Vera - 01.07.1984, Blaðsíða 22

Vera - 01.07.1984, Blaðsíða 22
Hér sjást þær Guðrún Jónsdóttir, Guöný Gerður Gunnarsdótt- ir og Sigrún Pálsdóttir. Tvær síðastnefndu eru aðal- og vara- maður í bygginganefnd. Tillögur viö gerö fjárhagsáætlunar fyrir árið 1983 um að bæta þjónustuna við aldraða í leiguíbúðum borgarinnar í Norðurbrún og Furugerði. Náðu ekki fram að ganga í það sinn en Sjálfstæðismenn gerðu þessar tillögur að sínum ári síðar. Fluttum tvisvar sinnum tillögu um að banna rekstur leiktækja og spilakassa gegn gjaldi til að sporna við þeirri fíkn sem af þessu myndast. Til vara fluttum við tillögu um að fjöldi spilakassa miðaðist við fjölda gesta og yrði þá eitt tæki per 50 gesti en þó aldrei fleiri en 5 á hverjum stað. Fluttum við þessa tillögu með borgarfulltrúum Alþýðubandalagsins. Þessar tillögur fengu ekki stuöning. Tillögur við gerð fjárhagsáætlana um stóraukið framlag tii bygginga dagvistarstofnana. Gerðum við ráð fyrir að á árinu 1983 yrði f ramlagið 25 milljón- ir í stað 9 en á árinu 1984 46.5 milljónir í stað 23. Þessar tillögur fengu ekki stuðning. — Tillaga um aö komið verði upp hreinlætisaðstöðu í miðbænum fyrir fólk með smábörn. Tillagan var samþykkt einróma en ekkert hefur gerst ennþá okk- ur vitanlega. — Tillaga um að komið yrði upp bakvaktaþjónustu á vegum Félagsmálaþjónustu Reykjavíkurborgar þannig að hægt væri að leita til hennar í neyðartilvik- um fyrir utan venjulegan skrifstofutíma. Fékk ekki stuðning. — Tillaga um að verulegt fjármagn yrði sett í baráttuna gegn vímuefnum en á fjárhagsáætlun fyrir þetta ár eru ætlaðar 300 þúsund kr. til þessa verkefnis. Þótti okkur ekki nóg að gert þar sem ástandið er að verða alvarlegt. Tillagan fékk ekki stuðning. — Tillaga um að hækka lánaþak Félagsmálastofnunar til fyrirframgreiðslu húsaleigu þannig að lánið nægði til 6 mánaða greiðslu miðað við 2ja herbergja íbúð. Tillögunni var vísað til félagsmálaráðs og hafn- aði þar. Æskulýðsmál — Tillögur við gerð fjárhagsáætlana um að komið yrði á fót æskulýðsheimili og unglingaathvarfi í Selja- hverfi. Tillögurnar fengu ekki stuðning. —■ Tillögur við gerð fjárhagsáætlana um að útideild unglinga og unglingaathvarf í Tryggvagötu yrðu efld verulega. Tillögurnar fengu ekki stuðning en I Sjálfstæðismenn gerðu tillögu okkar frá árinu 1982 að sinni ári síðar. — Tillaga um að festa kaup á notuðu húsnæði í Vestur- bænum sem hentað gæti sem félagsmiðstöð fyrir hverfið. Þannig kæmist félagsmiðstöðin strax upp og unglingarnir gætu tekið þátt í að innrétta hana og móta frá upphafi. Tillagan fékk aðeins 2 atkvæði og því ekki stuðning. Borgarstjórn samþykkti hins veg- ar að greiða K.R. 15 ára húsaleigu fyrirfram þannig að K.R. gæti byggt og eignast félagsheimili á kostn- að borgarinnar. — Tillaga um að laun unglinga í vinnuskólanum yrðu ákveðið hlutfall af lágmarkstekjutryggingu þannig að 14 árafengju 55% af henni og 15 ára 60%. Þetta hefði þýtt nokkra hækkun á launatöxtum. Fékk ekki stuðning. Atvinnumál kvenna — Tillaga í þremur liðum um að 1) konur sem eru að koma út á vinnumarkað eftir að hafa sinnt húsmóð- urstörfum verði látnar sitja fyrir um ráöningar í störf á vegum borgarinnar; 2) námskeiö verði á veg- um Námsflokka Reykjavíkur fyrir konur sem eru að íhuga að fara út á vinnumarkaðinn eftir að hafa sinnt húsmóðurstörfum; 3) starfsreynsla við húsmóður- störf verði metin til jafns við önnur störf við röðun í launaflokka hjá borginni. Þessari tillögu var vísað til borgarráðs og jafnréttisnefndar en ekkert hefur gerst þrátt fyrir ítrekanir. — Geröum að umræðuefni utan dagskrár borgar- stjórnarfundar fyrirkomulag ræstinga við Borgar- spítalann. Gerðum við þetta í kjölfar frétta í fjölmiðl- um um að ræstingakonum væri sagt upp störfum. — Tillaga með borgarfulltrúa Alþýðuflokksins um að beina því til launamálanefndar að hún legði áherslu á að koma til móts við kröfur láglaunafólks í kom- andi samningum (þetta var 2. febr.), og jafnframt að Kristin Jónsdóttir fulltrúi f áfengisvarnanefnd, Sigrfður Einars- dóttir og Kristín Einarsdóttir. 22

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.