Vera - 01.07.1984, Qupperneq 12

Vera - 01.07.1984, Qupperneq 12
Hvernig reyndist læknisaöstoöin og í hverju var hún fólgin? Eftir læknisskoðun og viötal gaf hann mér hormónasprautu og sagði mér að hana gæti ég fengið á 4—6 vikna fresti á meðan þetta væri svona slæmt. Spraut- urnar verkuðu vel í 2—3 vikur en þá fór ég að bíða eftir þeirri næstu. Ekki man ég hve oft ég fékk sprautu, en það var ekki oft, enda var ég ekki nógu ánægð með hve áhrifin voru skammvinn. Þá ákvað ég að reyna aö þrauka án lyfja og sjá til hvort þetta liði ekki hjá, sem það og gerði um tíma. Svo kom vont tímabil þannig að ég þoldi ekki við og fór þá aftur til læknisins. Þá gaf hann mér töflur, Progynova, sem ég átti að taka 2 mg af á dag í 21 dag og eftir viku hlé aftur í 21 dag. Þetta gerði ég C Hvað veist þú um breytingaskeiðið? Það kemur að okkur öllum á milli fertugs og fimmtugs. Sumar sleppa vel í gegn. Margar eru mikið veikar, ýmist andlega eða líkamlega, jafnvel hvort tveggja. Þó að líkamlega hliðin geti verið slæm, þá getur andlega ástandið viö þessa breytingu einnig verið erfitt. Ríkjandi viðhorf auka þar oft á. Á ég þar við þau viðhorf að nú sé hlutverkinu til að ala börn lokið. Jafnframt er erfitt fyrir margar konur á þessu skeiði að fá atvinnu. Börnin eru að hverfa að heiman og konunni finnst lítil þörf fyrir krafta sína og mikla reynslu. Mér ofbýður oft hvað þessi aldur verður fljótt útundan. í nokkra mánuði með góðum árangri. Var þessi aðstoð í samræmi við það sem þú vildir? Já, ég veit ekki hvernig ég hefði komist í gegnum þetta tímabil án þess að fá þessi lyf. Nú er ég orðin fimmtug og finn sjaldan og miklu vægar fyrir þessum óþægindum og lifi í voninni um að þau muni kannski hverfa alveg. Hvað varð þér erfiðast á þessu tíma- bili? Það var þegar ég var í miðju viðtali og fann hitann blossa upp og vissi aö ég varð rauðflekkótt í framan og niður á bringu. Líka það hvað ég var uppstökk og æst. Þessu tímabili fylgdi mikið þunglyndi og löngun til að gefast upp. Hvað vilt þú ráðleggja öðrum? Aö vera ekki hræddar við þetta, — þetta endar fyrr eða síðar, — og endilega að leita læknis og ræða almennilega við hann um ástandið. Einnig er gott að ræða við vinkonur og heyra hvað þeim líður. Hefur þetta haft áfhrif á kynlífið? Ég veit það ekki. Ég er búin að vera ekkja í 11 ár. Núna hef ég engan áhuga á kynlífi, en það hefur ekki alltaf verið þann- ig eftir aö ég varð ekkja. og eftir tvo daga fann ég mikil bata- merki. Ég átti að taka þetta daglega í 3 vikur. Eftir þessar 3vikurtókégeftirþvíaðég hafði þyngst um 2 kg og þótti mer það miður því að þyngdin hefur skipt mig miklu, alla tíð. Seinna kom svo í Ijós að ég hafði ekki fitnað, en að liðirnir í öklum, hnjám og fingrum höfðu breyst. Þeir eru stirðir og bólgnir og það ber á doða í höndum. Var meðferðin í samræmi við það sem þú vildir? Já, algerlega. Ég gerði mér svo vel grein fyrir því hvað væri að gerast og aö léttar hormónatöflur gætu létt mér þetta um tíma a.m.k. Ég nefni sem dæmi að í tískublöðum kem- ur það varla fyrir að birt sé mynd, fatnaður, hárgreiðsla, förðun eða annað sem hentar þessum aldri. Þótt þetta sé ekki stórt mál sýnir þetta hluta af lítilsvirðingunni. Fannst þú fyrir miklum breytingum — hverjum? Já. Ég var orðin 56 ára þegar tíðahvörfin byrjuöu og hafði haft alveg reglulegar blæðingar fram að þvi, en síðustu 2 árin erfiðar tíðir og miklar blæðingar, þannig að ég gat varla verið innan um annað fólk í tvo daga mánaðarlega. Þó var ég heppin að fara aldrei niður fyrir normal blóðgildi. Ég notaði að vísu töflur: járntartrat með frangúla 250 mg. tvisvar á dag. Það lá viö að ég væri feimin við að viðurkenna að ég væri ennþá með tíðablæðingar, orðin svona gömul! Skyndilega hættu blæðing- arnar. Mánuði síðar fóru að koma óskap- leg svitakóf á klukkutíma fresti, svitinn spratt út á enni og niður á brjóst. Hefur þú leitaö aðstoöar — hverrar? Þegar þetta var orðið mjög til óþæginda, fór ég til læknis sem sagði mér að það væru skiptar skoðanir meðal lækna um hvernig svona skyldi meðhöndlað. Hann gaf mér töflur Progynova 1 mg Hvað var þér erfiðast á þessu tíma- bili? í sjálfu sér hefur þetta ekki verið mér svo erfitt, nema það að ég sem hef alltaf stund- að mikið íþróttir, finn fyrir stirðleika og að ég er ekki eins viðbragðsfljót. í vetur fann ég t.d. fyrir smá hræðslu á skíðum, hræðslu um að geta beinbrotnað, en svo voru mér gefin ný svigskíði og ég fann aö ég var hreint ekki búin að vera! Hvað vilt þú ráðleggja öðrum? Ég vil ráðleggja konum að kynna sér sem mest það sem í vændum er við tíða- hvörf, vera ekkert að kvíða því að eldast, verða hrukkóttar o.s.frv. Ég vil segja þeim að konur eigi að vera stoltar af unnu lífs- verki, hvort sem þær hafa unnið heimili og börnum alla tíð eða unnið öðrum utan heimilis. Þær eiga að hlakka til að ráða tíma sínum meira sjálfar. Stunda vinahóp- inn og áhugamál, víkka sjóndeildarhring- inn. Hefur þetta haft áhrif á kynlífið? Eftir að hafa alið mörg börn og aldrei notað getnaðarvarnir, hafa stöðugt áhyggjur af að verða þunguð, þá hefur þetta haft mjög góð og afslappandi áhrif á kynlífið. 12

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.