Vera - 01.07.1984, Blaðsíða 5

Vera - 01.07.1984, Blaðsíða 5
Hver skilgreinir hvem? Tíðahvörfin, breytingar þeim tengdar og áhrif þeirra á líf okkar og sjálfsmynd hafa lítið verið rcedd meðal kvenna. Þess vegna tókum við okkur til nokkrar konur, á aldrinum 25—55 ára, og ákváðum að fjalla um þetta efni í Veru íþeirri von að það gœti leitt til almennari umrœðu meðal kvenna og aukins skilnings á eðli þeirra breytinga sem þessu aldursskeiði fylgja. Við höfum velt fyrir okkur ótal spurningum varðandi þetta œvi- skeið í lífi okkar kvenna. /'œr spurningar, sem okkur voru efstar í huga, voru þessar: Hvernig stendur á því að við tíðahvörfin verða oft þáttaskil í lífi okkar til hins verra? Hvernig stendur á því að þetta skeið aevi okkar er kallað breyt- ingaskeið? Hreytist ekki líf okkar meira þegar við eignumst fyrsta barnið, er ekki réttara að kalla það breytingaskeið? Hvers vegna horfum við með kviða og ótta tilþess tímabils iævi okkar þegar tíðir hœtta, en í flestum tilvikum með fögnuði og eftir- vœntingu til meðgöngu og fœðingar? Afhverju getum við ekki lifað í sátt við okkur sjálfar og líkams- óreytingarnar, sem verða samfara tíðahvörfum á sama hátt og breyt- "'garnar og óþœgindin sem fylgja meðgöngunni? Hvernig stendur á því að litið er á líkama okkar með velþóknun a einu breytingaskeiði en tuttugu árum seinna er litið á hann sem og okkur sem nánast verðlaust góss? Hvernig stendur á því að ríkjandi viðhorf eru jákvœð gagnvart barneignum, en neikvœð gagnvart tíðahvörfum? Konur — karlar Hú hugsa vafalaust einhverjir hvernig í ósköpunum okkur detti í kug að bera þetta tvennt saman. Annað felur í sér möguleika til sköpunar lífs en hitt er tákn endalokaþess möguleika. Við erum ekki að bera þetta saman, en við hljótum að spyrja, því bœði œviskeiðin er" hluti af lífi okkar. I leit okkar að svörum við þessum spurningum varð okkur fyrst fyrir að grtpa tilþeirrar skýringar að menning okkar sésvo upptekin af dyrkun á eilífri œsku, að í hrœðslunni við að eldast og deyja sé sv°rið fólgið. En þegar við huguðum nánar að því fékk það ekki s,aðist. Við eldumst frá því við fœðumst. Við eldumst ekki hraðar a vissu skeiði en öðru. Karlar eldast lika eins og við konur. Þó er Jtntmtugsaldurinn og breytingaskeið karla tengt honum, ekki slíkur "mbyltingartími í lífi þeirra og raunin er varðandi konur. Sjálfs- ">ynd þeirra og viðhorf annarra til þeirra eru síður en svo neikvœð aþessum aldri. Þvert á móti. Þeir eru þá oft á hátindi lífs síns. Starfs- "tetnaður þeirra er farinn að skila árangri og í einkalífinu undir- s,rika þeir oft velgengni sína og kyngetu með því að yngja upp hjá sér. , kfþað þá hormónabreytingin sem slík sem hefur svona afgerandi "úrif á líf okkar að sjálfsmyndin verður neikvœð og tilfinningin að aJa lokið œtlunarverkinu verður svo sterk? ^ei, það fœr heldur ekki staðist. Þegar við byrjum að hafa tiðir erum við oft hrœddar og óviðbúnar, en líka afar spenntarþví við vit- "m að þá hefur það gerst sem er eitthvað sérstœtt og setur okkur á ekk með fullorðnum konum. Þar voru hormónabreytingar að Verki líka, en það breytingaskeið er jákvœtt íokkar augum og ann- arra. En hvað veldur þvíþá að tíðahvörfin og aldursskeiðið sem þeim fylgir hafa neikvœða merkingu í menningu okkar og að þau nei- kvœðu áhrif beinast að konum en ekki körlum? Við höfum velt þvífyrir okkur hvort því hafi einnig verið svo var- ið á dögum formœðra okkar. Við höfum reynt að komast aðþvímeð því að spyrja okkur eldri konur. Svörin sem við höfum fengið eru öll á einn veg. Þeirra tíma konur biðu þessa aldursskeiðs með óþreyju af þvíaðþá var fengin óbrigðulgetnaðarvörn. Það var einn- ig langt frá því að þœr setti niður í augum annarra eða litið vœri á þœr sem annars flokks manneskjur. Þvert á móti, auknum aldri fylgdi aukin virðing bœði meðal kvenna og karla. En munurinn á þeim og okkur var sá, að þrátt fyrir að þœr gœtu ekki lengur eignast börn var hlutverki þeirra enganveginn lokið. Framleiðslan var enn íhöndum fjölskyldunnar og þeirra var þörf við hana allt fram í and- látið. Þœr lifðu í karlveldisþjóðfélagi engu síður en við, en hlutverk þeirra var annað og meira en að fœða og ala upp böm. Ekki arðbœr fjárfesting I leit okkar að svörum erum við því þar komnar að eðlilegar líkamsbreytingar fá jákvœtt eða neikvœtt gildi í augum okkar og annarra eftirþví, ífyrsta lagi hvortþœr taka til karla eða kvenna og í öðru lagi hafa framleiðsluhœttirnir í þjóðfélaginu áhrif á hvort matið verður jákvœtt eða neikvœtt. I þjóðfélagi okkar rikja markaðslögmál hins mesta gróða með sem minnstum tilkostnaði Við búum líka í karlveldisþjóðfélagi, sem kúgar okkur og skilgreinir hlutverk okkar í samræmi við hags- muni sína. Við og miðaldra kynsystur okkar erum ekki sérlega arðbœr fjár- festing á vinnumarkaðnum. Starfsœvi okkar er að styttast svo það borgar sig ekki að fjárfesta i endurmenntun okkar til starfa og gildir þá einu hvort við höfum verið lengur eða skemur í launuðum störf- um. Kvenímynd karlveldisins, hin heilaskerta brjóstamikla (stinn auð- vitað) mittisgranna síunga kona er hvorki okkar raunveruleiki né annarra kvenna. Við höfnum bœði skilgreiningum markaðsaflanna á hvað sé arð- bœrt og skilgreiningum karlveldisins á að viðhöfum gegnt hlutverki okkar sem konur þegar árin fœrast yfir okkur. Gnœgtaborð miðaldursins Efnistök okkar mótast að sjálfsögðu af því sem að framan segir. Við munum fjalla um þetta efni frá eftirfarandi þremur megin sjón- arhomum: 1. Hvaða líkamlegar breytingar hafa tíðahvörfin i för með sér? 2. Hvernig er litið á miðaldra konur í dag og hvaða áhrif hefur sú sýn á sjálfsmynd okkar og möguleika sem einstaklinga. 3. Hvernig líta aðrar konur en við í hópnum á tíðahvörfin og breyt- ingar samfara þeim á hlutverki okkar. Við látum llka fljóta með ýmis góð ráð varðandi matarœði og aukna líkamlega vellíðan. Við val okkar hefur ráðið sú skoðun okk- ar að í náttúrunni sé að finna hollustu og bestu efnin íþessu skynL Með þessum inngangsorðum viljum við bjóða ykkur velkomnar að gnœgtaborði miðaldursins, jafnt ykkur sem eruð á þeim aldri og hinar sem fœrast nær honum. Lífinu er ekki lokið um fimmtugt! 5

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.