Vera - 01.07.1984, Qupperneq 29

Vera - 01.07.1984, Qupperneq 29
Brosandi land ..Halló elskan,” sagði farþeginn við ílugfreyjuna, þegar hún fór í þriðja skiptið fram hjá honum með drykkjarbakkann, ..hvar er brosið þitt hjartagull?” bætti hann við. ..Ég skal segja þér nokkuð”, sagði flug- ^reyjan, „brost þú fyrst og svo skal ég brosa til þín, OK?” >.OK”, sagði farþeginn og brosti sínu breiðasta. ..Mjög gott hjá þér”, sagði flugfreyjan, " ”°9 nú skaltu halda þessu brosi næstu i fimmtán mínúturnar, OK?” Þessi saga, segir í nýrri bandarískri bók, lýsir því ágætlega, undir hvers lags tilfinn- lr|gaálagi flugfreyjur eru. Og bætir við: Þessi farþegi getur raunar verið þakklátur, Því hann er einn fárra flugfarþega, sem nýtur þess heiðurs að verða var við raun- verulegar tilfinningar flugfreyju. Bókin er eftir félagsfræðinginn A. R. Hochchild og beitir „The Managed Heart. Commer- ejslization of Human Feeling” (fjarstýrt hjarta — mannlegar tilfinningar til sölu?). Hochchild, hún er kona, kannaði hvað 9erðist, þegar persónulegar tilfinningar eru skikkaðar til að vera til sýnis og sölu — °9 eru gerðar að nauðsyn til að halda starfi e9 launum. í bókinni er spurt m.a. hvort eikin brosmildi, gleði og vinátta sé heilsu- sPHlandi! ^m leið og vestræn iðnaðarþjóðfélög Preast í það að verða þjónustusamfélög, lesa í ae ríkara mæli við — að mati höfund- arins — ný störf sem felast í tilfinningaleik- lmi- I Bandaríkjunum ku þriðjungur allra s'arfa gera þá kröfu til þeirra, sem störfun- Um gegna, að þeir séu einatt til reiðu með, ekki beina starfsgetu, heldur bros á vör, P e.a.s. geta þeirra í starfinu er undir því komin, hversu vel þeim tekst að leika glað- lynda, „ég elska þig” persónu. Helmingur þessara starfa eru hin hefðbundnu kvennastörf, svo sem sjónvarpsþulur, gengilbeina, móttökufreyja, einkaritari, hárgreiðslukona, einnig félagsráðgjafi, hjúkrunarkona, kennari o.s.frv. í engum þessara starfa er leyfilegt að vera fúll í yfir- bragði eða sýna neikvæð skapbrigði yfir- höfuð. Besta dæmið um þetta í Bandaríkjunum er flugfreyjustarfið, en bandarísku flugfé- lögin nota ekki hvað síst bros á vör í sí- harðnandi samkeppninni. Hochchild kannaði því sérstaklega hvað færi fram á flugfreyjunámskeiðunum, hver væri vinnuaðstaða flugfreyjanna og sálræn áhrif þessa. Hochchild gerði Delta-flugfé- lagið að sérstöku rannsóknarefni, en það flugfélag nýtur mestrar virðingar þegar kemur að persónulegri þjónustu og bros- mildi flugfreyja og leggur áherslu á þetta tvennt í auglýsingum sínum. Hún fór á námskeið ætlað starfsfólki um borð og voru flestir þátttakendur hvítar konur á tví- tugsaldri. Meiri hluti námskeiösins fór í að kenna verðandi flugfreyjum að fela tilfinn- ingar sínar og falsa. Þeim var kennt að haga sér líkt og flugvélin væri stofan heima hjá þeim, þar sem þær væru aö taka á móti eigin gestum. Þeim var kennt að líta á erfiða farþega sem smábörn og af- saka hegðun þeirra sem slíka en jafnframt að koma f ram við þá sem fullvaxið fólk, svo dæmi sé tekið. „Aldrei” skrifar Hochchild „má flugfreyja tengja raunverulega orsök reiði sinnar í garð farþega við þá lausn, sem hún þarf að finna á vandanum”, og aldrei má hún kennaslæmum aðbúnaði á vinnustað sínum um það neikvæða, sem upp kann að koma í samskiptum hennar við farþegana. Takist henni ekki að halda geðró sinni þrátt fyrir allt það sem hún hef- ur lært, er henni t.d. ráðlagt að lokasig inni á klósettinu og sturta niður nokkrum sinn- um til að vinna á innri spennu. En umfram allt, „mundu að koma brosandi út af klósettinu aftur.” Þessi leikaraskapur, sem krafist er af flugfreyjum, kemur sér verr fyrir konurnar en þá karla, sem gegna starfi flugþjóna, segir Hochchild, en karlar eru um 15% í þessum störfum í Bandaríkjunum. Karl- arnir hafa fullt í fangi með að viðhalda karl- ímynd sinni í svo hefðbundnu kvenna- starfi. Konurnar hins vegar eru í þeirri að- stöðu að tilfinningar kvenna eru álitnar minna virði en karla, þess vegna er síður tekið tillit til þeirra og það mæðir því meira á þeim fyrir vikið. Karlmaður, sem lætur í Ijósi eigin tilfinningar, sýnir e.t.v. með framkomu sinni við farþegana, að þeir hafa ekki ævinlega rétt fyrir sér, fær að vera í friði með þá skoðun sína. Konan hins vegar, er dæmd dónaleg miklu fyrr. Eða, í stuttu máli sagt, konunni er ætlað að leika hina eilífu kvenímynd, karlinum er aðeins gert að vera hann sjálfur! Þegar til lengdar lætur, verður flugfreyjubrosið óbærilegt ok á konunum, sem þeim þó leyfist alls ekki að varpa af sér — þá verður þeim einfaldlega sagt upp. Og afleiðingarnar? í viðtölum höfundar við yfirmenn flugfélaganna játa þeir að eft- ir því sem samkeppnin harðnar, fyrst á milli flugfélaganna og síðan á milli flug- freyjanna, fjölgi þunglyndistilfellum, og fíkniefnaneysla aukist, flugfreyjur leiti í sí ríkara mæli til sálfræðinga og lækna vegna þessa og vegna svefntruflana og stress- einkenna annarra. Og sálfræðingur, sem einkum hefur unnið með flugfreyjum nú í ein 50 ár, fullyrðir að kynlífsvandamál fær- ist í aukana hjá þessum starfshópi! Ms. (A.R. Hochchild: ,,The Managed Heart, Commer- cialization of Human Feeling". Univ. of Calif. Press, Berkeley, L.A.) 29

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.