Vera - 01.01.1984, Side 11
Ljósmynd: Æagn/ieiður Ragnarsóóí/ir
Arðsemin í fyrirrúmi
Sólrún: Nú hafið þið minnst á ýmislegt sem aflaga fer í borginni
s-s. skort á samhengi, illa nýtta möguleika í landslagi, umferðar-
Þunga o.fl. En hvað veldur?
Guðrún: Mér finnst borgarmyndin bera merki þess að skipu-
^agsákvarðanir hafi oft verið teknar án þess að fyrir lægju traustar
athuganir á aðstæðum og skýr stefna. Viss skortur hefur verið á
samhengi og heildarsýn. Mér dettur í hug að ein af ástæðunum
fyrir þessu gæti verið sú, að það hefur verið og er í sjálfu sér mjög
fakmarkaður skilningur á því hvað skipulag er. Menn sjá þetta
bara sem strik á pappír, en sú hugsun, sem að baki býr, hvað það
Þýðir, sem sett hefur verið á blaðið, hefur ekki komist til skila. Það
er eins og menn telji, þegar verið er að skipuleggja t.d. íbúðar-
hverfi þá þurfi bara að setja niður einhverja götu, lóðunum sé svo
raðað sitt hvoru megin við hana, flóknara sé þetta ekki. Þannig
held ég að skipulag sé í hugum fjölmargra. Af því að þetta er
svona einfalt þá finnst mörgum ekkert mál að breyta skipulaginu,
Þegar að framkvæmdum kemur eðajafnvel eftir að framkvæmdir
eru komnar á stað. Eftir stendur svó eitthvað, sem enginn veit af
hverju er svona, en ekki hinsegin. Meðal kjörinna fulltrúa og sjálf-
sagt Þorra fólks er svo árangur skipulags eflaust metinn í lóða-
tjölda, en ekki eftir því, hvers konar umhverfi boðið er upp á og
hvaða möguleika það veitir.
°agný: Já, það er eins og það sé fy rst og f remst verið að hugsa
um arðsemi skipulags, þ.e.a.s. hvað það gefur af sér í gatnagerð-
ar9jöldum. Hins vegar virðist minna hugsaö um þaö hvaða þýð-
'n9u skipulagið hefur fyrir borgina. Ég get líka tekið undir það
fneð Guðrúnu að skipulagsákvarðanir hafa verið mjög handa-
hófskenndar og einkennst af flokkadráttum. Skipulagið líður fyrir
Þegar það verða pólitísk skipti í borgarkerfinu. Þá detta þeir hlutir
sem verið er að vinna að upp fyrir og það er byrjað á öðru. Þetta
verður hálfgerð ringulreið. Mér finnst þetta kannski sérstaklega
einkennandi fyrir miðbæinn. Hann er eins og flakandi sár og yfir-
völd hafa ýtt ákvarðanatökunni á undan sér. Það hefur ekki verið
tekið á málunum.
Auður: En af því að við erum að tala um handahófskennd
vinnubrögð, þá finnst mér þau einmitt einkenna mjög mikið öll úti-
vistarsvæði og leiksvæði borgarinnar. Það er rokið í eitt og ann-
aö, kannski eftir pressu frá íbúunum sem er góðra gjalda vert, en
Það vantar alla heildarstefnu.
Guðrún: Ég held, að fram á síðustu ár hafi ríkt og ríki raunar
enn ákveðið vanmat á gildi og nauðsyn útivistar- og leiksvæða.
það er eins og menn hafi ekki gert sér nægilega Ijóst, að við vær-
Urn þarna með hluti, sem eru mikils virði fyrir alla og því ekki sama
tfyernig að verki er staðið. Segja má að ríkjandi sé ofmat á
ékveðnum umhverfisþáttum en vanmat á öðrum. Allir eru t.d.
sammála um það, að mikilvægt sé að hafa gott gatnakerfi, en því
miður, þá er eins og menn hugleiði lítið og skynji ekki mikilvægi
ýmissa fagurfræðilegra þátta, sem gera borg þess virði að ganga
um hanaog búa í henni. Akbrautin hefur löngum t.d. skipað hærri
sess en gangstéttin.
Dagný: Mér finnst líka eins og við íslendingar höfum haft svo
lítinn skilning á okkar sögulega umhverfi, sem býr ekki hvað síst
í húsum. í þessu sambandi verður mér ósjálfrátt hugsað til Fær-
eyja, sem er líka eyjasamfélag, en þar er þessu allt öðruvísi hátt-
að. Færeyingar virðast hlúa mjög vel að sinni arfðleifð t.d. í húsa-
gerð. Öll gamla bæjarmyndin í Þórshöfn er t.d. mjög heilsteypt og
út um allar eyjar standa þessar gömlu torfkirkjur sem hefur verið
hlúð að og haldið við. Þá fer maður að hugsa um hvað hafi eigin-
lega gerst á íslandi. Það er eins og það hafi komist á einhver
„klondæk” upplausn sem hafi splundrað hér öllu verðmætamati.
Líklegast er þetta einhver eftirstríðsupplausn.
,,Ég byggi mitt hús. . .”
Sólrún: Það er eins og fólk hér á landi hafi svo litla heildarsýn,
eins og það skynji ekki samfelluna í hlutunum og hvernig eitt leiðir
af öðru. Mér finnst þetta t.d. eiga við um sögu þjóðarinnar. Fólk
lítur á hana sem röð einstakra atburða en ekki sem samhangandi
heild. Kannski fólk líti sömu augum á borgarmyndina? En hvað
veldur þessum skorti á heildarsýn sem er svo áberandi?
Guðrún: Ég held aö í því efni valdi miklu sú einstaklingshyggja,
sem er ríkari í okkur íslendingum en mörgum öðrum. Það er þetta
viðhorf: „Við erum í okkar eigin húsi á okkar eigin lóð og gerum
eins og okkur sýnist”. Við viljum eiginlega ekkert þurfa að hugsa
um nágrannann. Byggingarframkvæmdir eru nokkuð gott dæmi
um þetta. Það er afskaplega erfitt að koma þeim málum þannig
fyrir, að fólk skynji að verið sé að skapa samfélagsleg verðmæti
og það hafi þar af leiðandi einhverjar skyldur við sitt umhverfi.
Það þurfti e.t.v. að slá eitthvað af sínum ýtrustu kröfum, en verði
þess jafnframt aðnjótandi að ekki verði á það sjálft gengið. Við bú-
um í borgarsamfélagi, en erum ekki ein víðsfjarri öllum mönnum,
og því verðum við að einhverju leyti að taka gagnkvæmt tillit á
þessu sviði eins og svo mörgum öðrum.
Ragnheiður: það virðist líka vera svo lítill áhugi á samteng-
ingu. Fólk þarf alltaf að hafa ákveðna fjarlægð frá nágrannanum.
Dagný: Það vilja allir vera Bjartur í Sumarhúsum.
Ragnheiður: Já, a.m.k. ekki vera of nálægt næsta manni.
Guðrún: Þar koma fjárhagssjónarmið líka við sögu. Ég hef oft
rekið mig á það, að fólk er hrætt við tengsl við annan aðila,
þ.e.a.s. framkvæmdalega. Fjármögnunin hvílir svo mikið á herð-
^agný Helgadóttir
Guðrún Jónsdóttir og Ragnhelður Ragnarsdóttir
11