Vera - 01.01.1984, Side 15
BYLTING
í getnaðarvörnum
KARLA
Á þingi kvenskurðlækna sem
haldið var nýlega við Ann Arbor
Wedical Center, voru kynntar fyrstu
niðurstöður nýrra rannsókna í getn-
aðarvörnum karlmanna. Dr. Sophie
Merkin við Merkin sjúkrahúsið
kynnti fyrstu niðurstöður tilrauna
sem hún gerði á 763 ungum stúd-
entum við stóra háskólastofnun í
niiðvesturríkjunum, án þeirra vit-
undar.
I skýrslu sinni segir dr. Merkin að með
Þessari nýju getnaðarvörn — IPD — sé
nánast um byltingu aö ræða í getnaðar-
vörnum fyrir karlmenn. Nýjungin verður
væntanlega kynnt á markaðnum undir
nafninu Umbrelly.
IPD (intra-penis device, á ísl. innanlims-
apparat) líkist mjórri óuppspenntri regnhlíf
sem færð er gegnum reðurhöfuðið (ollon-
et) og þrýst inn í punginn með nokkurskon-
kólf. í sumum tilvikum geta myndast göt
é pungnum, en það hefur litla þýðingu þar
eð karlmaðurinn hefur fáa taugaenda í
Þessum líkamshluta. Á neðri enda regn-
hlífarinnar er sæðisdrepandi hlaup (á
ensku jelly, þar af nafnið Umbrelly). Rann-
sóknir á 1000 hvítum hvölum (en kynfæri
þeirra ku vera mjög áþekk karlmannsins)
hafa sýnt að Umbrelly virkar óaðfinnan-
lega því það hindrar sæðisframleiðsluna.
Umbrelly er einnig fullkomlega viðunandi
frá sjónarhóli kven-hvalsins þar sem appa-
ratið hefur engin truflandi áhrif á kynferðis-
legar nautnir hennar.
Sýking í pungnum
„Aöeins tvö dauösföll”
Dr. Merkin sagði að Umbrelly væri töl-
fræðilega séð örugg getnaðarvörn fyrir
karlmenn. Af 763 stúdentum rannsóknar-
innar dóu aðeins tveir af sýkingu í pungn-
um, og aðeins 20 þjáðust af bólgum. 3
fengu krabbamein I eistun og 13 voru of
þunglyndir til þess að þeim risi hold. Dr.
Merkin segir að algengustu fylgikvillarnir
séu allt frá krömpum og blæðingum, til
heiftarlegs sársauka í nára. Hún lagði
hinsvegar áherslu á að þessi einkenni
væru einungis vísbending þess að líkami
mannsins heföi enn ekki náð að aðlagast
hinu nýja apparati. Vonaðist hún jafnframt
til aö slík einkenni hyrfu innan árs.
— Ein af aukaverkunum IPD sem dr.
Merkin nefndi stuttlega var hættan á alls-
herjar sýkingu í pungnum, sem hefði í för
með sér að nauðsynlegt væri að fjarlæga
eistun. „Þetta skeður þó aðeins í örfáum
tilfellum” sagði dr. Merkin, „alltof sjaldan
til að hafa nokkra tölfræðilega þýðingu”.
Hún og aðrir virtir meðlimir „Women’s
College of Surgeons” eru sammála um að
kostir IPD séu það miklir og ótvíræðir að
þeir vegi í alla staði upp á móti hugsanleg-
um aukaverkunum einstakra karlmanna.
Þýtt úr Kvinnovetenskaplig
Tidskrift 4/80
Ég tek áhættuna að verða ákærð fyrir
dreifingu kláms (og/eða guðlast) og sendi
ykkur þessa grein sem ég þýddi úr Kvinn-
ovetenskaplig Tidskrift nr 4/80. Ég þurfti
reyndar að lesa þetta tvisvar til að fatta að
þetta er brandari, — að minnsta kosti dreg
ég þá ályktun þar sem hvorki er dagsetn-
ing í textanum né undirskrift. Síðan fannst
mér þetta alveg drepfyndið (sem það
kannsi er?) þangað til ég las bókina
„Lyckopillret” eftir sænska blaðakonu að
nafni Ylva Floreman. Þetta er nefnilega
ekki fyndnara en það, að sjálfsagt þykir að
gera tilraunir á konum, oft með afleiðing-
um sem eru ekki svo ýkja frábrugnar þeim
sem er lýst í greininni. Mér stökk ekki bros
á vör við lestur bókarinnar og ákvað að
taka hugsunarlausan húmor minn til end-
urskoðunar.
— Meðal þeirra (oftast kallað vægu)
aukaverkana p-pillunnar sem getið er í
kokkabókum lækna, er að finna allt frá
15