Vera - 01.07.1984, Page 41

Vera - 01.07.1984, Page 41
Nýjasta nýtt í dagvistarmálum Munið þið ekki eftir litla appelsínugula bárujárnshúsinu í Skerjafirðinum þar sem Ananda Marga rak dagvistarheimili? Nema hvað, nú hafa þessi samtök fengið úthlutað lóð undir dagvistarheimili við Reykjavíkurveg í Skerjafirði og ætla að reisa þar einingahús undir starfsemina, sem þá hefst að nýju. Hérlendis býr s.k. ..dídí” þ.e. jógakennari og nunna í Ananda Marga og mun hún sjá um rekst- Urinn. Á dagvistarheimilinu „Sælukoti” verða 30 leikskólapláss og 14 dagheimilis- Pláss og eru öllum opin. Enn eru laus Pláss og má hafa samband í s. 27638. Börnin fá jurtafæði á heimilinu og mikil úhersla er lögð á gott og innilegt samband milli fóstru og barns og barnanna innbyrð- 's. Starfsemin byggist á uppeldiskenning- um Maríu Montessori sem snúa sérstak- lega að vitsmunaþroska barna. Ennfrem- Ur er stuðst við kenningar Rudolfs Steiner um þroskun sköpunargáfu barna í leikjum með náttúruleg efni. Miðað er við að starfsemi þessa nýja úagvistarheimilis geti hafist nú í haust. En framkvæmdirnar eru fjárfrekar. Félagar i Ananda Marga, Kornmarkaðurinn og úgóði af framleiðslu Morgungulls hefur Þegar lagt til helming fjárins sem til þarf en sjóðir þessara aðila eru nú þurrausnir. Því efndi foreldrafélag það sem myndað var utanum „Sælukot” til merkjasölu dagana 7—9. júní s.l. Auk þess mun ætlunin vera aö leita til fyrirtækja um frekari fjárstuðn- 'ng. Aðspurð um fordóma gegn Ananda ^erga sögðu forsvarsmenn „Sælukots” að það stafaði af rangri mynd sem dregin hefði veriö upp af samtökunum í fjölmiðl- um. Ananda Marga væri ekki trúarflokkur heldur samtök sem legðu áherslu á hug- •eiöslu og hjálparstarfsemi. Ananda ^erga starfaöi í 80 löndum og ræki skóla °9 dagvistarheimili fyrir bágstödd börn. °9 Þar hafiði það. mr. HÚSEICEnORTRVGGinG Með því að sameina í einavátryggingu ýmsar fasteignatryggingar sem seldar hafa verið einar sér, hefur tekist að lækka iðgjaldið verulega. Iðgjaldið miðast við brunabótamat húseignar eða eignarhluta tryggingar- taka í henni á hverjum tíma. 41

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.