Vera - 01.07.1984, Qupperneq 10

Vera - 01.07.1984, Qupperneq 10
REYNSLA MÍN A Hvaö vissirþú um „breytingaskeiðið” áður en það byrjaði hjá þér sjálfri? Hvað mig áhrærir þá haföi ég nú afskap- lega litla hugmynd um breytingaskeiðið. Það var eiginlega í gegnum systur mína sem ég kynntist þessu fyrst. Þá voru ekki nema þrjú til fjögur ár í þetta hjá mér svo ég fór að fylgjast með henni og hvernig henni leið. Sjálf var ég 47 ára þegar ég byrjaði að finna fyrir þessu og vegna þess hve lítið ég vissi um þetta þá spurði óg mömmu. En Hvernig upplifa einstakar konur tíöahvörfin? Hópurinn talaði viö þrjár konur, sem allar eiga það sameiginlegt að hafa nýlega gengið í gegnum þetta skeið í lífi sínu. Þarsem spurningarnar eru mjög persónulegar birt- ast viðtölin ekki undir nafni en við kölium konurnar, konu A, konu B og konu C. hverjar útskýringar á hlutunum en þær var ekki að fá. Það leysir engan vanda að leysa mann út með pillum, og það gerir mig tortryggna. Jú. . . pillan slær á, en ég hafði óljósar hugmyndir um að þær myndu bara fresta þessu og ég vildi ekki fara að sitja uppi með eftirköst. Auðvitað eru þessar pillur góðar að einhverju marki fyrir sumar konur en þær eru ekki lausn á neinum vanda. Hvað var þér erfiðast á þessu tíma- bili? Mér finnst þetta ekki hafa verið erfitt. Ég settist aldrei niður á þessum árum og hugsaði sem svo: „Mikið á ég bágt að vera komin á þetta lífsskeið”, ég gaf mér ekki tíma til þess. En undir niðri hef ég alltaf vilj- að gera eitthvað sem ég gæti haft gagn af hún sagði mér aö vera ekki með áhyggjur af þessu og því varð ég fegin. Fannstu fyrir miklum breytingum? Ég fann í rauninni ekki fyrir neinum öðr- um breytingum en svitaköstunum. Ég afl- aði mér upplýsinga, en var aldrei neitt ör- vingluð gagnvart þessu og oft gleymdist það nú að maöur væri að breytast, þetta var ekki svo mikið mál. Ég var ekki þung- lynd, mér fannst ég vera ung og geta gert það sem ég vildi, ég fann engar breytingar sem komu í veg fyrir að ég gæti gert það sem ég gat gert áður. Ég var áhugasamari um eitt og annað því það léttist á heimilinu. Ég á ansi mörg börn og hef haft mikið að gera. Ég var 38 ára þegar ég átti yngsta barnið sem er 16 ára núna. Fyrst átti ég 4 stráka á sitt hvoru árinu síðan liðu 7 ár og þá átti ég 3 með stuttu millibili. Þannig að ég hef aldrei haft tíma til að sökkva mér niður í sjálfa mig — ég held að það hjálpi. Hefur þú leitað aðstoðar? Nei. . . þó man ég að ég talaði einu sinni við lækni um það að ég svitnaði svo hræöi- lega mikið og hann sagði: ,,ég skal skrifa upp á hormóna fyrir þig” — ég fór heim meðtöflurnar ogá þær enn, þettaeru litlar bláar töflur. Ég tók þrjár! Ég vildi fá ein- og segi alltaf: ,,ég fór í skóla til þess aö verða ekki flöskunni að bráð”. . . það felst í þessu meiri sannleikur en margur vill vera láta. Ég fór í skóla til þess að byggja mig uppog ég hafði mikil not af skólagöng- unni bæði félagslega og svo held ég nú að ég hafi eitthvað lært. Að því leytinu finnst mér ég standa jafnfætis tvítugum krökk- um. — Fór í gegnum sama námsefnið með ekkert verri einkunnir. Þannig að þegar upp er staðið þá á maður að geta gengið í þaö sama og ungt fólk. En það er sko ekki hlaupið að því þrátt fyrir þá lífsreynslu sem maður hefur. Ég t.d. treysti mér ekki til þess að sitja við ritvél allan daginn, ég get ekki vélritað einhver 200 slög á mínútu og mér finnst að það hljóti að vera hægt að láta starfskraftinn (konurnar í þessu tilfelli) fá eitthvað annaö að gera en vélritun! Þegar þú tókst þá ákvörðun aö fara f skóla, hvernig voru viðbrögðin í þínu nánasta umhverfi og meðal kennar- anna? Kennararnir eru nú alveg sérstakir og gott andrúmsloft I Hamrahlíöarskóla. Kveikjan var sú aö ég hitti af tilviljun kunn- ingjakonu í rútu á Laugarvatni og viö fór- um að ræöa það að viö værum nú ekkert 10

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.