Vera - 01.01.1984, Side 31
■»
sem hafi einungis gildi fyrir einstaklinginn
en ekki heildina, hefur ýtt undir þá rang-
hugmynd að konur, sem húsmæður og
mæður, stæðu utan allra framleiðsluhátta
og stétta, þær eru flokkaðar í stéttir eftir
eiginmönnunum. Marxistar og sósílistar af
ýmsu tagi hafa m.a. gert sig seka um þetta
og fram að þessu eingöngu litið á þá hlið
kerfisins þar sem gróöinn verður til. Með
þessu móti hafa þeir margir hverjir glatað
tilfinningunni fyrir samfélaginu sem órofa
heild og að meira eða minna leyti útilokað
fjölskylduna úr sinni pólitísku baráttu.
Þetta hefur svo gert það að verkum að þeir
hafa ekki skilið hið sérstaka við kúgun allra
kvenna en fyrst og fremst einblínt á kúgun
þeirra kvenna sem tilheyra verkalýðsstétt.
Ég vil alls ekki gera lítið úr kúgun þeirra,
síöur en svo, en kúgun þeirra verður ekki
skilin nema farið sé ofan í saumana á kúg-
un allra kvenna. Því þó svo að konur fari út
á vinnumarkaðinn og standi í miöri vöru-
framleiöslunni, þá breytir það sáralitlu um
stööu þeirra innan fjölskyldunnar. Þær
sitja áfram með störfin þar sem bætast of-
an á útivinnu þeirra. Meðan ástandið er
eins og það er í dag, þá er engin lausn í því
aö hvetja þær til að taka þátt í atvinnulífinu
af fullum krafti.
Þrátt fyrir fulla atvinnuþátttöku kvenna,
þá bera þær áfram ábyrgð á líkamlegri og
sálarlegri heill fjölskyldumeðlimanna.
Konur vita að gefist þær upp eða neiti
ábyrgðinni, þá hefur það afdrifaríkar af-
leiðingar fyrir alla í fjölskyldunni. Þær
munu því aldrei víkjast undan þessari
ábyrgð nema eitthvað annað sé komið í
staðinn.
í fjölskyldunni er enn til staðar sú sam-
staða og sá stuðningur við einstaklinginn
sem hvergi annars staðar er að finna. Til
vitnis um það má nefna að börn úr veikum
fjölskyldum fara yfirleitt verr út úr sam-
félaginu en börn sem hafa styrkan stuðn-
ing fjölskyldunnar. Hitt er svo annað mál
hvort fjölskyldan geti staðið undir þeim
mikla þrýstingi sem því fylgir að vera-eina
athvarf fólks í hörðum heimi. Margt bendir
til að svo sé ekki. Meöan vaxta- og sam-
dráttarverkir hagkerfisins eru teknir út á
fjölskyldunni er hætt við að hún geti ekki
axlað alla þá ábyrgð sem samfélagið legg-
ur henni á heröar.
Sólrún Gfsladóttir
P.S.
Þessi grein var upphaflega fyrirlestur sem
fluttur var hjá Rauðsokkahreyfingunni
þann 14. nóvember 1981. Hér birtist hann
lítillega breyttur.
framleiðslu, sem afurð mannlegs vinnu-
afls.
Með tilkomu afmarkaðs einkalífs eykst
frelsi einstaklingsins til að velja sér maka
og aukin áhersla er lögð á barnæsku, ást
og kynlíf sem markmið í sjálfu sér, sem
eitthvað sem lifir sjálfstæðu lífi ótengt öllu
öðru. Litið er t.d. á barnæsku sem sjálf-
stætt tímabil sem lýtur eigin lögmálum en
ekki einungis sem mótunartíma fyrir full-
orðinsárin sbr. alla þá áherslu sem lögð er
á ímyndunarafl og ævintýralega hugsun
barna. Þegar farið er að líta á barnæskuna
á þennan hátt, fer breytingin úr barni í full-
orðinn einstakling að verða vandamál fyrir
ooglinginn og hið sk. „unglingavanda-
^iál” kemur til sögunnar. Það hefur líka
sitt að segja að þróun samfélagsins er svo
er að foreldrar verða mjög fljótt gamaldags
þac sem þeir eru börn og fulltrúar þróunar-
sfig auðvaldssamfélagsins sem gengið er
om garð.
Húsmæðrastétt
Þegar til varð sérstakt og afmarkað svið
[ samfélaginu fyrir einkalífið, þá varð um
leið til sérstök stétt húsmæðra og mæðra
Seni hafa það hlutverk með höndum að
endurframleiða stöðugt þetta svið. Hug-
O'tyndafræðin um einkalífið sem eitthvað
31