Vera - 01.07.1984, Blaðsíða 23

Vera - 01.07.1984, Blaðsíða 23
Systumar Steinunn og Sigrún Hjartardætur taka lagiö. hún tryggöi aö meðallaun kvenna sem starfa hjá borginni, nái meöallaunum karla. Sjálfstæðismenn hnýttu viö tillöguna fáránlegri bókun og vísuðu henni síöan til launamálanefndar. Ekkert hefur gerst. Heilbrigðismál ~~ Tillaga um aö auknu fé yrði varið til kynfræðslu- deildar Heilsuverndarstöðvarinnar og starfsemi hennar aukin. Fékk ekki stuðning. ~~ Tillaga um að hætt yrði við að leggja niður þá starf- semi kynfræðsludeildar sem lítur að kynlífsfræðslu °9 meðferð kynlífsvandamála. Vísað til heilbrigöis- ráðs en fékk ekki stuðning þar. ^kipulagsmál ~~~ Tillaga um að kannaðir yrðu möguleikarnir á flutn- ■egi flugvallarins úr Vatnsmýrinni. Með þessum til- •öguflutningi vildum við undirstrika andstöðu okkar við útþenslu borgarinnar til austurs meðan til væru svaeði miðsvæðis. Tillögunni var vísað til skipulags- nefndar sem samþykkti að afla gagna um svæðið sem enn hafa ekki litið dagsins Ijós. ~~ Tiliaga um að skipulagstillaga að Skuggahverfi yrði kynnt fyrir íbúum áður en hún yrði afgreidd frá borg- arstjórn. Tillögunni var vísað frá. Ýmsar aðrar tillög- ur sem við fluttum varðandi þetta mál fengu svipuð endalok. ~~ Tillaga um að dregið yrði úr verslunarrými í Nýjum miðbæ og íbúðabyggð aukin að sama skapi. Fékk ekki stuðning. Mótmæltum stórmarkaði Hagkaupa á Þessum stað og töldum og teljum enn að þarna væri um skipulagsmistök aö ræðá. Mótmæltum hvernig staðiö var að málum gagnvart Guðrúnu Jónsdóttur fyrrverandi forstöðumanni Borgarskipulags. (Sjá VERU 2. tbl. ’84). ~~ Gerðum athugasemdir við skipulag Grafarvogsins ^ a. hversu stór hluti húsa væri sérbýli, hversu lítil Þjónusta væri í hverfinu og langar gönguvegalengd- lr' hana. Þessar athugasemdir höfðu lítil áhrif. ~~ Tillaga um að Hamarshúsinu yrði ekki breytt í íbúðir 'ym en afstaða lægi fyrir um fyrirhugaða legu Geirs- 9ötu. ^mhverfis- og umferöarmál ~~ Við höfum barist fyrir varðveislu húsa sem hafa um- hverfislegt og/eða menningarsögulegt gildi (Fjala- kötturinn, Skúlaskáli, Völundarhúsin). — Við höfum lagt áherslu á örugg og góð leiksvæði fyr- ir börn tengd íbúðabyggð. — Við höfum stutt og endurflutt ýmsar tillögur okkar fulltrúa (og Katrínar Fjelsteð) í umferðarnefnd varð- andi hraðatakmarkanir og lækkaðan hámarks- hraða í íbúðahverfum. — Við höfum mótað stefnu gegn mengandi þungaiðn- aði innan borgarmarka. Fyrirtæki borgarinnar — Viö höfum lagst gegn öllum hækkunum sem eru umfram launahækkanir. — Tillaga um að gerð yrði tilraun með næturakstur strætó um helgar. Tillagan var flutt í framhaldi af umræðu í félagsmálaráði um unglingsstúlkur sem húkka sér far heim og lenda í kynferðisafbrotamönn- um. Fékk ekki stuðning. — Höfum mótmælt ýmsum hótunum um uppsagnir starfsfólks BÚR sem venjulegast er liður í þrýstiað- gerðum útgerðarmanna. — Tillaga um að skipulagsbreytingar hjá BÚR yrðu kynntar starfsfólki áður en þær yrðu samþykktar frá borgarstjórn. Fékk ekki stuðning. — ítrekaðar tillögur um að Hitaveitan og Rafmagns- veitan kynntu fyrir neytendum hvernig megi spara orku. Er þetta sérlega brýnt hvað varðar Hitaveituna þar sem heitavatnsskortur gerir vart viö sig. Tillög- urnar ávallt samþykktar en lítið sem ekkert gerist. Tengsl við íbúa og íbúasamtök —■ ítrekaðar tillögur um að mál séu kynnt íbúum áður en þau eru afgreidd frá borgarstjórn. Sjaldnast náð fram að ganga. — Tillagaum endurskoðun á stjórnkerfi borgarinnar. Tillagan samþykkt og nú er nefnd að störfum sem hefur þetta verkefni með höndum. Kvennaframboð- ið mun flytja þar tillögur fyrir haustið um gerbreyt- ingu á stjórnkerfinu, aukna valddreifingu og aukið vald íbúasamtaka. — Tillögur við gerð fjárhagsáætlana um að borgar- stjóri snúi sér bréfleiðis til foreldrafélaga og íbúa- samtaka og fari fram á ábendingar frá þeim um for- gangsverkefni í hverfunum. Náði ekki fram að ganga 1982 en var samþykkt 1983. í þessu felst viss viðurkenning á þessum samtökum. — Höfum tekið upp mörg baráttumál íbúa og vakið máls á þeim í borgarkerfinu t.d. baráttu íbúa á Selja- vegi gegn Eim og Kolsýruhleöslunni, baráttu íbúa gegn umferðarskapandi mannvirkjum í hverfunum o.fl. Asta Ragnarsdóttlr fulltrúi I stjórn Gerðubergs, Brynhildur G. Flóvenz fyrrverandi starfsmaður Kvennaframboðsins og Guð- rún halda heim á leiö. 23

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.