Vera - 01.07.1984, Blaðsíða 2

Vera - 01.07.1984, Blaðsíða 2
Synd væri að segja að um miðaldra konur, iíf þeirra og vandamál, sé mikið fjallað í fjölmiðlum. Með þau mál erfremur farið sem feimnismál. Með þessu hefti rífur Vera þann þagnarmúr. Hið svokallaða breytinga- skeið, þ.e. tíðahvörfin, verður þó oft hverfipunktur til hins verra í lífi kvenna. í stað þess að uppskera þá ríkulegan árangur lífsstarfs okkar, stöndum við margar með tvær hendur tómar í eiginlegri og óeigin- legri merkingu. Samkvæmt ríkjandi skilgreiningum karlveldisins er okkar hlutverki sem kynverum og mæðrum lokið og þar með gagnsemi okkar. Við erum ekki lengur gjaldgengar á kynmarkaðnum. Hitakóf, grá hár og hrukkur falla ekki að stöðluðum hugmynd- um um hið kynæsandi leikfang karla, gervikonuna sí- ungu. Við erum heldur ekki eftirsóttar á vinnumarkaðn- Kona þarf mötg ár til að vinna sér þegnrétt þar, /el við lægst launuðu störfin. Það erum við, ir miðaldra, sem verðum harðast úti og fáum uppsagnarbréfin, þegar hagræðingar- og aðartilraunum er beitt. Um það vitna fjöldaupp- raestingakvenna á sjúkrastofnunum. íur, sem leita eftir vinnu þegar þær eru um immtugt, vita það af eigin raun að störfin eru ekki mörg sem standa til boða. Og hafi kona ekki aðra irfsreynslu en þá að hafa komið börnum til manns l rekið heimili, takmarkast möguleikarnir enn. Mið- i húsmæður eiga ekki margra kosta völ. Þær eru tindalausar og atvinnumöguleikar þeirra eru tak- larkaðir. Hlutskipti margra er félagsleg einangrun I sú tilfinning, að vera til einskis nýt, verður áleitin. En hvað er til ráða? Fyrsta skrefið er að átta sig á hvað er raunveruleiki og hvað eru goðsagnir í lífi okk- ar. Erum við einskis nýtar eins og karlveldis skil- greiningin á hlutverki okkar vill vera láta? Sættum við okkur við þá skilgreiningu? Svarið við báðum spurn- ingunum hlýtur að vera NEI, því annars tökum við sjálfkrafa á okkur ok hins kúgaða, engum til góðs en öllum til skaða. G.J. VERA 3/1984 JÚLÍ Útgefandi: Kvennaframboðið í Reykjavík og Samtök um Kvennalista Símar: 22188, 21500 og 13725 Ritnefnd: Guðrún Jónsdóttir Gyða Gunnarsdóttir Helga Thorberg Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kristín Blöndal Magdalena Schram Margrét Rún Guðmundsdóttir Sigríður Sveinsdóttir Auk þess unnu að þessu blaði: Dagbjört Bjarnadóttir Guðrún Erla Geirsdóttir Herdís Sveinsdóttir Rannveig Ólafsdóttir Starfsmaður VERU: Sonja B. Jónsdóttir Útllt: Solla, Helga, Malla og Margrét Rún Ábyrgðarmaður: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Auglýsingar og dreifing: Guðrún Alfreðsdóttir Setning og filmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun: Solnaprent Ath. Greinar í Veru eru birtar á ábyrgð höfunda og eru ekki endilega stefna útgefenda. Áskriftarsímar: 21500, 22188 og 13725

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.