Vera - 01.01.1984, Qupperneq 6

Vera - 01.01.1984, Qupperneq 6
KVENNAHUS gfc Raunar má segja, aö Hótel Vík hafi ver- iö vísir aö kvennahúsi en þó hefur þaö ef- laust háö starfseminni, að hér var ein- göngu um pólitísk samtök aö ræöa, Kvennaframboðið og Kvennalista og kann þaö að hafa fælt einhverjar konur frá. Breytingin átti sér formlega stað 31. jan- úar s.l. en þá var haldinn blaðamanna- fundur í Kvennahúsinu og breytingin kynnt. Auk Kvennaframboösins, Kvenna- listans og Veru hafa Samtök kvenna á vinnumarkaðinum og Menningar- og frið- arsamtök íslenskra kvenna nú fast aðsetur hér í húsinu. 7. feb. s.l. var opnuð kvenna- ráðgjöf í Kvennahúsinu, sem er félagsleg °g lagaleg ráðgjöf fyrir konur, þeim að kostnaðarlausu. Ráðgjöfin er opin á þriðjudögum frá 20-22 og síminn er 21500. Ýmsar hugmyndir og vangaveltur hafa komið upp um starfsemi í Kvennahúsinu. Gaman væri t.d. að hafa alvöru kaffisölu hérna þar sem jafnframt væri hægt að líta í kvennablöð og bækur. Talandi um bæk- ur, finnst ykkur ekki tími til kominn að stofna kvennabókaútgáfu? Hugsið ykkur allar þær óþýddu og óprentuðu bækur eftir konur víða um heim. En eins og áður er það fjármagnið sem allt strandar á hvort sem um er að ræða huggulega kaffistofu eða bókaútgáfu. Þannig að ef svo ólíklega viH til að einhver ykkar lúri á fjármagni til þessara hluta, þá hafið endilega sam- band. Eins ef þið vitið hvernig á að afla þess. Að lokum væri gaman að heyra frá ykkur um þær hugmyndir sem þiö hafið um kvennahús og starfsemi þeirra. bgf

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.