Vera - 01.01.1984, Blaðsíða 12
um einstaklinganna og þá vill fólk geta ráðið byggingarhraðanum
sjálft, en ekki vera háð næsta manni.
Auður: En hafa skipuleggjendur ekki verið svolítið ofurseldir
þessum Bjarts í Sumarhúsum hugsunarhætti og ekki nógu dug-
legir við að kynna aðra hluti?
Dagný: Ég veit það ekki. Mér finnst vera áberandi alveg gífur-
lega rík einstaklingshyggja hjá því fólki sem maður hefur verið að
vinnafyrir. Ég hef sjálf verið í því að hanna hverfi á Eiðsgrandan-
um þar sem maður ætlaði nú virkilega að koma inn þeim ávinn-
ingi sem fólk hefur að samnýtingu. Þarna eru húsin meira eða
minna eins, það eru þrjár húsgerðir sem ganga þarna í gegn.
Þarna átti að vera hægt að vinna með flekamót og samnýta þau
en það fór allt í vaskinn. Það kaupir bara hver sitt timbur og slær
upp sínu húsi og það kemur ekki öðrum við. Þetta er bara rauð-
ur þráður i gegnum byggingarmál íslendinga. ,,Ég byggi mitt hús
og ég ræð þar öllu sjálfur og búið.”
fengið hljómgrunn. Tillögur um breytingar frá því venjulega eiga
töluvert erfitt uppdráttar. Ég get tekið litið dæmi: Vilji einhver fitja
upp á nýjungum við frágang gatna, þó ekki sé annað, þ.e. hafi
einhverja skoðun á því að ganga mætti frá tiltekinni götu með öðr-
um hætti en nú tíðkast, t.d. í því skyni aðdragaúr umferðarhraða,
þá er það óhemjulegt erfiði að koma slíkri hugmynd á framfæri og
fá hana framkvæmda þannig að sómi sé að.
Auður: Já, það er alveg gífurlega erfitt að koma nýjum hug-
myndum á framfæri við borgaryfirvöld. Það er eins og það sé svo
lítill vilji fyrir því að prófa eitthvað nýtt. Ég get tekið sem dæmi þær
hugmyndir sem voru um vistgötur í Selási. Fyrir mér var umræð-
an um þær í raun og veru „prinsippumræða”. Ég gerði tillögu að
slíkum götum en þeim var fundið allt til foráttu. Ef það var ekki
vinnan við að leggja þær þá var það snjómoksturinn eða eitthvað
annað.
Takmarkaður áhugi á nýjungum
Auður: En eru þaðekki lánamálin sem stjórna þessu? Fólk þarf
að byggja sjálft og leggja á sig alveg gífurlega vinnu til að koma
þessum húsum upp, og það hefur ekki tíma eða orku afgangs til
að hugsa um annað.
Miðbærinn
Ragnheiður: Við höfum talað þó nokkuð um það sem aflaga fer
í borginni, en er hægt að breyta þessu? Nú er það staðreynd að
við erum með þessa háu brunagafla í Gamla bænum eins og
Hann á að endurspegla okkar fortíð.
Auður Sveinsdóttir
Guðrún: Jú, það er bæði þessi sterka einstaklingshyggja og
líka viss ótti sem ræður ferðinni. Fólki finnst það hafa nóg með að
fjármagna sitt þó það þurfi ekki að vera háð einhverjum öðrum
líka. En það hefði nú ekki átt að koma málinu við á Eiðisgrandan-
um.
Ragnheiður: Fólk hefur náttúrulega mjög lítið svigrúm til að
vera í einhverjum „spekúlasjónum” með fjármagn.
Sólrún: En gætu skipuleggjendur haft einhver áhrif á þetta
eins og Auður kom inn á áðan?
Guðrún: Skipuleggjandinn, eins og arkitektinn, er óskaplega
háður því fyrir hvern hann vinnur, og skipulag verður aldrei betra
en þeir sem unnið er fyrir. Ef manni tekst ekki að koma til skila til
ráðamanna því sem maður vill sagt hafa, er allt unnið fyrir gýg.
Ragnheiður: En hafa skipuleggjendur ekki lagt of litla áherslu
á að vera með opna umræðu um þessi mál? Hafa þeir ekki gert
of lítið af því að mynda sér einhverja stefnu og koma henni á fram-
færi?
Guðrún: Jú, það kann vel að vera, en hins vegar finnst mér að
á undanförnum árum hafi margir fagmenn haft ýmislegt gott fram
að færa í skipulagsmálum og reynt að koma því á framfæri. En
mér finnst visst vonleysi hafa gripið um sig því menn hafa sjaldan
minnismerki um hvert bananalýðveldið á fætur öðru. Það er eins
og það hafi komið stórveldistími og verið rokið í aö byggja hús upp
á margar hæðir, en síðan verið hætt við allt saman og eftir stendur
Ijótur gafl sem gnæfir yfir byggðina og lítill húskofi við hliðina. Er
hægt að breyta borginni með því að lagfæra svona hlut eða er
bara hægt að búa sér til einhverja „útópíu” þar sem ekkert mið
er tekið af þaim Ijótleika sem borgin líður fyrir?
Allar: Nei, nei það er ýmislegt hægt að gera.
Guðrún: f þessu sambandi finnst mér nauðsynlegt að hafa í
huga að Reykjavík er höfuðborg og við þurfum að eiga okkar mið-
bæ, og hann á að vera fallegur og virðulegur, jafnfram því sem
hann á að endurspegla okkar fortíð. Þetta finnst mér skipta máli
fyrir alla sem í landinu búa og við verðum að verja peningum í að
gera hana þannig úr garði. Við veröum að nota byggingarefni
sem eru svolítið „grand” og hafa þetta almennilegt.
Auður: Já, ég er alveg sammála þessu. Miðbærinn þarf að fá
einhvern karakter og hann verður að standa undir nafni.
Ragnheiður: Haldið þið ekki að það myndi smita út frá sér ef
gengið yröi almennilega frá miðbænum, ef hann væri loksins
kláraður? Ef það væri til eitthvað fallegt í þessari borg sem maður
gæti verið stoltur af?
12