Vera - 01.07.1984, Qupperneq 25

Vera - 01.07.1984, Qupperneq 25
og aö miklum meirihluta konur eins og sjá má af könnun jafnréttisnefndar Reykjavíkur frá 1981 en niðurstöður hennar sýna að þá voru konur rúm 72% þeirra sem vinna ófaglærð og þar með lægst launuðu störfin á vinnumarkaðinum. En nú skulum við líta á hvað gert hefur verið á yfir- stöðnu þingi sem miðar að því að bæta kjör kvenna og um leið lægst launuðu þegna þessa lands. fremst sá að láglaunastörfin eru ekki virt að verðleik- um. Þessi störf þarf að vinna, þau eru nauðsynleg. Vandinn er fyrst og fremst fólginn í því verðmæta- mati sem lagt er til grundvallar þegar ákvörðuð eru laun fyrir hin ýmsu störf. Við þurfum nýtt verðmæta- mat. Ef þetta frv. verður að lögum, sem ég vona, tel ég það skref í rétta átt til þess að ná fram breyttu verðmætamati.” Guðrún Agnarsdóttir sagði m.a. í umræðum um þetta frv.: „Hér er um að ræða mannréttindamál sem barist hefur verið fyrir allt frá því að konur fóru að selja vinnu sína. En vitað er, að konur eru langstærsti hluti láglaunahópa. Og ég spyr: Hvers vegna? Af þeim athugunum sem gerðar hafa verið á vinnu kvenna og karla á Norðurlöndum kemur í Ijós, að síð- an konur fóru að selja vinnu sína hafa þær allar götur frá miðöldum a.m.k. og til dagsins í dag fengið allt að helmingi lægri laun en karlar fyrir sömu vinnu. Og ég spyraftur: Hversvegna? Hverjareru réttlætingarnar fyrir því og hver er rökfærslan? Og til að undirstrika að þetta er vandamál okkar tíma en ekki aðeins aft- an úr forneskju eða miðöldum eins og ætla mætti vil ég geta þess, að það var ekki fyrr en árið 1949 að aö ástæður fyrir mismun á meðallaunum kvenna og karla eru margar, t.d. koma hin hefðbundnu sjónarmið í 9arð kynjanna skýrt fram í því að reynt er að komast hjá þeirri lagagrein að konum og körlum skulu greidd jöfn laun fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf með því að skýra sömu störf einfaldlega mismunandi nöfnum. Yfirborganir, yfirvinna og mismunandi menntun skipta einnig máli. Konur eru líka í minna mæli yfirmenn og stjórnendur á vinnustöðum. Um hinar mörgu ástæður Þess sagði Kristin: ,,Ég nefni minni menntun kvenna, ójafnaforeldra- ábyrgð, ósamfelldan skóladag barna, tvöfalt vinnu- álag vegna heimilisstarfa o.s.frv. Þetta ástand end- urspeglar e.t.v. fyrst og fremst staölaða og úrelta skilgreiningu á fyrirvinnuhugtakinu. Flestar þeirra kvenna sem vinna utan heimilis nú til dags gera það ekki til að drepa tímann heldur blátt áfram af lífs- nauðsyn.” Og síðar: „Það sem við þurfum að gera er að endurmeta láglaunastörfin, virðaþau til hærri launa. Vandinner ekki fyrst og fremst sá, að þeir sem skipa láglauna- hópana þurfi greiðari aðgang að þeim störfum sem 9efa meiri tekjur í aðra hönd. Vandinn er fyrst og Hannibal Valdimarsson flutti frv. á Alþingi um algert jafnrétti kvenna og karla. Þar var innifalin grein sem ég vitna til með leyfi forseta: „Konum skulu greidd sömu laun og körlum við hvers konar embætti, störf og sýslanir, hvort sem er í þjónustu hins opinbera eða í þjónustu atvinnulífsins.” Þetta var árið 1949.” Þing það ár felldi frv. á þeim forsendum að það væri svo flókið að samþykkja það. Fjármálaráðherra, Jóhannes Jósefsson, sagði er hann gerði grein fyrir at- kvæði sínu: „Herra forseti. Mér finnst nú, að þótt mörg mál hafi verið kölluð krypplingar, hafi ekkert verið jafn- mikið og þetta. Ég treysti mér ekki til að setja þennan kryppling á og segi því nei.” Já, konur, en hvað skyldi hafa orðið um frv. þing- kvenna neðri deildar á því herrans ári 1984? Það var sett í nefnd og fékkst ekki afgreitt. Áhrif nýrrar tækni á íslenska atvinnuvegi í sameinuðu þingi 31. jan. s.l. spurðist Sigríður Dúna fyrir um könnun þá á áhrifum nýrrar tækni á íslenska Frumvarp um endurmat á störfum iáglaunahópa I' upphafi þings lögðu þingkonur neðri deildar fram frumvarp (frv.) um endurmat á störfum láglauna- hópa. Markmið þess er að fá hlutlausa rannsókn og endurmat á störfum og kjörum láglaunahópa svo og út- tekt á hlut þeirra í tekjuskiptingu og launakjörum í þjóð- félaginu. Endurmat á störfum kvenna er einmitt á stefnuskrá Kvennalistans en hefðbundin kvennastörf eru metin til lægstu launa í þjóðfélaginu. Vinnu- markaðskönnun Framkvæmdastofnunar fyrir árið 1981 leiddi í Ijós, að meðallaun karla eru um 52% hærri en meðallaun kvenna. í umræðum um þettafrv. kom fram

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.