Vera - 01.01.1984, Side 23

Vera - 01.01.1984, Side 23
Bókunin er annars hiö merkasta plagg aö því leyti, aö í henni kemur berlega í Ijós stefna Sjálfstæðismanna gagnvart launafólki og kjarabaráttu kvenna sérstak- lega. Niðurstaða þeirra er: Konur hafa lægri laun en karlar en þaö er bara af því aö þær eru fleiri í láglauna- flokkunum. — Skarplega athugað það. Konur hafa væntanlega samkvæmt þessu beðið um að raðast í þá flokka og þar skulu þær sitja. — Það er að mati meiri- hlutans eitt af þessu kynbundnu náttúrulögmálum. En hér kemur þessi makalausa bókun meirihlutans óstytt. Um a-lið. „Reykjavíkurborg hefur jafnan í kjarasamningum gengið við hliðina á öðrum kjaraaðilum, sem um þessi mál fjalla og í því efni m.a. tekið mið af kröfugerðum BSRB-félaganna að því er varðar opinbera starfsmenn og ASÍ-félaganna að því er varðar stéttarfélagasamn- inga. I þessu efni hefur borgin aldrei markað aðra kjara- stefnu en þá, sem aðilar vinnumarkaðarins hafa orðið ásáttir um. í þeim kjarasamningum, sem nú eru þegar hafnir, liggur fyrir yfirlýsing ríkisvaldsins um vilja til að koma til móts við óskir um láglaunastefnu. í því sambandi hefur einkum verið rætt um þrjár leiðir til að ná því markmiði, þ.e. með því að hækka lægstu laun sérstaklega, með sérstökum skattaákvörðunum eða með svonefndri af- komutryggingu. Ljóst er, að um þessi atriði öll hlýtur ríkisvaldið og samningsaðilar þess að móta þá stefnu, sem verður ráðandi við gerð kjarasamninganna. Um b-lið. „Röðun starfa í launaflokka fer eftir mati á störfum sem byggist í meginatriðum á niðurstöðu starfsmats frá árinu 1971, þó með ýmsum síðari breytingum. Þeir þættir, sem mestu ráða um þetta mat eru ábyrgð, menntun, tengsl við aðra aðila, óþægindi sem fylgja starfinu o.s.frv. M.ö.o. er það vinnan sem ræður flokkun starfans til launa, en ekki einstaklingurinn sem starfinu gegnir og því síður hvers kyns hann er. Sömu laun eru greidd fyrir sömu vinnu og má nefna um það mörg dæmi s.s. við sundstaði, skóla (hús- og gangavarzla), akstur strætisvagnaog fjölmörg störf við stjórnun (söfn — borgarskipulag) og skrifstofuvinnu (sbr. arkitektar, viðskiptafræðingar og deildarfulltrúar). Meðallaun kvenna eru lægri en meðallaun karla en það ræðst af því, að konur voru fleiri en kariar í þeim störfum, sem hafa verið flokkuð til lægri launa skv. framanrituðu.” LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG. Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtal- innastarfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamning- um. • Skrifstofumann hjá Æskulýðsráði Reykja- víkur. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 15937 eða 21769. • Bókasafnsfræöing í hálft starf. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Borgar- bókasafns í síma 27155. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánudaginn 27. febrúar 1984. Auglýsing um fasteignagjöld Lokið er álagningu fasteignagjalda í Reykjavík 1984 og verða álagningarseðlar sendir út næstu daga ásamt gíróseðlum vegna 1. greiðslu gjald- anna. Gjalddagar fasteignagjalda eru 15. janúar, 1. mars og 15. apríl. Gjöldin eru innheimt af Gjaldheimtunni í Reykja- vík, en einnig er hægt að greiða gíróseðlana í næsta banka, sparisjóði eða pósthúsi. Fasteignagjaldadeild Reykjavíkurborgar, Skúla- túni 2, veitir upplýsingar um álagningu gjald- anna,símar 18000 og 10190. Athygli er vakin á því, að Framtalsnefnd Reykja- víkur mun tilkynna elli- og örorkulífeyrisþegum, sem fá lækkun eða niðurfellingu fasteignaskatta skv. heimild i 3. mgr. 5. gr. laga nr. 73/1980 um tekjustofna sveitarfélaga og samþykkt borgar- ráðs um notkun þeirrar heimildar. Borgarstjórinn í Reykjavík, 9. janúar 1984

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.