Vera - 01.07.1984, Síða 20
STEFNA VERU
Kæri lesandi
Fram til dagsins í dag hefur VERA verið gefin út af
Kvennaframboðinu í Reykjavík. Frá og með þessu tölublaði
breytist þetta þar sem Kvennaframboðið og Kvennalistinn
hafa nú gert með sér helmingafélag um útgáfu blaðsins.
Hafa nú bæði þessi samtök sömu réttindi og skyldur gagn-
vart VERU og skipa jafnmarga fulltrúa í ritnefnd blaðsins.
Teljum við þetta tvímælalaust til hagsbóta fyrir VERU sem
og fyrir umræðuna um kvenfrelsismál, þar sem þetta mun
væntanlega renna styrkari stoðum undir útgáfuna og sam-
eina á einum stað þá krafta sem að öðrum kosti hefðu
hugsanlega dreifst á tvö blöð.
Þetta helmingafélag á ekki að breyta þeirri ritstjórnar-
stefnu sem mörkuð hefur verið frá því VERA hóf göngu
sína. Hafa bæði samtökin orðið ásátt um þá meginstefnu
sem hér fer á eftir. Gagnvart lesendum er þessi breyting
fyrst og fremst í þvi fólgin að auk „borgarmálakálfs” verður
nú „þingmálakálfur” í blaðinu. Jafnframt verður svo stefnt
að því að gefa út 9 blöð á ári í stað 6 áður. Að öllu saman-
lögðu ætti þetta því að þýða aukna þjónustu við lesendur
blaðsins.
Hingað til hefur VERA eingöngu verið unnin í sjálfboða-
vinnu en á þessum tímamótum hefur það gerst, að VERA
hefur fengið starfsmann, sem mun hafa yfirumsjón með
útgáfu blaðsins. Er það Sonja B. Jónsdóttir og er hún yfir-
leitt við í Kvennahúsinu fyrir hádegi og svarar þá í síma
22188. Bjóðum við hana velkomna til starfa.
1. VERA fjalli um reynsluheim kvenna í hvaða
formi og á hvern þann hátt, sem konur velja að
segja hug sinn.
2. VERA er málgagn kvenfrelsisbaráttu eins og hún
birtist í hugmyndafrœðigrundvelli og stefnu-
skrám Kvennalista og Kvennaframboðs. Blaðið er
þó opin umræðuvettvangur allra kvenna enda séu
greinar birtar á ábyrgð greinarhöfunda sjálfra. Þó
skal ritnefnd heimilt að hafna greinum sem hún
telur ekki hæfar til birtingar.
3. VERA birtir ekki auglýsingar eða greinar sem á
einhvern hátt eru kvenfjandsamlegar. Ritnefnd
getur þó gert undantekningar með greinar sem
hún telur svaraverðar og skal þeim þá svarað í
sama blaði.
4. Stefnt skal að því að blaðið komi út reglulega, 9
sinnum á ári.
5. Hlutföll borgarmála- og þingmálafrétta saman-
lagt af efni blaðsins fari ekki yfir 20%.
6. Stefnt skal að því, að útgáfa VERU verði ekki háð
auglýsingum, en meðan svo er fari þær ekki yfir
20% af efni blaðsins.