Vera - 01.01.1984, Qupperneq 29

Vera - 01.01.1984, Qupperneq 29
> Eli Zaretsky telur aö á þessum tíma hafi staöa kvenna verið betri en síðar varð í auðvaldssamfélaginu þar sem þær höfðu ennþá hlutverki að gegna innan fjölskyld- unnar, sem talið var mikilvægt í samfélag- inu. En þrátt fyrir þetta þá styrkjast á sama tíma yfirráð karla og þeir verða óumdeilan- iegt höfuð fjölskyldunnar. Á þessum tíma er ennþá litið á fjölskylduna sem náttúru- *ega einingu, þe. að hún sé hluti af náttúr- unni en ekki samfélaginu og þ.a.l. er jafn- rétti kvenna ekki komið á dagskrá. Það efast enginn um þá skipan mála sem ríkir 'nnan fjölskyldunnar. ^arlveldi og kapítalismi ^eð tilkomu iðnvæðingar á 18. öld flyst °li sérhæfð vinna út af heimilinu og inn í Verksmiðjurnar. Þar fór hún fram ótrufluð ef heimilishögum og hafði þetta óhjá- kvæmilega í för með sér breytingar á fjöl- skyldunni. Vélarnar gerðu það að verkum að líkamsafl skipti ekki svo miklu máli heldur var fingralipurð og natni oft hærra skrifuð t.d. við spunavélarnar og vefstól- ana í klæðaiðnaðinum. Var því hagkvæmt að notast við konur og börn einkum og sér í lagi þar sem laun þeirra voru mun lægri en laun karla. Allt innra líf fjölskyldna verkafólks byggðist á baráttunni fyrir brýn- ustu nauðþurftum og öll hefðbundin verkaskipting riölaðist. Enginn var nú til að halda fjölskyldunni gangandi frá degi til dags né til að sjá um uppeldi barna. Hver og einn varð að bjarga sér sem best hann gat. Fjölskyldan var í upplausn. I kjölfar þessa tóku verkakarlar að heimta konurnar sínar aftur og borgara- stéttin sá einnig fram á að upplausn fjöl- skyldunnar myndi aðeins hafa í för með sér verri verkalýð. Á 19. öld koma því ýms- ar lagasetningar varðandi kvenna- og barnavinnu sem eru til þess gerðar að bjarga fjölskyldunni. Á sama tíma er farið að útiloka konur frá verkalýðsfélögum og verkakarlar setja fram kröfuna um fjöl- skyldulaun, þ.e. ein laun sem nægi fjöl- skyldu til framfærslu. Er þetta lýsandi dæmi um það þegar hagsmunir karlaveld- is og kapítalisma falla saman. Fjölskyldan og hagkerfið Fjölskyldan er og hefur alltaf verið hluti af hagkerfinu eða efnahagslífinu þó svo að í dag sé yfirleitt um hana talað sem því al- gerlega óviðkomandi. Þegar ég segi að hún sé hluti af því, þá á ég ekki aðeins við að hæðir og lægðir í efnahagslífinu hafi áhrif á afkomu fjölskyldunnar, heldur bein- línis að í fjölskyldunni sé haldið uppi ákveðinni framleiðslu sem sé ómissandi fyrir hagkerfið. Þegar talað er um fram- leiðslu í hefðbundnum skilningi þá er alltaf átt við vöruframleiðslu, framleiðslu á vöru fyrir markað, vöru sem seld er og skilar gróða. En eins og ég vék að í upphafi þessarar greinar, þá er fleira framleitt en söluvörur. og efnahagslífið 29

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.