Vera - 01.07.1984, Qupperneq 28
þessa flókna máls en skólar hér á landi væru afar mis-
vel búnir hvaö þetta varðaði. Hér væri því um mannrétt-
indi að ræða. Guðrún sagði ennfremur að það væri
óverjandi með öllu, að börn okkar hefðu svo misjafna
aðstöðu til náms eftir búsetu eins og raun bæri vitni. Nú-
tíminn og framtíðin gerðu æ meiri kröfur til manna, bæði
um fjölbreytta og sérhæfða menntun. Það væri því
hvorki boðlegt börnum þessa lands að draga þau svo í
dilka hvað varðaði undirbúning undir lífið né heldur
hefði þjóðin efni á því.
Svo sem við var að búast var þáltil. sett í nefnd og hef-
ur ekki litið dagsins Ijós síðan.
ÖLDUNGADEILDIR MENNTASKÓLA
OG FJÖLBRAUTASKÓLA
13. apríl s.l. lagði menntamálaráðherra Ragnhildur
Helgadóttir fram stjórnarfrumvörp um breytingar á gild-
andi lögum um menntaskóla og fjölbrautaskóla sem
snúa að því að lögfesta heildarreglur um starfrækslu
öldungadeilda. Sigríður Dúna fagnaði þessum frum-
vörpum en gagnrýndi, að nemendum í öldungadeild
skyldi gert að greiða Vb launakostnaðar við kennsluna.
Engin ástæða væri til, að fullorðnir nemendur byggju
við aðrar aðstæður en nemendur hérlendis almennt.
Fullorðinsfræðsla væri mikið réttindamál, ekki síst fyrir
konur sem almennt hefðu töluvert minni menntun en
karlar. Aðgangur að fræðslu og endurmenntun á full-
orðinsárum væri því einn mikilvægur þáttur í frelsis-
baráttu kvenna og ekki sanngjarnt að þær nytu ekki
sömu aðstæðna og börnin sem þær væru eða hefðu
lokið við að ala upp. Að auki væru launakjör kvenna
miklu lakari en karla og þeim því síður fært að borga
þennan kostnað. Beindi Sigríður Dúna því til ráöherra
hvort hún væri tilbúin til að beita sér fyrir því, að kostn-
aðarhluti nemenda væri minnkaður frá því sem nú væri
við gerð nýrrar reglugerðar og einnig hvort hún væri til-
búin aö stefna að því í áföngum að afnema þennan
kostnaðarhluta nemenda með öllu.
í svari ráðherra kom fram, að henni þætti það hvorki
gerlegt, raunhæft né skynsamlegt. Unga kynslóðin ætti
að ganga fyrir að þessu leyti og meira skipti að hafa
námsvistarpláss fleiri á þann veg sem unnt væri þegar
nemendur greiddu fræðsluna að hluta. Núverandi fyrir-
komulag hefði heldur ekki hamlað að vaxandi fjöldi
fólks hefði sótt þessa fræðslu.
Sigríður Dúna vildi ekki una svari þessu og flutti því
breytingartillögu við frv. sem hljóðaði upp á að nám í
öldungadeildum og námskeiðum fullorðinsfræðslu
skyldi vera nemendum að kostnaðarlausu.
Margir þingmenn tóku til máls um breytingartillöguna
þ.á m. Eiður Guðnason sem lýsti furðu sinni yfir að
kjarni allra mála hjá þingmönnum Kvennalistans yrði
alltaf jafnrétti alveg sama hvað um væri talað. Þetta
væri hins vegar ekki hin raunverulega jafnréttisbarátta
og oft ynnust málin betur á ýmsum öðrum stöðum en
opinberum málþingum og ræðustólum (sic). Sigríður
Dúnasagði þá, aðm.t.t. orða háttvirts þingmanns, Eiðs
Guðnasonar, gerði hún ráð fyrir að hann færi eftir þeim
í sinni eigin félags- og stjórnmálabaráttu. Menntamála-
ráðherra tók aftur til máls og sagði þessar tillögur síst
tímabærar nú eins og á stæði um fjárhag þjóðarinnar.
Breytingartillaga Sigríðar Dúnu var felld að viðhöfðu
nafnakalli. Skilningur þingmanna var ekki meiri en svo
á þessu mikilvæga máli sem bætt hefði stöðu kvenna
þó nokkuð.
Þingfréttir veröa ekki lengri að sinni.
Kristín Árnadóttir og Margrét Rún.
Alyktun vorþings
Kvennalistans 1984
Konur hafa á undanförnum misserum unnið ötullega
að réttindamálum sínum. Umrœðan um nauðsyn þess að
bœta hag og stöðu kvenna hefur margfaldast og konur
hafa bundist samtökum um einstök hagsmunamál sín.
En betur má ef duga skal. Konur hafa að meðaltali nœr
helmingi lœgri laun en karlar og því hefur kjaraskerðingin
bitnað harðast á þeim, svo og öðrum sem lœgstu launin
hafa.
Störf kvenna eru mikilvæg og nœgir að vísa til þess
hvað gerast myndi ef allar íslenskar konur legðu niður
vinnu. Á stuttum tíma myndi skapast algert öngþveiti.
Þrátt fyrir þessa staðreynd þykir sœmandi að vanmeta
störf kvenna, hvort sem það er úti á vinnumarkaðnum eða
inni á heimilunum. Við svo búið má ekki standa, störf
kvenna verður að endurmeta.
Réttarstaða heimavinnandi kvenna er óviðunandi t.d.
hvað varðar lífeyrisréttindi og tryggingabœtur. Fram-
kvœmd þeirra mála sýnir í raun að húsmœður eru lœgra
metnar en aðrir þegnar þessa lands og er það I hrópandi
ósamrœmi við allan fagurgala um að heimilið sé horn-
steinn þjóðfélagsins. Yfir 80% kvenna eru nú starfandi úti
á vinnumarkaðnum og því verður að mœta með að
tryggja konum lengra fœðingarorlof og börnum nægilegt
dagvistarrými og samfelldan skóladag. Samfélagið verður
að viðurkenna breytta þjóðfélagshætti og láta af þeirri
villu að ekkert hafi breyst I íslensku þjóðfélagi í áratugi.
Félagsleg vandamál spretta m.a. af slæmum aðbúnaði
fjölskyldna. Fyrir utan mannlegar þjáningar þá kostar
það margfalt meira I beinhörðum krónum að leysafélags-
leg vandamál en að fyrirbyggja þau.
I framhaldi af þessu mótmœlir Kvennalistinn harðlega
því verðmœtamati og þeirri skammsýni sem endurspegl-
ast íákvörðunum ráðamanna um skiptingu sameiginlegra
fjármuna. Máþar t.d. minna á nýlegan niðurskurð áþjón-
ustu fyrir aldraða, þátttöku ríkisins í tannlæknakostn-
aði, framlagi til skólamála og heilbrigðisþjónustu og
ónóg framlög til fyrirbyggjandi aðgerða í fíkniefnamál-
um. Þess í stað er fjármunum ausið í óarðbærar fjárfest-
ingar, eins og flugstöð og bankahallir og tekjustofnar
ríkisins skertir t.d. með því að lækka gjöld á bönkum og
öðrum viðskiptastofnunum. Á þetta hefur Kvennalistinn
margoft bent.
Kvennalistinn leggur hins vegar áherslu á stóraukna
uppbyggingu íslensks atvinnulífs og aukna fjölbreytni i
Islensku efnahagslífi. Þar bendum við á nýjar búgreinar,
fullvinnslu matvœla, líftœkni og rafeindaiðnað. Kvenna-
listinn einn íslenskra stjórnmálaafla hafnar aukinni stór-
iðjuuppbyggingu sem hingað til hefur verið lögð mest
áhersla á. Stóriðja er gamaldags og úreltur atvinnu- og
framleiðslukostur og nú eru öll framsæknustu iðnaðar-
ríki heims að flytja stóriðju sína úr landi til að rýma til
fyrir hagkvœmari iðnaði heimafyrir. Stóriðja erfjárhags-
lega óarðbær og kallar á aukin ítök erlendra aðila í ís-
lensku efnahagslífi. Stóriðja er mengandi og náttúruspill-
andi og hefur hlutfallslega upp á ákaflega fá og dýr störf
að bjóða. Á undanförnum árum hefur einnig verið farið
of hratt í virkjanaframkvœmdir vegna stóriðju og er þar
að finna eina meginorsök erlendrar skuldasöfnunar. I
stað stóriðjuframkvæmdanna viljum við að íslensk at-
vinnuuppbygging nýti okkar eigi hugvit og þekkingu og
helst okkar eigið hráefni líka. Á þennan máta telur
Kvennalistinn atvinnulífi landsmanna best borgið.
Vorþing Kvennalistans skorar á íslenskar konur að beita
sér hver á st'num vettvangi fyrir bættum hag kvenna og
óskar að lokum landsmönnum öllum gleðilegs sumars.
28