Vera - 01.07.1984, Page 46

Vera - 01.07.1984, Page 46
Ef þið eigið leið um London... Ef þið eigið leið um London þá látið ekki hjá líða að koma við í Kvennahúsinu, Hungerford House, sem stendur við The Embarkment við hliðina á neðanjarðar- stöðinni, sem ber sama nafn. Hungerford House er rekið sem upplýs- inga miðstöð um ótölulegan fjölda kvenna- hópa og kvenna starfsemi sem rekin er af kvenfrelsiskonum í London. Auk þess er í húsinu ágætis kvenna- bókasafn og bóksala þar sem nýjustu bækur og tímarit sem fjalla um kvenfrelsis- baráttuna eru á boðstólum. í húsinu er setustofa, þar sem maður getur fengið sér kaffi- eða tesopa, hitt kon- ur og spjallað saman. Starfskonur hússins eru einkar hjálp- samar og taka fagnandi á móti gestum. Við fórum nokkrar í heimsókn þangað í vetur og mælum með staðnum sem slík- um. Þaö er ómetanlegt að geta á einum stað fengið hugmynd um það fjölbreytta starf sem kvenfrelsishreyfingarnar í London vinna. Heimilisfangið er: Hungerford House, Victoria Embarkment, London WC2, England. G.J.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.