Vera - 01.07.1984, Blaðsíða 40

Vera - 01.07.1984, Blaðsíða 40
speld. Gunnar svaf í lofti einu í skálanum og Hallgerður og móðir hans. . . Þorgrím- ur Austmaðurgekk uppáskálann; Gunnar sér, að rauðan kyrtil ber við glugginum, og leggur út með atgeirnum á hann miðjan. í Krossavík í Vopnafirði voru tveir gluggar. 14) Þeir voru ekki gluggalausir bæirnir á söguöld eðs á þeim tímum sem sögurnar eru skrifaðar. Hvort sem það hefir verið líknarbelgur eða skæni — kapalskæni kannski — í gluggunum í Skálanum á Hlíðarenda, þá er ég sannfærð um að Hallgerður eða að minnsta kosti Rannveig tengdamóðir hennar hefir kunnað að hirða og verka hildarnar — líknarbelginn — þegar kýrnar báru. Og eins að flá lífhimnu innan af mag- álnum úr stórgripum, og síðan þenja og þurrka. Það gluggaefni hét skæni og var sterkara en líknarbelgur, en bar ekki eins góða birtu. Líknarbelgjum hætti frekar til að rifna I illviðrum. Líknarbelgurinn var verkaður þannig að æðahimnan var þveg- in og þurrkuð, en belgurinn blásinn upp svo hann þornaði. Hvort tveggja var síðan vafið saman og geymt, þangað til nota átti. Gluggarnir voru oftast kringlóttir, en stundum köntóttir og þá með 4 eða 6 rúð- um. Umgerðin var úr þunnu gyrði eða stundum víðigreinum. Líknarbelgurinn er bleyttur áður en hann er þaninn á glugga- umgerðina. „Þessir gluggar bera jafn- góða birtu sem væru þeir úr tærasta gleri,” segir Eggert Ólafsson. „Kringlóttu gluggarnir, sem eru einn eða fleiri á hverju húsi, kallast skjáir. Það nafn er enn notað I Noregi.” 15) Landnámskonurnar hafa eflaust flutt þessa kunnáttu sína „með sér hingað frá Noregi, þegar flest allar konstir Normanna voru næsta því í barndómi sínum”, eins og séra Björn í Sauðlauksdal kemst að orði um verkfæri til ullarvinnunnar.16) Stundum voru einnig teknar fósturhimnur (líknar- belgur) úr ám. „Eru þær svo tærar og gegnsæjar, að menn fá ekki séð úr nokk- urri fjarlægð mun á þeim og loftinu.” 17) Sköturoð var stundum skafið til að hafa í skjáinn, 18) þá hafa líknarbelgir ekki verið til á bænum eða þótt of verðmætir til að hafa í hliðarglugga. Það var sjálfsögð skylda fjósakonunnar að hirða hildarnar þegar kýrnar báru, og sennilega hefir það oft fallið í hennar hlut að verka og blása upp líknarbelginn. 1. Tilvitnanir: 1. Jón Jónsson Aöils: Gullöld íslendinga — Menning og lífshættir feöra vorra ásöguöld- inni, Rvk, 1948, 2. útgáfa, bls. 150 (Sjá inn- gang þessarar bókar) 2. Sama bók, bls. 135-151 3. Njáls saga 132. kafli 4. Gísla saga Súrssonar 9. kafli 5. Jóh. V. Jensen: Kvindne í Sagatiden, Kbh 1942, bls. 167 6. Fljótsdæla saga 19. kafli 7. Eyrbyggja saga 28. kafli — Heiðarvíga saga 4. kafli. 2. Tilvitnanir: I.Svarfdæla saga, 19. kap. 2. Gull-Þóris saga, 13. kafli 3. Sturlangasaga, II. bindi, Rvk 1948, bls. 452 4. Sama, bls. 63 5. Sama, bls. 133 6 Sama, bls. 301 7. Króka-Refs saga, 17. kafli 8. Báröar saga Snæfellsáss, 9. kafli 9. Sama saga, 8. kafli 10. Fóstbræöra saga, 23. kafli 11. Hrómundar þáttur halta, 5. kafli 12. Eyrbyggja saga, 51. og 52. kafli 13. Njáls saga, 157 og 77. kafli 14. Vopnfirðinga saga, 14. kafli 15. Jónas Jónasson: íslenskir þjóðhættir, 3. útg. Rvk 1961, bls. 464-465 —og Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar 1751-1757, I. bindi, Rvk 1943, bls. 34-35 (74. grein) 16. Björn Halldórsson: Arnbjörg. . . Rvk 1973, 42. kafli 17. Ferðabók. . . II. bindi Rvk. bls. 255 (887. grein) 18. Ingibjörg Jónsdóttir: Æskuminningar — Hlín, V. árg., 1921, bls. 63 KVENFATAÐUÐIN ÚRVAL AF DAG- OG KVÖLD- KJÓLUM Sumarkjólar, pils og blússur st. 38-60. Fatnaður í yfirstærðum ávallt í úrvali. Litmyndalisti Póstsendum KVENFATABÚÐIN LAUGAVEGI 2 101 REYKJAVÍK S:12123 40

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.