Vera - 01.07.1984, Side 27
skóla, þannig að tryggt verði að skóladagur barna í
grunnskóla verði samfelldur, að börnum sé tryggt at-
hvarf í skólanum og að skóladagur þeirra geti miðast
við vinnutíma foreldra.”
I byrjun nóv. var lögð fram í þinginu þingsályktunar-
tillaga (þáltil) um könnun á kostnaði við einsetningu
skóla, en slík könnun er forsenda þess að hægt sé að
koma á samfelldum skóladegi. Óþarfi er að telja upp
kosti þess að skóladagur barna verði samfelldur en í ná-
9rannalöndum okkar eru einsettir skólar taldir sjálfsögð
nauðsyn farsæls skólastarfs en enn sem komið er eru
'>^«uzlh0
trjám
Þeir hér á landi nær undantekning. í umræðu um þetta
niál var þátttaka karla í þingsölum heldur lítil. Þáltil. var
siðan vísað til nefndar og svæfð þar.
Kristín Halldórsdóttir benti á í ræðu um fjárlög 1984
að einkum í þéttbýli skorti mikið á að skólamannvirki
fullnaegðu kröfum um samfelldan skóladag og að ekki
yrðum við nær því markmiði eftir þetta ár. Framlög til
skólabygginga hefðu þurft að vera a.m.k. helmingi
hærri en gert var ráð fyrir á fjárlögum eða sem svarar
•"úmlega þeirri upphæð sem verja á til flugstöðvarinnar
a Keflavíkurflugvelli á þessu ári.
22. febr. lagði heilbrigðis- og tryggingaráðherra,
Matthias Bjarnason fram stjórnarfrv. um breytingu á
(ögum um Ljósmæðraskóla íslands. Helstu breyting-
ar eru þær, að lagt er til að skólinn hafi sérstaka skóla-
uefnd í stað þess að lúta stjórnarnefnd ríkisspítalanna.
Skólastjóri skuli vera fæðingarlæknir eða Ijósmóðir
sem lokið hefur BS-prófi í hjúkrunarfræði og að inntöku-
skilyröi í námið verði próf í hjúkrunarfræðum eða starfs-
réttindi sem hjúkrunarfræðingur. Þingkonurokkar mót-
mæltu þessu frv. og báðum þessum nýmælum. Það
væru ekki margar Ijósmæður hér á landi sem jafnframt
hefðu lokið BS-prófi en eðlilegast væri, að skólastjóri
yósmæðraskólans væri Ijósmóðir. Auk þess væri und-
ar'egt að krefjast hjúkrunarfræðiprófs sem inntökuskil-
y^öis í Ijósmæðrastétt. Sífellt væru gerðar hærri próf-
^röfur og kröfur um lengra nám í stéttum sem konur
hsfa mikið sótt í. Svo langt nám sem hér um ræddi kynni
að draga úr aðsókn kvenna í Ijósmæðranámið. Heppi-
le9ra hefði verið, að samræma nám í hjúkrunarfræðum
°9 Uósmæðrafræðum þannig að komiðyrði ásameigin-
|e9u grunnnámi t.d. í tvö ár en síðan greindist námið í
rekara hjúkrunarfræði og Ijósmæðranám. Frumvarpi
Pessu var síðan vísað til nefndar.
'-ánasjóöur íslenskra námsmanna
í umræðurn um fjárlögin 1984 s.l. haust báru þing-
°hur okkar fram breytingartillögu (breyttil) um 100
h1'11]'- kr. aukið framlag til Lánasjóðs íslenskra náms-
rrranna (LÍN). Skv. lögum um námslán og námsstyrki
átti hlutfallstala af reiknaðri fjárþörf námsmanna að
hækkaúr95% 1100% 1. jan. s.l. Stjórnvöld ákváðu hins
vegar að fresta gildistöku þessa ákvæðis laganna. Þrátt
fyrir þetta kom síðar í Ijós að nákvæmlega 100 millj. kr.
vantaði í sjóðinn.
í apríl lagði Kristín fram svohljóðandi fyrirspurn til
menntamálaráðherra:
1. „Hvernig hyggst ríkisstjórnin mæta þeim halla
sem fyrirsjáanlegur er á LÍN á þessu ári?
2. Hefur menntamálaráðherra í hyggju breytingar
á lögum um LÍN?
3. Hafa verið mótaðar einhverjar tillögur til breyt-
inga á úthlutunarreglum lánasjóðsins?
4. Ef svo er, hverjar eru þær og hverjir unnu þær
tillögur?”
í svari menntamálaráðherra, Ragnhildar Helgadótt-
ur, kom fram, að ekki væri enn fyllilega Ijóst hver fjár-
þörf sjóðsins yrði. Um frekari breytingar en orðið hefði
yrði ekki að ræða á lögunum á þessu þingi. Breytingar-
tillögur á úthlutunarreglum hefðu verið mótaðar af lög-
fræðingum sem starfað hefðu innan ráðuneytisins í vet-
ur. Þær væru í stuttu máli þannig, að í fyrsta lagi yrði
endurskoðuð hin reiknaða fjárhæð framfærslueyris, í
öðru lagi að hækkað yrði mark þeirra tekna sem lántaki
getur aflað án þess að lánsréttur skerðist, í þriðja lagi,
að ferðastyrkir yrðu ekki greiddir út nema gegn framvís-
un farseðla og loks að endurskoðaðar yrðu úthlutunar-
reglur um veitingu bráðabirgðavíxillána. Sjóðurinn
myndi t.d. spara á þvl, að ná samkomulagi við ríkis-
bankana um að þeir tækju að sér þessi víxillán.
Kristín sagði þessi svör ekki líkleg til aö draga úr kvíða
námsmanna vegna frétta um breytta tilhögun á náms-
lánakerfinu. Kristín gat ekki séð hvernig þessar tillögur
ættu að leiða til sparnaðar. Kostnaður sjóðsins færðist
annað hvort aðeins til t.d. varðandi bráðabirgðavíxillán-
in er þau breyttust í venjuleg námslán eða að pappírs-
vinna og eftirlit sjóðsins ykist t.d. varðandi ferðastyrk-
ina.
Á síðustu dögum þingsins samþykktu stjórnarflokk-
arnir að hækka ekki fjárveitingu til sjóðsins og aö þrátt
fyrir ákvæði laga um námslán og námsstyrki skyldi hlut-
fallstala af reiknaðri fjárþörf námsmanna árið 1984 mið-
uð við það fjármagn sem LÍN hefði til ráðstöfunar.
Er víst að nú verða fjölmargir námsmenn að hverfa
frá námi og eiga það „ríkisstjórn fyrirtækjanna” að
þakka.
KENNSLUGAGNAMIÐSTÖÐVAR
Eitt af þeim málum sem Kvennalistinn lagði áherslu
á að afgreiðslu fengi fyrir þinglok vgr svohljóðandi
þingsályktunartillaga sem Guðrún Agnarsdóttir mælti
fyrir og flutti ásamt Kristínu Halldórsdóttur, Sigríði Dúnu
og fulltrúum hinna þingflokkanna:
„Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta
kanna hvernig best væri að haga samstarfi við sam-
tök sveitarfélaga um að koma á fót kennslugagna-
miðstöðvum í tengslum við fræðsluskrifstofur í öllum
landshlutum. Kennslugagnamiðstöðvar hafi það
meginverkefni að lánaskólum námsgögn, kennslu-
tæki og hjálpargögn þannig að öllum nemendum
verði tryggður aðgangur að fjölbreyttum kennslu-
gögnum hvar á landi sem þeir búa.”
Guðrún benti m.a. á er hún mælti fyrir tillögunni að
samkvæmt lögum bæri Námsgagnastofnun að sjá
nemendum á skyldunámsstigi fyrir ókeypis námsgögn-
um en aðstæður þeirrar stof nunar yllu þvi að námsgögn
er hún gæfi út dygðu engan veginn ein sér til að skóli
yrði vel búinn námsgögnum. Flestum væri kunnugt um,
aö verulegur munur væri á aðstöðu barna til náms og
kennslu hér á landi. Þessi þáltil. tæki á einum þætti
27