Hve mikill hluti nauðgana er kærður hér á landi? — Er hér ekki verk að vinna? G.J. BONN Kvennahreyfingar í hinum iðnvædda heimi hafa um langt skeið velt fyrir sér og haft áhyggjur af áhrifum tölvuvæðingar- innar á stöðu kvenna á vinnumarkaðinum. Nú virðist sem verkalýðshreyfingarnar séu loksins að taka við sér. Þær fregnir berast okkur frá höfuðborg Vestur-Þýskalands, að verkalýðssamtökin þarlendis hafi verið aö kanna þessi mál og m.a. komist að þeirri niðurstöðu að breytingar, sem leiða af aukinni tæknivæðingu á vinnustöðum, muni verða til að 2.5 milljónir manna muni missa atvinnu sína í Þýskalandi. Enn frem- ur að það verði einkum konur sem missi vinnuna af þessum sökum; vegna þess að menntun þeirra og/eða iðnnám er minna og á öðrum sviðum en tæknisviðunum, eru þær ólíklegri til að ganga I gegn um þá nauðsynlegu endur-menntun, sem fylgir breytingum á starfsháttum. Kannanirsem geröar hafa veriö í öllum Efnahagsbanda- Að utan lagsríkjum Evrópu, leiða í Ijós að ekki hef- ur verið tekið tillit til stöðu kvenna í þeirri tölvu- og tæknivæðingu, sem farið hefur um lönd. Hugmyndir hafa komiö fram um að ýmis tölvu-vinna geti verið unnin heima af konunum (í eiangrun aftur!) og að slíkt fyrirkomulag myndi spara fyrirtækjunum tryggingargjöld o.fl. En mönnum (líklega körlum) kemur ekki saman um hvort slíkt er alveg framkvæmanlegt. Þá óttast sumir að börn yrðu nýtt sem vinnukraftur á þess- um fjarstýrðu vinnustöðum. MUNCHEN Hópur um 500 kvenna starfar nú að því að efla hag kynsystra sinna í vanþróuðu ríkjunum og beinast störf þeirra einkum að fjársöfnun til að auðvelda konunum í fjar- lægum ríkjum að sækja skóla og fá starfs- þekkingu. Það er Lútherska kirkjan í Baj- aralandi sem átti frumkvæðið að þessu, með því að fá einstæðar konur til að verja tíma sínum til kirkjulegra starfa í frístund- unum. Smám saman þróaðist sú hug- mynd, að þær leggðu eitthvað af mörkum fyrir kynsystur sínar sérstaklega og sýndu samstöðu með þeim, sem búa við félags- lega og efnahagslega miklu verri kjör en konur I Vestur-Evrópu. Þetta leiddi til stofnunar styrktarsjóöa við konur í Ind- landi, Kóreru, Suður-Afríku og Suður- Amerlku o.fl. Þýsku konurnar skrifast á við alla styrkþega og eru þannig í persónu- legu sambandi viö þá alla. Peningarnir sem gefnir hafa verið skipta hundruðum þúsunda, og hafa þeir sem sagt gert kon- um þessara fjarlægu landa þaö mögulegt, að verða sér úti um starfsþekkingu og nám, sem ella hefði ekki komið til greina fyrir þær. (Sozial Report, 9/83) 33

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.