Vera - 01.07.1984, Blaðsíða 18

Vera - 01.07.1984, Blaðsíða 18
1 detta í hug að leita lceknis,” sagði hún. „Það er ekkert að mér líkamlega. Ég hef hvergi þrautir. Ég á fagurt heimili oggóðan eiginmann. Börnin mín eru upp vaxin oggift. Ég veit, að ég er vel heilbrigð, og ég hef verið mjög hamingju- söm, og það er einmitt þess vegna, sem armœðan sœkir að mér. Ég er svo döpur, að mig langar mest til að deyja, og líklega vœri það bezt. „En vitið þér ekki — ”? ætlaði ég að takafram i. „Nei, nei, bíðið andartak,” sagði hún. „Ég var viss um það, að ég vœri orðin geðveik, en í nótt, þegar ég lá and- vaka, varð mér Ijóst, að svo var ekki, heldur aðeins hitt, að mín er engin þörf lengur. Mér hefur ætíð fundizt, að ég hefði mikilvægu hlutverki að gegna fyrir fjölskyldu mína, en í nótt varð mér það Ijóst, hve auðvelt væri að kaupa, og það fyrir lítið verð, allt sem ég geri til gagns nú orðið. Eiginmaður minn hefur atvinnu sína að stunda og það skipar honum sess í lífinu, og heimurinn erfullur af yngri og laglegri konum en ég er, ef hann vildi sinna því. Af hverju skyldi ég halda áfram að lifa?” Og þaö stóð ekki á lækningu. Hinn mikilsvirti kvensjúkdóma- laeknir leiddi konuna inn i sólríka stofu bak viö lækningastofuna og sýndi henni dásemdir læknavísindanna — allskyns sprautur og glerhylki. Konan hressist óðara og spyr hvort hún geti fundið hamingjuna aftur í einu þessara litlu glasa — læknirinn fullvissar hana um það og kallar á hjúkrunarkonuna til að gefa hinni döpru miðaldra konu sprautu — hormónasprautu og þar með er vand- inn leystur. ,,0g það er ekki einu sinni sárt.” En það eru ekki allar konur svona meðfærilegar. Einhverjar óheppilegustu afleiðingar, sem tíðastöðvun- in hefuríförmeðsér, erþað tækifœri, sem hún gefursum- um konum tilþess að verðaþeim, sem þær umgangast, til byrði og armœðu. Þessar konur, sem ég hef í huga, gera eins mikið úr þessu og auðið er. Þær gráta, þegar enginn vill sinna duttlungum þeirra. Þær halda börnum sínum, sem ættu að vera farin að lifa sjálfstæðu og óháðu lífi, í ánauðar- fjötrum. Þær eyðileggja hjónaböndfyrirsonum sínum og dætrum, af því að þærgeta ekki hugsað sér að táta börnin afrækja sig þannig, þegar þær eru búnar að þræla fyrir þeim svona lengi. Ég kenni sannarlega í brjósti um konur, sem þjást við tíðabreytinguna, en við þessa eigingjörnu harðstjóra veit ég ekki nema eina nógu áhrifamikla aðgerð. Hún ersú, að fjölskyldan taki þær blátt áfram með valdi og fari með þær til lœknis, og láti hann síðan fjalla um þær á þann hátt, sem hann telur nauðsynlegt. Árið 1966 kom út í USA bók eftir virtan kvensjúkdómalækni að nafni Robert Wilson. Bókin heitir „Kvenleg alla ævi” (Feminine forever). Meðal gullkorna í fimmta kafla bókarinnar, en hann ber yfirskriftina, Tíðahvörf — glötun kveneinkenna og glötuð heilsa, er að finna eftirfarandi lýsingar: .. . eggjastokkarnir skreppa saman og deyja við tíða- hvörfin. . . . konan verður sambœrileg við gelding. . . . engin kona getur verið örugg um að komast hjá ógn- um þessarar lifandi hrörnunar. Allar konur verða að horf- ast í augu við mikla vanlíðan og örkuml. . . . flestar konur gera sér grein fyrir hvílík fötlun tíða- hvörfin eru. Ég hef séð konur, sem ekki hafa fengið hormónameð- ferð, verða skrípamynd af sjálfum sér. Þó að líkamleg vanlíðan vegna áhrifa tíðahvarfanna sé sannarlega hræðileg, finnst mér þó enn dapurlegra að sjá persónuleika kvenna glatast við þau. Morð á konum vegna breytinganna við tíðahvörfin kunna að vera sjaldgæf, en þó ekki eins sjaldgæf ogflestir halda. Breytingin á nokkrum árum á konusem áður hefur ver- ið þœgileg og atorkusöm í daufgerða en tunguhvassa skrípamynd af sjálfri sér, er eitt hið dapurlegasta í mann- legu llfi. Bók Wilsons seldist í þúsundum eintaka og vinsælustu kvenna- tímaritin hafa notað hana sem heimild í skrifum sínum um ógnir tíðahvarfanna. Lausnarorð Wilsons og kvennablaðanna var að dæla í konur hormónalyfjum. Árið 1972 kom hér á landi út bókin Allt sem þú hefur viljað vita um kynlífið, eftir dr. David Reuben. Þýðandi er Páll Heiðar Jóns- son og Guðsteinn Þengilsson læknir hefur lesið handritið yfir. Á bókarkili stendur að dr. Reuben styðjist við nýjustu niðurstöð- ur rannsókna í læknis- og sálarfræði auk kynreynslu þúsunda eig- in sjúklinga. Þar segir einnig að doktorinn felli enga siðgæðis- dóma, en svari spurningum á léttan, látlausan og fullnægjandi hátt, hann færi okkur þekkinguna í stað þekkingarleysis. Hér fara á eftir sýnishorn úr 15. kafla bókarinnar sem ber heitið Tíöalok.: Hvað veidur tíðalokunum? Galli i sköpunarverkinu. Það er því líkast að eitthvað hafi verið til sparað fyrir 500 þúsund árum síðan. Þá var hámarksaldurinn 30 til 35 ára ogflest líffœrin voru miðuð við það að endast svo lengi. (Raunar voru mikilvægustu liffærin eins og hjartað og heilinn endingarbetri.) Þegar nútíma læknisfræði kom til skjalanna, varð fólk miklu langlífara en því var upphaflega fyrirhugað. Áður fyrr var konan komin undir græna torfu áður en hormónastarf- semin hœtti, en nú lifir líkami hennarþrjátíu áreða lengur eftir að eggjastokkarnir eru dauðir. Dr. Reuben útskýrir síöan eöli Estrogen-hormónsins sem sé undirstaða kveneðlisins. Þessi hormón ráði ekki aðeins líkamleg- um kveneinkennum, hann valdi einnig hinu. . ... dularfulla fyrirbrigði, sem við köllum kvenlegan hugsunarhátt. Hann stjórnar því að stúlkan hugsar eins og stúlka og hún hagar sér eins og stúlka, einkum og sér í lagi ísambandi við kynlífið. „Estrogen ” hormóninn stýr- ir öllu kynlífi konunnar, en heiti hans er dregið af gríska orðinu „oistros”, sem þýðir „blind ástríða”. Breytilegt magn hormónsins í tíðahringnum ræður mestu um kyn- þörf konunnar. Höfuðatriði þess að vera kona hverfa þess vegna, þegar eggjastokkarnir fjara út. Þegar „estrogen ” skorturinn gerir vart við sig, hverfur 18

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.