Vera - 01.07.1984, Qupperneq 32
Nýrfastur þáttur hefur hér með göngu sína í Veru.
Að honum standa konur, sem vinna íKvennaráðgjöf-
inni. Við ætlum að fjalla um lagalegan rétt kvenna
varðandi almannatryggingar, réttarstöðu í sambúð,
við hjúskaparslit o.fl.
Einn liður í kvenfrelsisbaráttu er að þekkja grund-
vallaratriði varðandi rétt eins og hann er skilgreindur
í lögum. Á grundvelli þeirrar þekkingar er hægt að
berjast fyrir úrbótum.
í þessum fyrsta þætti ætlum viö aö fjalla
um ákvæði almannatrygginga varðandi
rétt til örorkulífeyris. Hér á landi eru tvenns
konar ákvæöi í gildi um greiðslu vegna ör-
orku. Annars vegar er örorkulífeyrir sem
er í dag kr. 3.378 á mánuði. Rétt á honum
eiga þeir sem samkvæmt læknismati eru
öryrkjar til langframa og geta ekki unnið
sér inn 1A þess sem andlega og líkamlega
heilir menn eru vanir að vinna sér inn.
Þeir einir sem metnir eru 75% öryrkjar
falla undir þennan hóp. Ef tekjur 75%
öryrkja fara ekki fram úr 155.156 kr. á ári
á hann rétt áfullri tekjutryggingu sem í dag
er kr. 4.728 á mánuði. Tekjur umfram lág-
Vlambor
LAUGARVEG 22-SÍMI:12627 OG 19801
HAFNARSTRÆTI1 -SÍMI 12527
Arabia leirtau
Ávallt mikið úrval af finnska
arabia leirtauinu. Allt selt
í stykkjatali.
Vönduð, sterk, falleg vara.
marksupphæðina skerða tekjutrygging-
una.
Ef um hjón er að ræða og annað þeirra
er öryrki, eru tekjur þeirra lagðar saman og
helmingur þeirra telst tekjur öryrkjans.
Það er sem sagt ekki litið á hjón sem ein-
staklinga heldur sem framfærendur hvort
annars.
Þeir örorkulífeyrisþegar sem búa alveg
einir eiga rétt á svokallaðri heimilisuppbót
að upphæð kr. 1.422 á mánuði. Hafi þeir
óskerta tekjutryggingu eiga þeir rétt á nið-
urfellingu fastagjalds á síma.
Loks er heimilt að greiöa svokallaða
heimildaruppbót vegna mikils húsnæðis-
kostnaðar, óvenjulegs sjúkrakostnaðar og
hjúkrunar í heimahúsi. Greiðslur sam-
kvæmt þessu ákvæði eru háðar mati
Tryggingastofnunar. Þessum bótum fylgir
réttur til undanþágu frá greiðslum á af-
notagjöldum útvarps og sjónvarps noti
þeir það einir.
Öryrkjar sem metnir eru 75% öryrkjar
og eiga börn yngri en 18 ára eiga rétt á
barnalífeyri. Séu báðir foreldrar öryrkjar
greiðist tvöfaldur barnalífeyrir.
Hins vegar er heimildarákvæði i al-
mannatryggingalögunum sem kveður á
um að sé starfsorka skert um helming og
allt að 75% geti T ryggingastofnun ákveðið
aðgreiðasvokallaðan örorkustyrk. Hæsta
greiðsla er kr. 2.534 á mánuði. Örorku-
styrkurinn veitir ekki rétt til neinna viðbót-
arbóta eins og örorkulífeyririnn. Hann er
ekki ákvarðaður fari tekjur fram úr kr.
286.632 á ári. Við ákvörðun hans eru tekj-
ur hjóna lagðar saman og helmingur reikn-
aður til tekna þess sem verið er að meta til
örorkustyrks. Þetta bitnar aðallega á gift-
um konum og margir telja að giftum kon-
um, með mikið skerta starfsgetu, sé haldið
undir 75% örorku í mati til þess aö losa rík-
ið við að borga þeim lífeyri.
Ekkert örorkumat er gilt nema að T rygg-
ingayfirlæknir staðfesti það. Úrskurði
hans er ekki hægt að áfrýja. Er það nánast
einsdæmi að einum manni séu fengin slík
völd án þess að tryggt sé aö fólk geti áfrýj-
aö niðurstöðum.
Brýnt er aö þessu ákvæði laganna, svo
og skertum lífeyrisrétti vegna tekna maka,
verði breytt hið fyrsta.
G.J.
32
j