Vera - 01.07.1984, Blaðsíða 33

Vera - 01.07.1984, Blaðsíða 33
Konur og vinnumarkaðurinn Ég byrjaði að vinna úti fyrir alvöru þegar ég fór að vinna hjá ísfugli í september í fyrra. Áður hafði ég unnið tíma og tima á saumastofu en líkaði það ekki mjög vel. Sú vinna sem ég hef núna er erfiðari en jafn- framt fjölbreyttari. Á saumastofunni sat maður allan daginn og hugsaði um þaö eitt að sauma og sauma en nú get ég ýmist setið eða staðið. Við erum 5—6 sem vinn- um þarna og við erum yfirleitt búnar að úr- beinakl. 1—2ádaginn. Þá pökkumviðog Þrífum þannig að þetta er ekki eins ein- hæft. Við erum ekki í bónus og getum því haldið eigin hraða. Á morgnana eru tekin til fyrir okkur nokkur hundruð stykki sem við eigum helst að klára en við megum skilja eftir ef eitthvað kemur upp á. Launakjör þarna eru líka góð miðað við það sem gerist og gengur en ég er með faspar 96 kr. á tímann sem gerir rösklega 15 þúsund á mánuði. Við erum sem sagt ýfirborgaðar enda má það líka því þetta er erfið vinna. Þeir gera yfirleitt vel við okkur Þarna og eru ekkert að narta í kaupið. betta er allt mjög gott fólk sem þarna vinn- ur og ekkert síður þeir sem eru yfir. Þó mér líki vel þarna þá hefði ég gjarnan viljað fá léttari vinnu þar sem ég er fötluð, en það var bara ekkert að fá. Nú eru þeir búnir að afgreiða ný lög frá Alþingi m.a. um vinnumiðlun fatlaðra og ég ætla að sækja um vinnu í gegnum hana þó ég viti ekkert hvaö kemur út úr því. Ég vinn í ísfugli frá 8 á morgnana til hálf 5 á daginn en raunverulegur vinnudagur hjá mér er miklu lengri enda er ég með 8 mannafjölskyldu. Dagurinn hjá mérbyrjar kl. hálf sjö með því að ég tektil morgunmat fyrir fjölskylduna. Svo þarf ég að koma mér í vinnu úr Breiðholtinu og upp í Mos- fellssveit sem getur verið snúið af því að ég er bíllaus. Vinnudeginum lýkur seint því ég er yfirleitt aldrei komin í rúmið fyrir mið- nætti. Það er heldur ekki hægt að tala um neitt frí um helgar því þá er allt eftir. Þá þvæ ég þvotta, baka og geri allt sem fylgir heimili. í rauninni má segja að laugardag- ar séu erfiðari en venjulegir vinnudagar. Annars hef ég verið frá vinnu núna í næstum tvo mánuði þar sem ég var í upp- skurði með báðar hendur. Ég hef fundið fyrir þessu í nokkur ár en svo versnaði þetta núna enda er það mikið álag að vera í fullri vinnu með heimili. Ég fékk veikinda- peninga í vinnunni í þá 9 daga sem ég var búin að ávinna mér, en ég gat ekki fengið sjúkradagpeninga í Sjúkrasamlaginu. Þeir sögðu að ég hefði fengið sjúkradagpen- Að þessu sinni rœðir VERA við Ástu Aðalheiði Garðars- dóttur verkakonu hjá ísfugli, en þar vinnur hún við að úrbeina alifugla. Ásta er 43 ára og á 6 börn á aldrinum 11—25 ára sem öll búa heima. inga í fyrra og það yrði að líða ár á milli til þess að ég gæti fengið þá aftur. Mér var bara vísað á Félagsmálastofnun ef mig vantaði peninga. En ég fór upp í Framsókn og ég reikna með að ég fái eitthvað úr sjúkrasjóði. Það eina sem ég hef því núna er örorkustyrkurinn sem er 2600 kr. á mán- uði. Ég get þó ekki ímyndað mér að ég haldi honum þegar ég er farin að vinna. Þeir fara sjálfsagt að krukka í hann. „Lúxus að fá allt í einu kaup” Þó ég sé nýkomin út á vinnumarkaðinn þá á ég 26 ára starfsferil að baki sem hús- móðir. Ég byrjaði að vinna fyrir mér 13 ára gömul í verksmiðju norður á Akureyri, en svo eignaðist ég mitt fyrsta barn og byrjaði að búa 17 ára gömul og hef verið heima síðan að ala upp þessi 6 börn mín. Ég hef reynt að vinna heima til að létta undir m.a. saumað rúmföt og veriö dagmamma i fjöldamörg ár. Þetta er ansi mikil vinna og mikil reynsla og mér finnst það réttlætis- mál að hún sé metin þegar við komum út á vinnumarkaðinn eftir öll þessi ár, eins og þeir ætla víst að fara að gera í Kópavogi. Við sem höfum alið upp svona mörg og 33

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.