Vera - 01.07.1984, Blaðsíða 34

Vera - 01.07.1984, Blaðsíða 34
Konur og vinnumarkaðurinn Konur og vinnumarkaðurinn Konur og vinnumarkaðurinn ólík börn hljótum aö vera n.k. fóstrur og sálfræðingar. Það er út í hött aö viö skulum fara á byrjunarlaun, þó mér hafi reyndar fundist þaö voðalegur lúxus aö fá allt í einu kaup fyrir mínavinnu. Ég hafði aldrei feng- iö það áöur. En viö, þessar konur sem höf- um veriö heima í öll þessi ár, eigum mjög litla möguleika á vinnumarkaðnum. Mér fannst dálítiö erfitt aö fara út aö vinna. Mér fannst eiginlega erfiöast aö vita af krökkunum einum heima ef eitthvaö kæmi fyrir. Ég vinn svo langt frá heimili aö þaö væri ekki hlaupið aö því aö þjóta heim ef eitthvaö væri að. En ég tek til fyrir þau Hefði kosið aðra ieið Þaö er erfitt aö láta enda ná saman. Þaö hefur aldrei tekist fyrr en ég fór að vinna úti og varla þá. Tvenn lág laun segja ekki mik- iö. Þetta er stór fjölskylda og þaö eru alltaf einhverjir baggar á manni. Krakkarnir eru allir aö læra og einn aö kaupa íbúð og þá sér maður í gegnum fingur sér viö þau. Maöur lætur þau ekki borga heim eins og þau ættu aö gera. Svo er alltaf eitthvaö sem setur strik í reikninginn þó þaö sé ekki annað en að kaupa skó á 2—3 krakka. brigöi að flytja í Breiöholtiö. Þetta voru eins og salir. Aö vísu finnst manni þröngt núna, en krakkarnir fara að fara og þá rýmkast um mann. Þegar ég lít til baka þá heföi ég kosið aöra leið en þá sem ég fór. Mig langaði til aö læra hjúkrun en ég gat þaö aldrei vegna fötlunar, þaö var útilokað. Þaö aö gifta sig og eiga börn svona ung eins og ég tók líka frá manni alla menntun á þeim tíma. En ég hlýt bara aö óska öllum konum á mínum aldri, og reyndar öllum konum, alls hins besta á vinnumarkaðnum og vona að þeirra kjör lagist meö árunum og mat fyrir daginn og segi þeim hvaö þau eigi að fá sér og þau bjarga sér mjög vel. Þetta eru náttúrlega engin smábörn og samviskubitið er fariö aö réna mikið, enda ástæðulaust. En þó þetta væri erfitt, þá gaf það mér töluvert að fara aö vinna. Stundum leiöist mér hreinlega heima um helgar og mig vantar félagsskap. Maöur gerir sér ekki grein fyrir því þegar maöur er búinn að vera heima öll þessi ár, hvaö félagsskapur er stórt atriði í lífinu. Hann er hálft lífiö. Mér finnst ég jákvæðari til lífsins eftir aö ég fór aö vinna utan heimilis. Maöur getur ekki leyft sér neinn lúxus. Viö höfum aldrei fariö í sólarlandaferö og komum ekki til meö að gera það næstu ár, sýnist mér. Konurnar sem ég vinn meö fara ekki í slíkar ferðir, og ég held aö venju- legt verkafólk geri ekki mikið af því þó þaö sé blásið upp þegar veriö er aö tala um kjörin hér á landi. Þetta hlýtur að vera ein- hver misskilningur nema þá aö þetta fólk sé mörg ár aö borga ferðirnar. Nú orðið veröa allir aö vinna, bæði kon- ur og karlar, til aö hafa í sig og á og halda sínu húsnæöi. Viö eigum núna íbúö í Verkamannabústöðum og höfum búið þar í 16 ár. Áöur bjuggum viö í 30 m2 leiguhús- næöi meö 4 börn. Þaö voru því mikil viö- vinna okkar veröi metin aö verðleikum. Mér finnst viðhorfin vera að breytast og mér finnst konur á íslandi vera að rétta úr kútnum núna. Þær eru farnar að sjá aö þær eru ekki annars flokks manneskjur. En það hefur verið troöiö mikiö á konum í gegnum árin. gj/isg. 34

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.