Vera - 01.01.1984, Side 10

Vera - 01.01.1984, Side 10
r Ljósmynd: Þjóðviljinn REYKJAVÍK hvað œtlar þú að verða? í síðasta tölublaði af VERU var lítillega fjallað um híbýli okkar og ýmislegt sem einkennir úthverfa- byggð í borgum. Okkur langaði til þess að fylgja þessu eftir og fengum því þrjár konur, sem allar vinna við hönnun húsa eða mótun umhverfis, til að setjast niður einn laugardagseftirmiðdag og spjalla við okkur um umhverfis- og skipulagsmál. Þessar konur eru: Guðrún Jónsdóttir forstöðu- maður Borgarskipulags Reykjavíkur, en sú stofn- un fer með skipulagsmál borgarinnar, Dagný Helgadóttir arkitekt og Auður Sveinsdóttir lands- lagsarkitekt. I umræðunni var víða komið við en vegna pláss- leysis er ekki hægt að gera því öllu skil. Vonum við engu að síður að það sem hér fer á eftir, gefi les- endum VERU hugmynd um þá sýn, sem þessar konur hafa á Reykjavík, þá annmarka sem eru á skipulagi borgarinnar, ástæðurnar fyrir þeim, það sem gera mætti til úrbóta og þátt kvenna í skipu- lags- og umhverfismálum. En athugum fyrst hvernig Reykjavík kemur þeim fyrir sjónir. Guðrún: Mig langar fyrst til þess að minnast aðeins á legu borgarinnar. Þetta mjóa nes, sem borgin stendur á, setur henni náttúrulega ýmsar takmarkanir og hefur átt mestan þátt í því, hversu mjög hefur teigst úr henni til austurs. Þessa annmarka varð þó tæplega vart fyrstu 150 árin í sögu kaupstaðarins. En fram að þeim tíma var nær öll byggð innan Hringbrautar. Flugvöll- urinn hefur svo einnig aukið á þann vanda sem áður er getið og hindrað að ýmsu leyti eðlilega þróun borgarmyndarinnar. Ég get svo bætt því við að mér finnst borgin heldur dreifð, sundurlaus og ósamstæð og bera það með sér, að hún hefur þróast einhvern veginn eftir hendinni. Útsýnið, ekki síst fjallasýnin, bætir þó oft upp það sem verkum mannanna er ábótavant. í Reykjavík horfa menn oft frekar á fjöllin en mannanna verk. Dagný: Já, mig langar líka að minnast aðeins á hina fallegu staðsetningu borgarinnar til þess að byrja á því jákvæða. Mér finnst þessi staðsetning bjóða upp á svo óskaplega marga mögu- leika sem mór finnst ekki hafa verið nýttir. Þá er mér efst I huga strandlengju mistökin. Að mínu mati hefði strandlengjan átt að fara undir íbúðabyggð en ekki verksmiðjur, eins og nú er. Auður: Mér finnst mjög einkennandi hvað skipulag borgarinn- ar er karakterlaust, maður finnur engan fastan punkt I þessu. Þeir möguleikar sem hafa verið t.d. I landslagi, hafa ekkert verið nýttir til að gefa borginni karakter. Dagný talaði um strandlengjuna, en það má líka nefna fleira. Það sem hefur einkennt þetta nes eru klappir, móar, melar og holt og þetta er allt að hverfa. Ef þetta hefði verið betur nýtt og betur passað upp á strandlengjuna, þá hefðum viö getað fengið net af góöum, opnum útivistarsvæðum, sem tengingu milli bæjarhverfa. En því miður, þá virðist algert fyr- irhyggjuleysi hafa verið ríkjandi. Dagný: Eins og Guðrún, þá upplifi ég Reykjavík sem mjög dreifða borg, sem einkennist af miklum umferðarþunga. Öll þessi umferð gerir það að verkum, að maður upplifir stress I þessari borg, sem mér finnst mjög óeðlilegt, miðað við ekki stærri borg. Nú, annaðsem mig langartil að minnast áeru úthverfin. Það sem einkennir þau dálítið mikið, er hversu lengi þau eru í mótun. Það er nýbyggingarbragur á þeim í óskaplega mörg ár. Það er svo lengi verið að ganga frá öllu umhverfi og húsin sjálf eru svo lengi í smíöum. En ég vil koma því að, að mér finnst frágangur lóða vera að batna. Það er eins og fólk sé að vakna til vitundar um mikilvægi góðs umhverfis. Ef ég ætti að nefna fleiri smáatriði, þá gæti ég t.d. nefnt hvað verksmiðjuhverfi hafa á sér ómanneskjulegt yfir- bragð. Ég get ekki ímyndað mér að þau þurfi að vera svona: TEXTI: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Ragnheiður Ragnarsdóttir 10

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.