Vera - 01.01.1984, Side 28
FJÖLSK YLDA N
Þegar fjallaö er um fjölskylduna og hlutverk hennar, er hægt að nálgast
efnið á margvíslegan hátt. Allir vita af eigin reynslu að fjölskyldan gegnir
mjög mikilvægu hlutverki í lífi einstaklinganna og hefur mikil áhrif á mótun
þeirra og lífsskilyrði. En hlutverk fjölskyldunnar í samfélaginu er ekki síður
mikilvægt. Fjölskyldan er „stofnun” í efnahagskerfinu og sem slík hefur
hún þróast og breyst í samræmi við breytingar á þjóðfélaginu.
í þessari grein ætla ég fyrst og fremst að fjalla um efnahagslegt hlutverk
fjölskyIdunnar og þær breytingar sem á því hafa orðið í tímans rás. Það gef-
ur auga leið að þessu verða ekki gerð nein tæmandi skil í stuttri grein og
mun ég því stikla á stóru.
Rétt er að geta þess að það sem hér fer á eftir er að nokkru leyti byggt
á bókinni „Capitalism, the Family and Personal Life” (Kapítalisminn, fjöl-
skyldan og einkalífið) eftir mann að nafni Eli Zaretsky.
En fyrst nokkur almenn orð um hlutverk
fjölskyldunnar. Fjölskyldan hefur allt í
senn efnahagslegu, félagslegu og sál-
fræðilegu hlutverki að gegna. Þessar þrjár
hliöar á hlutverki fjölskyldunnar skarast
auövitaö meira eða minna og er mjög erfitt
og varla rétt að fjalla um þær einangraöar
hverjar fyrir sig. En til að gera langa sögu
stutta þá má kannski segja að hiö efna-
hagslega hlutverk hennar só hin sk.
„endurframleiösla” á vinnuafli. Undir
hugtakið endurframleiðsla fellur það að
fæða börn, ala þau upp þar til þau eru til-
búin til aö skila vinnuafli sínu á vinnu-
markaðnum og halda hinum fullorðnu
(ekki síst körlum) gangandi frá degi til
dags varðandi fæöi og klæöi og andlega
umönnun (þessu má kannski líkja viö við-
hald á bíl!). Þaö gefur auga leið aö þaö eru
fyrst og fremst konur sem sinna þessu
hlutverki.
Hið félagslega og sálfræöilega hlutverk
fjölskyldunnar er m.a. fólgiö í því að sjá um
félagsmótun barna; hún sér um að móta
þau þannig að þau aðlagist samfélaginu,
verði ekki andfélagsleg eða uppreisnar-
gjörn. Það sem við- köllum uppeldi eða
„félagsmótun” miðar ekki síst að því að
kenna fólki að þekkja sinn stað í samfélag-
inu, þaö valdamunstur sem þar ríkir og
undirbúa það fyrir launavinnuna.
Fjölskyldan gegnir líka þvl hlutverki aö
vera skjól og athvarf í firrtum og hörðum
heimi. í fjölskyldunni fær fólk útrás fyrir til-
finningar sínar og þörfum sínum fyrir um-
hyggju og hlýju fullnægt að einhverju leyti.
Má meö nokkrum rétti segjaað fjölskyldan
sé eini griöarstaður fólks í þessu sam-
félagi. Þó á þetta kannski fremur við um
karla en konur, því fjölskyldan er ekki bara
griðarstaður kvenna heldur líka að hluta til
vinnustaður þeirra.
Fjölskyldan
á miðöldum
I lénsskipulagi miöalda hafði ættin mun
meira vægi en einstaklingarnir eöa
smærri kjarnar innan fjölskyldunnar.
Hjónabönd tóku fyrst og fremst mið af
hagsmunum fjölskyldunnar en ekki þeirra
einstaklinga sem áttu aö ganga í það
heilaga. Ást, og kynlíf, umfram það sem »
var nauðsynlegt til barneigna, sóttu karlar
út fyrir hjónabandið en eiginkonur, og
þetta á öðru fremur við um hefðarfólkið,
voru taldar nk. andlegar verur. Það var
sem sagt hagkvæmnissjónarmiðið sem
réði og þótti eðlilegt á þeim tíma. Það sem
við köllum ást I dag var varla komið til sög-
unnar á þeim tíma.
Með uppkomu borgarstéttar (14.-16.
öld) veröur til ný fjölskylduímynd sem
byggir á því að hjónabandið sé félags-
skapur byggður á ást og vinnu, hjón eru
nk. vinnufélagar. Á þessum tíma er hand-
iðnaðurinn ríkjandi framleiðsluform og fjöl-
skyldurnar eru skipulagðar í gildi iðnaðar-
manna. Áherslan á hverja fjölskylduein-
ingu (hjón, börn og vinnufólk) eykst og
með aukinni einstaklingshyggju og sam-
keppni, sem skapast þegar farið er að
framleiða fyrir markað, verður fjölskyldan
efnahagsleg eining sem er í samkeppni
við samfélagið fyrir utan. Hún myndar nú
grunneiningu samfélagsins.
Kalvínstrúin og Lútherstrúin endur-
spegla þetta mjög vel því þessar trúar-
stefnur leggja mikla áherslu á tenginu trú-
arlífs og veraldarvafsturs. Þær afnema
ókvæni klerka og kirkjunnar manna og
telja hjónaband og fjölskyldulíf guði þókn-
anlegt. Siðferðisstefna þessara kirkju-
deilda var mun haröari en kaþólsku kirkj-
unnar að því leyti að þær fordæmdu allt
kynlíf sem átti sér stað utan fjölskyldunn-
ar. Þessa gætti t.d. mjög hér á íslandi eftir
siðaskipti en þá var farið að taka fólk af lífi
fyrir hórdóm.
28