Vera - 01.07.1984, Blaðsíða 26

Vera - 01.07.1984, Blaðsíða 26
atvinnu vegi sem félagsmálaráðherra setti af stað í nóv. s.l. Fyrirspurnin hljóðaði svo: „Hvernig er háttað störfum þess starfshóps sem ætlað er að framkvæma könnun á áhrifum nýrrar tækni á íslenska atvinnuvegi í næstu framtíð? Hvernig miðar honum og hverjir skipa hópinn?” Sigríður Dúna benti á, að mjög mikilvægt væri að vel væri fylgst með þeirri þróun sem tæknivæðingin boðar, áhrifum hennar á vinnumarkaðinn og stöðu kynjanna þar, áhrifum hennar á atvinnuvegi landsmanna og framtíðarþjóðfélagsskipan hér á landi. Hún sagði m.a.: „Ljóst er, að aðstæður á vinnumarkaði munu breytast gífurlega við þessa tæknibyltingu. Líklegt er, að mannaflaþörfin minnki til muna og störfum fækki, fyrir utan þær breytingar sem á þeim kunna að verða. Á sama tíma má hins vegar búast við fólks- fjölgun og auknum fjölda fólks inn á vinnumarkaðinn hér á landi. Það er því fyrirsjáanlegt að við óbreyttar aðstæöur á vinnumarkaðnum að öðru leyti geta þessar tækninýjungar haft í för með sér gífurlegt at- vinnuleysi ef ekki er vandlega á málum haldið strax frá upphafi. Hér eru því stór mál á ferðinni og mikil- vægt fyrir landsmenn alla að vel takist til í þessum efnum.” Hún sagði einnig, að fyrirsjáanlegt atvinnuleysi myndi bitna allharkalega á konum, bæði vegna þess að þau störf sem í dag eru hefðbundin kvennastörf, eins og þjónustu- og skrifstofustörf ýmiss konar, kæmu til með að leggjast niður eða gjörbreytast í kjölfar nýrrar tækni. Auk þess yrði ófaglært fólk venjulega fyrst fyrir barðinu á atvinnuleysi og meirihluti kvenna á vinnumarkaðnum í dag væru í hópi ófaglæröra. Félagsmálaráðherra, Alexander Stefánsson, skýrði frá því í svari sínu, að í nóv. 1983 hefði hann skipað 6 manna starfshóp til að framkvæma könnun þessa en könnunin væri stórt verkefni þar sem auk annarra hluta yrði tekið tillit til mismunandi stöðu kynjanna gagnvart þeirri nýju tækni sem hér um ræddi. Sigríður Dúna gagnrýndi þá staðreynd sem einnig kom fram hjá ráðherra, að engin kona ætti sæti í þess- um starfshópi sem fulltrúi þeirra er kvennastörfin vinna og skoraði á ráðherra að ráða bót á því nú þegar. Jafnréttisfrumvörpin í stefnuskrá Kvennalistans segir: ,,Við setjum á oddinn hugmyndir um kvenfrelsi sem fela í sér rétt kvenna til að vera metnar á sínum eigin forsendum til jafns á við karla. Við leggjum til hliðar hugmyndir um jafnrétti sem fela í sér rétt kvenna til að fá að vera eins og karlar. Konur eru mótaðar af þvt hlutverki að ala börn og annast, við vinnum önnur störf og búum því yfir annarri reynslu en karlar. Reynsla kvenna leiðir af sér annað verð- mætamat, önnur lífsgildi en þau sem ríkja í veröld karla.” í aprílmánuði lagði félagsmálaráðherra fram jafn- réttisfrv. sem var að stofni til byggt á tillögum þar til skiþaörar endurskoðunarnefndar. Meginverkefni nefndarinnar var tillögugerð um breytingar á jafnréttis- lögunum frá 1976, m.t.t. þeirrar reynslu sem fengist hefur frá setningu laganna. Álit nefndarinnar var, að enn væri alllangt i land að jafnrétti ríkti milli kynjanna þrátt fyrir gildandi lög um jafnrétti kvenna og karla frá 1976og starf Jafnréttisráös. Frv. sem endurskoðunar- nefndin samdi var lagt fram af fyrrver. félagsmálaráö- herra, Svavari Gestssyni og fimm öðrum þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Á þessu frv. höfðu stjórnarflokk- arnir gert allverulegar breytingar og lagt það síðan fram í breyttri mynd sem stjórnarfrumvarp. Guörún Agnars- dóttir hafði m.a. þetta að segja um frumvörpin: ,,Bæði þessi frv. ganga að því er virðist út frá þeirri grundvallarhugsun, að konur þurfi til þess að öðlast jafnrétti, að ganga í störf karla og klífa uþþ verkefna- og virðingarstigann til að ná því þrepi þar sem karlar standa. Sem dæmi má taka 9. grein laganna þar sem segir: „Atvinnurekendur skulu vinna markvisst aö því, að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækis síns eða stofnunar og stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf.’’ En það er ekkert að því að sum störf séu kvennastörf, þvert á móti. Aðal- atriðið er, að þessi störf séu metin jafnmikils og karlastörf.” Guðrún sagði í ræðu sinni um jafnréttisfrv. að þær breytingar sem stjórnarflokkarnir hefðu gert á frv. end- urskoðunarnefndarinnar hafi leitt til þess að frv. stjórn- arinnar sé nánast umorðun á núgildandi lögum og breyti því litlu um ástand mála. , ,Það sem bitastætt var í f rv. nefndarinnar og hefði getað fært málin til betri vegar hefur verið fellt niður, numið á brott. Tennurnar hafa verið dregnar úr þessu frv. og er það því nánast bitlaust. Þarna er einkum um að ræða bein ákvæði um að bæta skuli hag kvenna.” Guðrún beindi því eftirfarandi spurningu til félags- málaráðherra, flutningsmanns frv.: ,,En hæstvirtur félagsmálaráðherra: Til hvers er verið að setja lög um jafnrétti? Hver er að knýja á? Á hvern hallar? Hver hefur ekki jafnan rétt? Hver hefur minni menntun, lægri laun? Hver á ógreiðari aðgang að stefnumótun þessa samfélags sem við búum í? Hverjir vinna 2/3 hluta allrar vinnustunda sem unnar eru í heiminum en fá 1/10 hluta af þeim launum sem greidd eru og eiga minna en 1% af eignum jarðarinnar? Hæstvirtur félagsmálaráð- herra: Það eru konur. Þess vegna þarf að kveða sér- staklega á um leiðir til að bæta hag kvenna.” Að lokum sagði Guðrún: „Þótt jafnréttislög hafi reynst máttlítil hingaðtil er í engu verið að gera hér lítiö úr hinni sleitulausu bar- áttu sem háö hefur verið fyrir réttindum kvenna og leitt hefur til þessara laga. En nú eru aðrir tímar og breytt viðhorf, eins og ég hef áður lýst, og því tökum við fulltrúar Kvennalista þá afstöðu til þessara f rv. að við munum ekki standa gegn þeim á nokkurn hátt né hindra framgang þeirra, en við getum ekki staöið að flutningi frv. sem stríða í grundvallaratriðum gegn hugmyndum okkar um kvenfrelsi.” Því má svo bæta við, að við Kvennalistakonur teljum heppilegra að bæta stöðu kvenna með því að grípa niður í lagasetningu hvað varðar afmörkuð svið s.s. varðandi fæðingarorlof o.fl. o.fl. því að reynslan hefur kennt okkur að sú leið sé fljótvirkari. Báðum þessum frv. var vísað til nefndar þar sem þau hafa sofið værum blundi síðan. Skólamál í skólamálum leggur Kvennalistinn áherslu á betri aðbúnað í öllu skólastarfi og setur í því sambandi á odd- inn að komið verði á samfelldum skóladegi í öllum skól- um landsins. í stefnuskrá Kvennalistans segir um skóla- og menningarmál: „Framkvæmd þessara mála snertir mjög daglegt líf fólks í landinu og þó einkum og sér í lagi líf kvenna og barna. Þetta eru því málaflokkar sem við munum láta okkur miklu varöa. Okkur þykir þeir hafa setiö á hakanum undir forystu karla og á þessum sviðum þarf að taka til höndunum engu síður en í atvinnu- og efnahagsmálum. Við viljum aukiö fé til rekstrar 26

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.