Vera - 01.07.1984, Qupperneq 39

Vera - 01.07.1984, Qupperneq 39
MYNDIR: ÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR ? DYNGJUR Kolfinnu og setti hana á kné sér úti hjá dyngjuveggnum og uröu þá einstaka kossar, og Grís spurði hverjir þessir menn v*ru, er sætu á dyngjuveggnum og létust svo kunnleg viö. Hann sá illa gamli maöur- ■nn. (Hallfreöar saga 4. kafli). Það voru til niðurgrafin hús, þau voru kölluð jarðhús, og þau voru oft notuð sem fylgsni fyrir skóggangsmenn eða aðra sem þurftu að fara huldu höfði. Niðurgrafin yar líka baðstofan (sem minnir á finnska baðstofu), þar sem berserkirnir Halli og Leiknir voru drepnir í.7) Hvergi er getið um !jós i dyngju, má því ætla að þar hafi jafnan verið unnið við dagsbirtu og elda. Þaö var l'ka að áliðnum degi að konur gengu úr dyngju eins og Kormákssaga getur um. ^•uggar Myrkur og kuldi hafa lengst af verið sjálf- sagðir hlutir í lífi íslendinga. Það er senni- 'eQa þess vegna að fornritin minnast ekki e Það hversu dimman innanhúss gat verið Þung í skauti, einkum konum. Vetrarlangt Urðu konur að vinna að því að framleiða vaðmálið við litla birtu í dyngju og síöar í baðstofu. Gluggar voru fáir og smáir, jafn- vel fram á 20. öld. Öldum saman voru líkn- arbelgir úr kálfum notaðir í glugga, en birt- an var ekki mikil sem komst í gegn. Skæni hbtu líknarbelgirnir öðru nafni og því var 9|uggi oft kallaður skjár. Gluggi er þó al- 9engasta heitiö í fornritum. Önnur heiti Sent koma fyrir eru Ijóri, hliðskjár, vind- g'uggi og vindauga, selsgluggur er og nefndur, en það er gluggi í seli. Dagsbirtan sem barst í gegnum glugg- ana varð að nægja að degi til við vinnuna ' öyngjunni. Einhver birta kom reyndar líka rá reykopi sem var á þakinu. Gluggar k°ma þó nokkrum sinnum fyrir í fornritun- um og hér skulu dæmi tekin. Svarfdæla Saga segir á einum stað frá svo stórum ^ugga að tveir menn gátu setið við hann: Qluggur var á húsinu norðan, og skyldu Peir sitja Ásgeirssynir þar við og sjá, hvaö k°mið væri. Þeir voru nú við gluggann og siá. að. . . 1) Hann hefir heldur ekki verið '^'ii skjárinn á Uppsölum, sem frá er sagt í Gull-Þóris sögu: En Þorbjörn reif upp stokk og reisti undir skjáinn og fór þar út. . . 2) eða baðstofuglugginn, sem Sturlunga saga segir frá: Kollsveinn kröbbungur var á húsum uppi og á baöstofu og horfði for- viðris. Hámundur komst þar út að baki hon- um baðstofuglugg I skyrtu og línbrókum og komst til næsta bæjar. . . 3) og vestur á Rauðasandi komst Eyjólfur Kárason á Stökkum eitt sinn út um „glerglugg austur úr kirkjunni”. 4) Á öðrum stað í Sturlunga sögu er gluggi á baðstofu kallaður „hlið- skjár”. Sá skjár hefir verið á hlið baðstof- unnar en ekki gafli, enda hleraði sá sem frá er sagt. 5) Vindauga á matbúri kemur fyrir í Sturl- unga sögu: Konur voru þar viðriðnar, og gátu þær komið Ólafi undan í matbúr og þar út um glugga. 6) Vindaugað hefir veriö nokkuð stórt. Vinnubjart hefir þurft að vera í matbúrum, seljum og hlöðum, en vindaugu eru helst nefnd á hlöðum. Trúlegt er að engin skæni hafi vindaugun i matarbúrum og hlöðum. Annars kemur fyrir oftar en einu sinni að vindauga er það sama og gluggur, t.d.: Þá vitið þér að vindur heitir strábeigir, en vindauga á húsum, og hefir hann séð um glugginn á herberginu, er þau hafa saman átt. 7) Það voru fleiri sem sáu inn um glugga. Lágálfurgekkfram eftir Blönduhlíð, þá kom hann á Frostustaði og sunnan undir húsin og að vindglugginum og sá inn í húsið, en bóndi talaði við hús- freyju, að hún hefði tekið úr mjölbelg þeim, er hékk yfir þeim, og sló hana pústur, en hún grét við. 8) j sömu sögu er líka getið um skjá; en þar var farið upþ á skjá: Það bar til um daginn heima að Ingjaldshóli um miðdegi, að komið var upp á skjáinn um máltíð í stofu og kveðið þetta með dimmri raust: Út réri einn á báti. . . 9) Eins þurfti að fara „á stofuna upp og taka af skjána” til að hleypa út reyk. 10) Bæði Ijóra og glugga er getið í Hrómundar sögu halta, og er þeim glugg að nokkru lýst: Þorbjörn þyna vaknaði við mælgi þeirraog hljóp upp þeg- ar og til hurðar þeirrar, er var fyrir skálan- um, og sá út um glugg einn, er á var skor- inn hurðinni að fornum sið, . . . en á Ijór- ann settist hrafn og skrækti hátt. 11) Oft er talað um að hátta í björtu, en I Eyr- byggja sögu er það orðað eilítið öðru vísi: þeir . . gengu síðan til stofu og fóru af klæðum sínum og ætluðu að vera þar um nótt matlausir, en heimamenn fóru í dags- Ijósi í rekkju. . . .Eftir þetta var gert Ijós í stofu. . . Þeir, sem þarna voru á ferð, voru líkmennirnir sem fluttu Þórgunnu hina suðureysku til Skálholts þar sem hún var jörðuð. — Það kveld, er líkmenn komu heim, það er menn sátu við málelda að Fróðá, þá sáu menn á veggþili hússins, að komið var tungl hálft,. . . 12) Birtu tunglsins hlýtur að hafa borið inn um glugga eða skjá, þó ekki sé þess getið, ella hefði skin þess varla komið á þilið. Gluggar eru tvisvar sinnum nefndir í Njáls sögu: Glugginn á dyngjunni í Kata- nesi og gluggarnir á skálanum á Hlíðar- enda. Um þá segir svo: Skáli Gunnars var ger af viði einum og súðþakinn utan og gluggar hjá brúnásunum og snúin þar fyrir 39

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.