Vera - 01.07.1984, Blaðsíða 38

Vera - 01.07.1984, Blaðsíða 38
ÚR KVENNASÖGUSAFNINU GLUGGAR c i Anna Sigurðardóttir hefur nú um nokkurt skeið unnið að bók, sem hún nefnir „Vinna kvenna á íslandi í 1100 ár”Anna er nú að leggja síðustu hönd á þetta mikla verk, en það mun telja á 5. hundrað blaðsíðna og er vœntanlegt á markaðinn í haust. Hér á eftir fer kafli úr bókinni og fjallar sá um vinnu kvenna á söguöld, bæði störf og aðbúnað. Unnið við dagsbirtu í dyngju Gullöld íslendinga heitir bók. Þar er 15 blaðsíðna kafli um atvinnugreinar fornmanna, eða réttara sagt um störf ís- lenskra karlmanna á söguöld. Undir lok þessa kafla er komist svo að orði: Kvenfólk vann og engu síður en karl- menn, og voru dætur og konur höfð- ingja og heldri manna á söguöld oft við þvott, sauma og mjólkurstörf í seljum, og hirðum vér eigi að tína til sérstök dæmi, þótt auðvelt væri. 1) Höfundur er búinn að tína til fjölmörg dæmi um störf karlmanna sem getið er um í sögunum. Hann virðist aðeins muna eftir dætrum og eiginkonum höfðingja, og þá helst þeim sem vinna störf utan heimilis- veggja í seljum og við þvotta, en aðeins sauma inni við. Vefnaðinum gleymir hann bara alveg og tóvinnu allri, sem var ein- göngu í höndum kvenna, þó sennilega ekki höfðingskvenna. Griðkonur á stærri bæjum og húsfreyjur á fámennari og fá- tækari bæjum lögðu fram krafta sina til að framleiða efni í klæði landsmanna, svo og söluvarning, útflutningsvöru sem gaf í aðra hönd aðalkaupeyri íslendinga. Reyndar fer höfundur nokkrum oröum um það framar í kaflanum, að fornmenn hafi stundað iðnað margfalt meira en nú tiðkast, einkum ullariðnað, og að vaðmál hafi verið aðal-verslunarvara lands- manna. En hverjir fengust við þennan iðn- að kemur ekki fram. Mætti ætla að það hafi verið karlmennirnir, eins og við annan iðn- að sem höfundur nefnir, og tínir til dæmi um. 2) Á Bergþórshvoli var mjög fjölmennt heimili á söguöld. Þar var sérstök vefjar- stofa. Mikið hefir þurft að vefa í þeirri vefjarstofu. Þeir þurftu a.m.k. vaðmál í öll litklæðin sín, Njálssynir. Ekki hefir hún unnið það vaðmál allt ein, hún Sæunn kerling, þótt hún hafi ein fundist þar látin eftir brunann mikla, Njálsbrennu. 3) Ef til vill hefir vefjarstofan stundum verið kölluð dyngja. Sá vinnustaður, þar sem konur fengust við tóvinnu, vefnað, sauma og hannyrðir, kallaðist yfirleitt dyngja. Saumastofa eða skemma var þetta hús stundum nefnt, einkum í sögum sem ger- ast erlendis. (Stundum voru þær skemmur jafnframt svefnhús). Sögurnar veita sára- litla vitneskju um dyngjurnar og störfin sem þar fóru fram. En við vitum að ullar- vinnan var í höndum kvenna, og hefir því í dyngjunni ull verið tætt, spunnin og ofin og síðan saumaður fatnaður úr vaðmálinu. Líka þar voru galdrastakkarnir gerðir, sem ekki bitu vopn. Dyngjur viröast yfirleitt hafa verið hús sem stóðu sér, það kemur m.a. fram í Gísla sögu Súrssonar: En utan og sunnan undir eldhúsinu stóð dyngja þeirra Auðac og Ásgerðar og sátu þær þar og saumuðu. 4) Erlendir speking- ar — íslenskir sagnfræðingar kannski líka — hafa haldið því fram að dyngjur hafi ver- ið niðurgrafin hús með kúamykju á þakinu til hlýinda. 5) Sennilega er það orðið sjálft — dyngja — sem er orsökin. Dyngja minn- ir á þýska orðiö Dung, sem þýðir húsdýra- áburður, og sögnina dungen — bera áburð á. Hvergi er þessa getið í sögunni, mér vitanlega, en hins vegar er eitt sinn minnst á hlöðuglugga, sem mykja var bor- in á en fraus svo að brjóta varð, þegar sér- staklega góðrar birtu var þörf í hlöðunni. 6) Að dyngjur voru ekki niðurgrafnar sést t.d. á því að aldrei er þess getið að gengið sé niður í þær eða upp úr þeim. Orðin, sem notuð eru, eru að ganga úr dyngju, eða skemmu (þrisvar sinnum), ganga frá dyngju (einu sinni), ganga inn í eða í dyngju (þrisvar), ganga til dyngju (sex sinnum), að vera í eða sitja í dyngju eða á palli í dyngju (4sinnum). Nokkurdæmi svo að menn trúi mér: Brúðurin sat í dyngju sinni (Reykdæla saga og Víga-Skútu 14. kafli); konur sátu í dyngju sinni (Valla-Ljóts saga 1. kafli); að áliðnum degi, þá er konur gengu úrdyngju (Kormáks saga 15. kafli); gekk Steingerðúr frá dyngju sinni og ambátt með henni (s.s. 3. kafli); upp til bæjar og til dyngju þeirra ( Egils saga 32. kafli); hann gekk í dyngjuna (Eyrbyggja saga 56. kafli); Farandkonur þessar gengu inn í dyngjuna (Njáls saga 44. kafli, vefjarastofuna?); Hallfreöur fór til dyngju 38

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.