Vera - 01.07.1984, Side 37
The Economist birtir einnig fréttir um aö
sérfræðinganefnd á vegum Heilbrigðis-
stofnunarinnar í USA vari nú við að beita
sónar-skoðunum í eins ríku mæli og gert
hefur veriö þar í landi við eftirlit með barns-
hafandi konum.
Sónartæki byggja á því að nota hljóð-
hylgjur til að framkalla mynd af fóstrinu.
þessi aðferð hefur verið talin algjörlega
hættulaus fyrir fóstrið. Enn hefur heldur
ekkert komið fram óyggjandi um að að-
feröinni fylgi hætta, en heldur ekkert sem
staðfestir að hún sé hættulaus. Áðurnefnd
sérfræðinganefnd leggur þó til að fyllstu
aögæslu sé gætt við notkun þessarar
fækni og að henni skuli ekki beitt, nema
búast megi viö fósturgöllum. Sem sagt
hvorki til þess að sérfræðingar geti farið í
tæknileiki né til að svala forvitni foreldra
Urn kyn fóstursins eða af því að aðstand-
endur langi til að eiga mynd af fóstrinu, en
slíkt mun ekki óalgengt í þvísa landi.
Guðrún Jónsdóttir þýddi og endursagði
Ur The Economist.
england
Germaine Greer, höfundur bókarinnar
-.Kvengeldingurinn”, sem margar ykkar
^unu kannast við, hefur nú sent frá sér
nýja bók, sem vakiö hefur mikla athygli og
urnræðu í Englandi. Bókin heitir „Sex and
Destiny” eða kynferði og örlög og kom út
í mars. Breska blaðið The Times hóf birt-
ingu úrdrátta úr bókinni í janúar og hélt því
áfram fram í miðjan febrúar, en með síð-
asta útdrættinum voru einnig birt bréf frá
lesendum og var sýnt að þeir voru ekki á
eitt sáttir við bókina. Germaine ræðst í
þessari nýju bók sinni gegn frjálsum ást-
um að sögn The Times, en í inngangi að
útdráttunum úr bókinni segir m.a.:
„Germaine Greer var ein af spámönnum
kynlífsbyltingarinnar og í bók sinni, Kven-
geldingurinn, benti hún á baráttu kvenna
fyrir frelsi í rúminu og jafnrétti fyrir lögum.
Úm sömu mundir komu til sögunnar nýjar
getnaðarvarnir og aukinn réttur til fóstur-
eyðinga, en hvoru tveggja frelsaði konur
frá ótímabærum þungunum og gerði þeim
kleift að njóta kynlífsins. En hefur byltingin
staðið við loforð sín? Ekki að mati Germa-
ine Greer. í sinni nýjustu bók heldur hún
því fram að hagur kvenna hafi versnað á
tímum „frelsisins”. Hún er jafn hrifin af
kynlífinu en vill að konur séu kresnari, sjái
sjálfar sig í öðru Ijósi og virði líkama sinn
meira en svo, að hann megi eyðileggja
með getnaðarvamartólum og apparötum.”
Með öörum orðum, það virðist sem
Germaine álíti konur hafa gerst þræla bylt-
ingarinnar. Meira verður ekki sagt að
sinni, en þess má geta að nokkrar konur,
sem af er vitað, hafa pantað sér bókina og
Vera gerir ráð fyrir að geta skýrt frá mati
íslenskra kvenna á henni áður en yfir lýk-
ur.
USA
Dorchen Leidholdt, meðlimur í samtökun-
um „Konur gegn klámi” og blaðamaður
við þýska kvennatímaritið Emmu, var
handtekin í New York nýlega fyrir að hafa
sprautað svofelldum orðum á auglýsinga-
plakat frá Penthouse: „Penthouse niöur-
lægir konurog er meðmælt nauðgunum”.
í frétt Emmu kemur ekki nákvæmlega fram
hver kæran var, en að öllum líkindum mun
hún hafa verið fyrir skemmdir á annarra
eigum eða jafnvel óspektir á almannafæri.
Fyrir réttinum lýsti Dorchen sig sak-
lausa, lagði eintak af Penthouse fyrir dóm-
arann og sagði m.a. máli sínu til stuðn-
ings: „í þessu eintaki er varpað dýrðar-
Ijóma á fjöldanauðgun á skólastúlku.
Einnig er því lýst í Ijósmyndaröð þegar
kona er fjötruð, henni nauðgað og að síð-
ustu komið fyrir kattarnef og í teikni-
myndasögu blaðsins er skopast að nauðg-
un og morði á konu. . . Þegar svofellt of-
beldi gagnvart konum er auglýst og það á
almannafæri, er verið að ógna öryggi allra
kvenna. Sem konu og neytanda þjónustu
járnbrautarkerfisins, sé ég mér ekki annað
fært en búast til varnar slíkum áróðri.”
Dorchen var dæmd saklaus og gekk því
frjáls frá réttinum. Það makalausa við
þessa frétt er líklega það, að það skuli telj-
ast fréttnæmt yfirhöfuð að Dorchen var
ekki dæmd sek!
Síríus
I<bnsum
suöusúkkulaói
Gamla góða Síríus Konsum
súkkulaðið er í senn úrvals
suðusúkkulaði og gott til átu. Það
er framleitt úr bestu hráefnum, er
sérlega nærandi og drjúgt til suðu
og í bakstur, enda jafnuinsælt í
nestispökkum ferðamanna og
sparíuppskriftum húsmæðra.
Siríus Konsum er uinsælast hjá
þeim sem uelja bara það besta.
mqu s lÉas
37