Vera - 01.07.1984, Side 36
ENGLAND
„Drottningin, forsætisráöherrann, eig-
inkona mín, dætur mínar og móöir mín eru
allar konur, en samt get ég ekki annað en
greitt atkvæöi gegn þessu frumvarpi”,
sagöi einn af þingmönnum breska íhalds-
flokksins í umræöu um ný jafnréttislög til
handa enskum, en frumvarp aö þeim var
lagt fram í desember s.l. Annar þingmaður
sagöi aö umræðan „truflaöi störf þings-
ins” og að hugmyndirnar að baki frum-
varpinu væru úr takt viö allan raunveru-
leika.
Þaö var þingkona Verkamannaflokks-
ins, Jo Richardson, sem stóö aö frumvarp-
inu og var ákvæöum þess ætlað að leysa
af hólmi lög frá 1970 um jöfn laun og önnur
frá árinu 1975 um jafnrétti kynjanna. Sam-
kvæmt fregnum kvennatímaritsins Spare
Rib (des. ’83) var aö nokkru leyti um sam-
ræmingu eldri laga aö ræöa en aö auki
heföi frumvarpiö (næði það fram að
ganga) nýst vel sem stefnumótandi leiðar-
Ijós fyrir hiö opinbera í málefnum kynja-
mismununar. Kvenréttindakonur lýstu yfir
stuðningi sínum og hvöttu hver aöra til að
skrifa þingmönnum sínum til aö láta í Ijós
óskir um aö þeir samþykktu frumvarpiö.
Jafnframt hvöttu þær konur til aö mæta á
þingpalla og fylgjast með umræöunum.
Meðal þess sem frumvarpiö fór fram á
var þetta:
— að hlutastörf yrðu jafnt launuö (hlut-
fallslega) og fullt starf
— aö kynferðisleg áreitni (káf!) á vinnu-
stöðum yröi ólöglegt
— aö feður fengju tveggja vikna leyfi á
launum vegna fæðingar afkvæmis (og
þaö um það leyti sem barniö fæöist)
— að félögum og samtökum yrði meinað
að banna konum aðgang
— að skólayfirvöldum leyfðist aö grípa til
jákvæðrar mismununar í þágu stúlkna
til aö leiðrétta misrétti í skólum
— aö mismunun í garð lesbía og homma
á vinnustöðum yröi ólögleg
— aö leiörétta ólík kjör karla og kvenna
hvað varðar lífeyri og eftirlaun. . .o.fl.
Þegar frumvarpið var lagt fyrir þingiö
þann 9. desember fjölmenntu konur á pall-
ana en hið sama var ekki hægt aö segja
um þingmennina (á enska þinginu eru 450
þingmenn, þar af 19 konur). Tala þeirra
þingmanna sem lögöu á sig aö fylgjast með
framgangi jafnréttisfrumvarpsins fór niöur
í 20. Hins vegar fylltu þeir öll sæti, þegar
næsta mál komst á dagskrá, en þaö varö-
aöi vígbúnað og Argentínu. Andstaða
þeirra, sem sáu ástæöu til að leggja orö í
belginn lýsir sér einna best í upphafsorð-
um þessarar fréttar. Foringi stjórnarand-
stöðunnar (og flokksbróöir flutningskonu
frumvarpsins) Neil Kinnock, lét ekki svo lít-
ið að koma í pontu. Aöeins ein þingkvenna
íhaldsflokksins greiddi frumvarpinu at-
kvæöi sitt — og sýndi þar meö mikið hug-
rekki aö mati Spare Rib, en flestir þing-
menn Verkamannaflokksins lýstu sig and-
snúna því. Umræðurnar virðast hafa verið
hinar fróölegustu en þó kannski ekki nýjar
af nálinni. Þegar rætt var um, hvort nýju
lögin myndu vera í takt viö raunveruleik-
ann eöa ekki, sagöi t.d. ein þingkvenna
íhaldsflokksins að það væri jú staðreynd
aö fjölskyldur þörfnuðust umönnunar og
börn væru sífellt aö fæöast og „ætti ekki
atvinnumarkaðurinn aöendurspegla þann
raunveruleika?” Þessi þingkona greiddi
síðan atkvæði gegn frumvarpinu.
USA
Þaö er víðar en hér á landi sem konur
þola launamisrétti miöaö viö karla. Þaö er
satt aö segja reglan hvert sem litið er í
heiminum. í febrúarhefti The Economist er
fjallaö um launamisrétti karla og kvenna í
Bandaríkjunum. í greininni kemurfram, aö
nýlega hefur falliö dómur í héraösrétti í
Washingtonríki þess efnis aö fylkisyfir-
völdum beri aö jafna launamismun milli
dæmigeröra karla- og kvennastarfa. Störf
þau sem um var að ræða voru vörubíl-
stjórar og ritarar. Dómarinn taldi aö konum
í ritarastörfum bæri 31% launahækkun,
því bæði þessi störf væru „jöfn aö verö-
mæti”. Þau krefðust álíkahæfni, áreynslu
og ábyrgðar. Svo virðist sem einhver
hreyfing sé þar vestra í þá veru aö jafna
launamisréttið meö endurmati á störfum
og með því að láta dómstóla skera úr um
misréttið á grundvelli jafnréttislaga.
Nefndir sitja nú aö störfum í 17 fylkjum
og eiga þar að skoða launamisréttið, aöal-
lega meö því aö bera saman efnahagslegt
gildi karla og kvennastarfa. Þaö hefur sem
sagt almennt veriö viöurkennt af opinberri
hálfu aö störf þurfi ekki aö vera nákvæm-
lega eins til þess aö krafan um launajafn-
rétti kynjanna gildi, heldur beri aö leggja
að líku áreynslu, andlega og líkamlega,
sem fylgir störfum.
Ekki er séð fyrir endann á því hvort ofan-
greindum dómi veröur fullnægt. Reagan
stjórnin gerir lítiö úr honum og sjálfsagt á
hann eftir aö fara fyrir hæstarétt. Hinsveg-
ar hefur þessi dómur haft áhrif á málflutn-
ing forsetaframbjóðenda demókrata, sem
nú reyna að ræða um launamisréttið, en
þó án þess aö hægt sé að hanka þá á
neinu aö loknum kosningum.
Þaö er því enn langt í land og fullkomiö
launajafnrétti kynjanna ekki á næsta leiti.
Spurningin nú er hvaða leiðir getum við
fariö til þess að ná því.
36