Vera - 01.07.1984, Qupperneq 19
kveneðlið eins og dögg fyrir sólu. Vagínan þornar upp,
legið minnkar, brjóstin minnka og sama á sér oft stað um
kynþörfina — því er líkast að konan verði kynlaus. Og
ástandið á eftir að versna ennþá.
Hvernig getur það versnað úr þessu?
Konan kemst nœst því að skipta um kyn, þegar um slík-
onskort á„estrogen”hormóninumeraðrœða. Hárvöxtur
1 andliti, djúp rödd, offita, minni brjóst og smærri kyn-
fœri, allt hjálpast þetta að því að gera útlit hennar karl-
mannlegra. Gróf húð, stœkkun snípsins og hárlos full-
komna svo myndina. Þessar vesalings konur lifa I nokkurs
konar milliskynsheimi—þœr eru hvorki fuUkomnar kon-
ur né fullkomnir menn.
Við látum hér staðar numið. Við teljum að þessar tilvitnanir úr
ritum sérfræðinga um konur tali sínu máli um viðhorf fremur en
staðreyndir. Þessi viðhorf hafa reynst langlíf og einkenna ekki að-
eins hugmyndaheim karla gagnvart miðaldra konum heldur hafa
þau líka haft afdrifaríkar afleiðingar á líðan okkar og sjálfsmat.
TÖKUM HÖNDUM SAMAN
Margar konur kvlða þvíað komast á miðjan aldur. fstað þess að
uPpskera þá ávexti liðinnar œvi, blasir við auðn og tóm. Hlutverk-
ltlu sem móðir og kynvera er lokið samkvœmt hefðbundinni skil-
Sreiningu karlveldisins og þar með megininntakinu í lífi kvenna.
yið teljum að þrátt fyrir vaxandi umrœðu um stöðu og kúgun
kvenna hafi skammt miðað og enn sé löng barátta framundan.
I þessari umfjöllun okkar höfum við valið nokkur dœmi um þá
ttynd sem karlsérfrœðingar hafa dregið upp í skrifum sínum um
núðaldra konur og tíðahvörfin.
Orð sérfræðinga vega þungt og hafa gert sitt til að viðhalda hinni
"e,kvœðu mynd af okkur, sem að sjálfsögðu hentar karlveldinu til
aö halda okkur áfram undirokuðum.
Uin opinbera skilgreining á miðaldra konu og tíðahvörfum hefur
"etkvæðar afleiðingar í för með sér fyrir okkur allar. Áhrif hennar
k°nia þó misharkalega niður á konum. Við tcljum að þar skipti
sköpum hvort við göngum gagnrýnis og mótmœlalaust inn í hið
"efðbundna markaða kynhlutverk kvenna.
Margar konur fara illa út úr þessu œviskeiði og bugast. Þœr eru
l"mana, einangraðar, vita sem er að þœr eru illa samkeppnisfœrar
a vinnumarkaðinum eftir stopula vinnu þar.
I ersónulegt vandamál?
^Ht er gert til að koma því inn hjá konum að þetta sé þeirra per-
S(,"ulega vandamál, að þœr séu í raun til einskis nýtar. Sumar grípa
1 "l'óflegrar lyfja- og/eða áfengisnotkunar til að deyfa hina ógn-
akncti l'lfinningu um gagnsleysi og tómleika. Sjálfsmorðstilraunir
venna á þessu aldursskeiði eru einnig tíðari en á öðrum. lnnlagnir
'enna á geðdeildir vegna „breytingaskeiðs depressiona" og með-
vo á göngudeildum geðdeilda eru sömuleiðis tíðari. Sú leið út úr
'a"danum hefur fœstum reynst árangursrík, kannski einmitt vegna
e" að þar er oft litið á vandamálið sem geðrænan vanda einstak-
"gsins tilkominn vegna ágalla í persónuleika. Meðferðin miðar
Sem sé ekki að því að leita skýringa á orsökum vandans i sérstöðu
Venna þrátt fyrir þá staðreynd að tniðaldra konur haldnar depurð
ev" stærsti sjúklingahópurinn á öðru geðsjúkrahúsi landsins. Áhrif
°"gt skilgreinds kynhlutverks kvenna sem elskandi eiginkonu og
"tóður svo og allar þœr félagslegu og efnahagslegu hindranir sem
konur verða að yfirstíga œtli þœr að brjótast út úr búrinu, eru ekki
lögð til grundvallar við meðferð.
Niðurstaða okkar er því sú að við óbreytt ástand verði ekki unað.
Við vitum líka að engra breytinga er að vœnta nema við tökum
höndum santan, eldri sem yngri, og berjumst fyrir frelsi okkar til að
velja og hafna því sem að okkur er rétt.
Við sœttum okkur ekki við að konur hafi vart gildi fram yfir það
að vera búnar þeim líkamlega eiginleika að geta fœtt af sér börn og
alið önn fyrir þeim þar til þau eru tilbúin til að sjá um sig sjálf. Við
sœttum okkur ekki við að standa uppi án hiutverksþegarþessu karl-
skilgreinda hlutverki kvenna er lokið og eiga framundan tœpan
helming œvi okkar í bið eftir eitdalokunum. Við sœttum okkur ekki
við að vera skilgreindar sem tákn hrörnunar og gagnsleysis. Við
sœttum okkur ekki við slikar skilgreiningar vegna þess að við erum
ekki þannig.
Verum stoltar
Látum ekki karla lengur skilgreina tiðahvörfin sem sjúklegt
ástand. Látum ekki lengur dœla i okkur lyfjum og setja okkur i raf-
lost sem lœkningu þegar þunglyndi sœkir að okkur vegna þess að
við höfum verið skilgreindar sem hrörnandi einskis nýtir einstak-
lingar þegar við höfum uppfyllt hlutverk okkar sem framleiðendur
komandi kynslóða. Látum ekki lengur mótast af karlveldis- og auð-
valdshugmyndum sem eru eyðileggjandi fyrir okkur og brjóta niður
sjálfsmynd okkar. Verum stoltar af aldri okkar og þeim breytingum
sem honum fylgja. Rœðum þœr hispurslaust og sviptum burt hul-
unni.
Við skulum ekki lengur sœtta okkur við skilgreiningar sem líkja
okkur við Evrópu í rúst eða Síberíu, sem allir vita hvar er, en engan
langar til.
Við erum annað og meira en kyntákn og nauðsynlegur milliiiður
við fjölgun mannkyns. Við erum lifandi manneskjur.
Fyrsta skrefið í baráttunni er að við sjálfar gerum okkur grein fyr-
ir líffrœðilegum og félagslegum staðreyndum þessa máls. Það ger-
um við best með því að rœðast við, bera saman reynslu okkar og
ákveða baráttuleiðir.
í Kvennahúsinu gefst tœkifœri til þess.
Dagbjört, Guðrún, Gerla og Rannveig.
19