Vera - 01.07.1984, Page 30

Vera - 01.07.1984, Page 30
DANNER- Dannerhúsið á Nansensgötu 1 í Kaupmannahöfn var byggt um mið- bik síðustu aldar í þeim tilgangi að hýsa fátækar konur yfir fertugt sem ekki ættu í önnur hús að venda. Það var Danner greifynja, eða Louise Rasmussen eins og hún hét raunverulega, sem fjármagnaði fyr- irtækið og hún setti jafnframt það skilyrði að einungis mætti nota þetta hús fyrir konur. Þarna var svo Grevinde Danner stofnunin til húsa allt til ársins 1979 þegar kvenfrelsis- konur í Kaupmannahöfn yfirtóku húsið og gerðu það að miðstöð kvennabaráttu. Ævintýrið um Öskubusku Saga Louise Rasmussen er eins og ævintýrið um Öskubusku. Hún var ófeðr- uð dóttir fátækrar þjónustustúlku en komst, fyrir einhverja slembilukku, inn í balletskóla Konunglega danska balletts- ins ung að aldri. Hún náði aldrei langt á þeirri braut, fékk nokkur statistahlutverk, en í gegnum ballettinn kynntist hún Berlinger, stofnanda Berlinske tidende, varð ástkona hans og eignaðist með hon- um barn. Slíkt mátti að sjálfsögðu ekki komast á allra vitorð og þess vegna var hún látin hverfa til Parísar um tíma og lærði þar hattasaum. Þegar hún kom aftur til Kaupmannahafnar keypti Berlinger handa henni hattaverslun og af henni hafði hún lifibrauð sitt um nokkurt skeið. Friðrik kóngur VII var mikill vinur Berlinger og það var í gegnum þennan sameiginlega vin sem Friðrik og Louise kynntust. Louise varö nú ástkona, og síðar eiginkona, Friðriks og hét upp frá því Danner greifynja. Því má bæta við að vegna fortíðar sinnar var Louise alla tíð mjög illa séð við hirðina og hafði lítið sam- an við hana að sælda. Sagan segir hins vegar að hún hafi átt mikinn þátt í því að draga úr drykkjuskap Friðriks kóngs, en hann þótti óhemju sukksamur. Þegar kóngur dó, arfleiddi hann Louise að 7 milljónum ríkisdala sem var óhemju fé á þeim tíma. Það var fyrir þetta fé sem hún byggði Danner stofnunina, minnug upp- runa síns, og stofnaði sjóð en renturnar af honum áttu að nægja til rekstursins. Sá sjóður er nú týndur og enginn veit hvað af honum varð og hvenær hann hvarf. Kvennahreyfingin „flytur inn” Árið 1979 bjuggu ennþá fjórar konur í húsinu sem þá var komið í mikla niður- níðslu. Kaupmannahafnarborg var þá með húsið á sínum snærum og ákvað að selja það verkfræðifyrirtæki undir skrif- stofur. Danskar konur mótmæltu þessu að sjálfsögðu og vitnuðu til þeirra skilyrða sem Louise Rasmussen hafði sett þegar hún gaf húsið, þ.e. að einungis mætti nota það fyrir konur. Þær ákváðu að láta það ekki viðgangast að kvennahúsi yrði breytt í verkfræöiskrifstofur og báðu konurnar fjórar að skilja útidyrnar eftir opnar kvöld nokkurt, sem þær gerðu góðfúslega. Þá nótt gengu nokkrir tugir kvenna inn og settust að, — fluttu inn ef svo má að orði

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.