Vera - 01.07.1984, Blaðsíða 6

Vera - 01.07.1984, Blaðsíða 6
Hvað gerist í líkamanum? Tíðahvörf er það tímabil í lífi hverrar konu þegar tíðir fara að verða óreglulegar og hætta að lokum alveg. Mis- jafnt er hvenær þau hefjast og hve lengi þau vara. Al- gengast er að þau hefjist um fimmtugt en þau geta eðli- lega hafist fljótlega eftir fertugt eða um miðjan sextugs- aldur. Ekki hefur verið sýnt fram á að fjöldi barna eða tíðabyrjun hafi áhrif á tíðalok en lélegt fæði eða járn- skortur geta orðið þess valdandi að þau verði fyrr en ella. Það hefur sýnt sig að mynstrið er svipað hjá mæðr- um og dætrum. Rannsóknir hafa sýnt að konur sem eru virkar og þær sem eru vel upplýstar um þetta tímabil, komast yfirleitt farsællegar í gegnum það. Því viljum við hvetja konur til að kanna hvernig mæður og systur hafa upplifað þennan tíma og búa sig undir svipaðar líkams- breytingar, þó alls ekki sé algilt að þær verði eins. Afl- aðu þér þekkingar um líkama þinn og spurðu vinkonur þínar um þeirra reynslu, upplifun og viðbrögð. fá sumar þau aðeins einu sinni, aðrar öðru hvoru yfir smátimabil, og enn aðrar geta fengið þau oft á dag. Hitakóf eru hættulaus og ganga yfir, þetta er ekki varanlegt ástand. Hitakófið er einkenni frá ósjálfráða taugakerfinu, frá því vöðvakerfi sem dregur saman og víkkar út æðar. Hvað það er í breyttu hormónasamspili sem hefur þessi áhrif á ósjálfráða taugakerfið er ekki vitað til fulls. En við vitum að líkaminn aðlagast þessari breytingu, þó aðlögunin taki mislangan tíma. Hitakófið varir venjulegast frá 15 sek. upp í 4 mín. og lýsir sér í því að það er eins og blóðið þjóti upp í höfuðið, og stundum dökk- roðnar konan á efri hluta líkamans og í andliti. Þessu fylgir mikil hitatilfinning og sviti. Á eftir getur fylgt kuldahrollur og/eða nála- dofi í fingrum og tám. Það besta sem þú getur gert meðan kófið varir er að hægja á þér. Ef mögulegt er sestu þá niður, vertu róleg og reyndu að látafaravel um þig. Andaðu djúpt og rólega. Mundu að þetta gengur fljótt yfir. Helstu aðstæður sem hvetja til hitakófa eru þær sem draga úr hitatapi líkamans eða þær sem auka hitaframleiðslu. Svo sem í heitu veðri, eftir heitan drykk, undir sæng og við tilfinningalegt Áhrif á líkamsstarfsemina Við fæðingu stúlkubarna eru til staðar í eggjastokkunum u.þ.b. 400.000 eggfrumur. Á lífsskeiðinu myndast aldrei nýjar frumur, þær sem eru til staðar þroskast og taka breytingum. Þessu er öf- ugt farið hjá körlum, því þeir mynda stöðugt sáðfrumur frá kyn- þroskaaldri. Á æxlunarskeiði konu eru það u.þ.b. 400 eggbú sem þroskast og leiða til eggloss. Afgangurinn eyðileggst, þannig að á aldrinum 40—50 ára eru eggbúin (og eggfrumurnar) að mestu leyti uppurin. Á æxlunarskeiðinu sjá eggbúin að mestu um fram- leiðslu á hormóninu estrogeni. Estrogen er það hormón sem ræð- ur kyneinkennum konunnar. Fyrir tilstilli þess verða breytingar kynþroskaaldursins. Þá hefst undirbúningur líkamans undir það að geta orðið barnshafandi og alið barn. Það er svo samfara fækkandi eggbúum sem við finnum sumar fyrir breyttri og minnk- andi framleiðslu estrogens. Samspil estrogens við önnur hormón breytist og veldur óreglulegum blæðingum á þessum tíma. Það lýsir sér í því að blæðingar geta verið miklar eða litlar, stopular eða oft. Venja er að telja að tíðahvörf séu orðin ef eitt ár er liðið frá síð- ustu tíðum. Geri blæðing vart við sig að þessu ári liðnu, eiga kon- ur að leita læknis. Hitakóf — Ekki fá allar konur hitakóf, en líklega finnur meira en helm- ingur kvenna fyrir þeim í einhverri mynd. Af þeim sem fá hitakóf 6 álag. Því skaltu vera vakandi fyrir þeim aðstæðum sem auka líkur á hitakófi eða koma þeim af stað hjá þér. En umfram allt einangr- aðu þig ekki. Ræddu þennan vanda við vini þína, líttu á kófið sem eðlilegan hlut og forðastu að verða vandræðaleg og afsaka kófið. Ekki hræðast komu þeirra því þá koma þau frekar. Mundu að til- finningalegt álag eykur líkurnar á hitakófi. Þetta er eðlilegur hluti af sjálfri þér og taktu á honum sem slíkum. Bent hefur verið á að nægileg neysla á E-vítamíni, B-vítamíni og kalki geti dregið úr hitakófum. Fæða auðug af E-vítamlnum er jurtaolíur, fræ s.s. sólblómafræ, kornfæði, egg og broccolikál. B- vítamín rík fæða er ger, kornblöndur, hýðishrísgrjón og heilhveiti. Mjólk og mjólkurvörur eru kalkríkar. [ stöku tilfellum geta hitakófin komið oft að nóttu til. Raski þau svefni geta þau eðlilega haft áhrif á líðan þína. Langvarandi svefn- leysi fylgir almennt skert einbeiting, sljóleiki, eirðarleysi og jafn- vel þunglyndi. Ástæða getur verið til að leita læknisaðstoðar ef hitakófin eru farin að hafa alvarleg áhrif á þitt daglega lífsmynstur. Beinþynning — Samfara minnkaðri framleiðslu á estrogeni verður bein- þynning sem felur í sér að beinmassi er minnkaður, en beinið heldur þrátt fyrir það eðlilegri efnasamsetningu og þar með kalk- innihaldi. Afleiðing þessa er að beinbrot eru algengari hjá konum en körlum eftir miðjan aldur. Konur sem verða fyrir því að eggja- stokkar eru fjarlægðir meðan þær eru á æxlunarskeiði fá fyrr beinþynningu en hinar.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.