Vera - 01.07.1984, Blaðsíða 46

Vera - 01.07.1984, Blaðsíða 46
Ef þið eigið leið um London... Ef þið eigið leið um London þá látið ekki hjá líða að koma við í Kvennahúsinu, Hungerford House, sem stendur við The Embarkment við hliðina á neðanjarðar- stöðinni, sem ber sama nafn. Hungerford House er rekið sem upplýs- inga miðstöð um ótölulegan fjölda kvenna- hópa og kvenna starfsemi sem rekin er af kvenfrelsiskonum í London. Auk þess er í húsinu ágætis kvenna- bókasafn og bóksala þar sem nýjustu bækur og tímarit sem fjalla um kvenfrelsis- baráttuna eru á boðstólum. í húsinu er setustofa, þar sem maður getur fengið sér kaffi- eða tesopa, hitt kon- ur og spjallað saman. Starfskonur hússins eru einkar hjálp- samar og taka fagnandi á móti gestum. Við fórum nokkrar í heimsókn þangað í vetur og mælum með staðnum sem slík- um. Þaö er ómetanlegt að geta á einum stað fengið hugmynd um það fjölbreytta starf sem kvenfrelsishreyfingarnar í London vinna. Heimilisfangið er: Hungerford House, Victoria Embarkment, London WC2, England. G.J.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.