Vera - 01.01.1984, Page 9
Kvennaframboðið vill að raunveruleg áhrif íbúa borgarinnar á
skipulag hennar komi í stað þess sýndarlýðrœðis sem nú ríkir. Haft
skalsamráð við íbúa um skipulagningu nýrra hverfa og endurskipu-
hgningu eldri hverfa.
I öllu borgarskipulagi verður að taka mið af daglegum þörfum
fólks, svo sem innkaupum, barnaheimilum, atvinnu, tómstundum
°8 hvíld. Hverfin eiga að vera blönduð að byggð og í hverju hverfi
misstórar íbúðir fyrir mismunandi fjölskyldur og sambýlisform.
Skipting borgarinnar í íbúðarhverfi, atvinnu-, verslunar- og
bjónustuhverfi er óœskileg. I íbúðahverfum eiga einnig að vera at-
vinnufyrirtceki sem hafa ekki slœm áhrif á umhverfið vegna meng-
nnar eða annarra óþœginda. Hverfin eiga að vera skipulögð með
þarfir ólíkra þjóðfélagshópa í huga.
Leggjaþarf rœkt viðgömlu hverfin ogfullnýtaþá möguleika sem
þau búayfir. Við endurnýjun þeirra ber að taka tillit til byggðar,
gróðurs, náttúru og menningarverðmœta. Lögð skal alúð við að
búa tilskjólgóð útivistarsvæði og reynt verði á allan hátt að gera úti-
veru í hverfunum aðlaðandi og örugga fyrir alla aldurshópa.
Kvennaframboðið styður almennar hugmyndir í skipulagsgögn-
um borgarinnar um þéttingu og blöndun byggðar en leggur áherslu
á að þœr verði framkvœmdar í samræmi við vilja íbúa.
Viðþéttingu byggðar íeldri hverfum eiga sambýlishús með íbúð-
um og húsrými fyrir sameiginlega þjónustu að gangafyrir. Þarskal
miðað við þarfir aldraðra, fatlaðra og ungra fjölskyldna.
Kvennaframboðið styður tillögur er komið hafa fram um að
flytja flugvöllinn úr miðborg Reykjavíkur. Við bendum jafnfram á,
að þetta mál er brýnt af öryggisástœðum. Viðflutningflugvallarins
gefst kostur á útivistarsvœðum við suðurströndina en noðurströnd-
in hefurþegar verið lögð undir iðnað og hafnarmannvirki. Brýnt er
að leysa mengunarvandamál við strendur borgarinnar og bœta þarf
hvers kyns mengunarvarnir í borginni sjálfri.
Samgöngur með almenningsvögnum þarf að bœta, þannig að
fljótlegt og einfalt verði að ferðast bœði innan hverfa og á milli
borgarhluta. Það dregur úr umferð einkabíla og skipulag umferðar-
mála verður markvissara. Þess skal gœtt að öryggi gangandi og
hjólandi fólks sitji Ifyrirrúmi. Fatlaðir verða að komast leiðar sinn-
ar um borgina og eiga greiðan aðgang að stofnunum hennar.